Vikan


Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 10, 1947' Var hann feigur? Smásaga eftir Síein á Ströndinni. JÓN ÓLAFSSON — eða Jón gamli, eins og hann var oftast kallaður — gekk þungum skrefum niður að höfn. Hann var að hugleiða, hvort hann ætti að f ara í róð- urinn í kveld. Það lagðist einhvern veginn í hann, að eitthvað illt mundi henda hann, ef hann réri í þetta sinn, ekki að bátur- inn mundi farast eða neitt því líkt, nei, bara að eitthvað óhapp mundi henda hann einan af skipsverjum. Hann var kominn niður í Tryggvagötu á leiðinni austan úr bæ. Hann var svo sem ekki vanur að fara heim, þegar róið var þannig dag eftir dag eftir frámunalegt gæftaleysi. Hann hafði þann sið að leggja sig upp í kojuna sína ef eitthvað tóm gafst til þess. Yngri mennirnir skruppu kannske upp í bæ, til konu eða kærustu eða til að fá sér einn gráan, áður en farið væri á sjó- inn. En Jón var fyrir löngu hættur því og þótt hann væri ekki nema um fertugt, hafði hann fengið nafnið „gamli" fyrir. En í þetta sinn hafði staðið dálítið óvenjulega á. Hann hafði fengið boð um, að konan væri lasin og hvort hann gæti því ekki skroppið heim til hennar sem snöggvast. Jú, hann haf ði gert það. Konan var eig- inlega ekki lasin, en það hafði verið hvísl- að að henni enn einu sinni. Og að þessu sinni, hafði verið hvíslað að henni orðum, sem höfðu orðið til þess, að hún lagðist í rúmið skömmu eftir hádegi og gerði boð eftir manni sínum jafnskjótt og báturinn kom að landi. Jón var kvæntur mestu sómakona, en það var einn galli á henni. Hún vissi það alltaf með nokkurum fyrirvara, ef einhver ættingi eða náinn vinur átti að deyja af slysförum. Hún átti marga ættingja á haf- inu og það hafði tekið þá smám saman, svo að það var ekki að undra, þótt hún væri farin að verða dálítið veikluð á taugum. Jón var meira að segja farinn að halda, að það væri lagzt á sinnið á henni. Þegar hann kom heim, hafði hún sagt við hann, um leið og hann kom inn úr dyr- unum: „Þú mátt ekki fara á sjóinn í kveld. Það kemur eitthvað fyrir þig. Ég má ekki missa þig frá börnunum." Jón hafði reynt að sefa hana og benti henni á, að hann var á nýjum bát, einhverj- um bezta bátnum, sem til væri og menn hefðu slegizt um að koinast á hann. Það mundi ekkert koma fyrir hann, veðrið væri hið bezta, sem komið hefði á vertíð- inni og hann gæti ekki hlaupið svona í land að ástæðulausu. „Þú mátt ekki fara," sagði konan og varð æst. „Það var hvíslað að mér í dag — um þig. Röddin, sem alltaf hefir aðvarað mig, sagði. „Gættu hans Jóns." Ég veit, að það kemur fram, sem hún spáir. Þú mátt ekki fara." „Þetta er einhver hugarburður hjá þér, kona," svaraði Jón. „Þú hefir bara verið að tauta eitthvað fyrir munni þér og feng- ið það svo á heilann. Auðvitað fer ég. Ef ég kem ekki til skips, þá verður kannske ekki hægt að róa. Steini er búinn að vera fullur í tvo sólarhringa og hefir ekki sézt, enda hefir karlinn við orð, að ef hann komi ekki í kveld, þá megi hann fara til and- skotans. Og þó er Steini tvímælalaust bezti maðurinn, sem hann hefir, þótt hann skvetti I sig við og við. Það eru ekki þau uppgrip nú á dögum, að hægt sé að ná í hálfa skipshöfn eða því sem næst á tíu mínútum. Ég verð að fara!" En konan gafst ekki upp. Hún hélt á- fram að biðja hann um að fara ekki þang- að til Jón stóð á fætur, tók húfuna sína og gekk til dyra. Hann staðnæmdist sem snöggvast við útihurðina og sagði: „Jæja, ég sé til." Alla leiðina niður eftir var hann að hugleiða, hvað gera skyldi. Hann kunni ekki við að bregðast karlinum. Þeir voru gamlir vinir og hann haf ði gert Jóni marg- an greiðann um ævina og ekki þann síztan, er hann réð hann á nýja bátinn, því að Jón var ekki í fremstu röð sjómanna. Þess vegna mátti hann ekki bregðast honum. Nei, hann yrði að f ara, en hann skyldi vera gætnari en nokkru sinni í þessum róðri. En efasemdirnar voru enn að brjótast í honum, þegar hann kom niður á verbúða- bryggjuna. Hann staðnæmdist efst á henni og virti bátana fyrir sér. Þarna lá báturinn hans — já, Jón kallaði hann bátinn sinn, þótt hann ætti kvorki band né borð í hon- um. En hann kunni vistinni vel á honum og VEIZTU—? 1. Lengsti hnefaleikakappleikur, sem sög- ur fara af fór fram 6. apríl 1893, á milli Andy Bowen og Jack Burke. Hvaö var hann margar umferðir og hvað stóð hann lengi yfir? 2. Hver varð forsætisráðherra í Svíþjóð á eftir Per Albin Hanson? 3. Hvað heitir yngsta dóttir dönsku krón- prinshjónanna ? 4. Stytting á hverju er „Unesco"? 5. Hvernig eru egg nœturgalans á litinn? 6. Hvað ganga menn lengi með mislinga- sýkla og hlaupabólusýkla í sér áður en veikindi brjótast út? 7. Fyrir hvaða rannsóknir fékk Otto Hahn Nobelsverðlaun ? 8. Hvað heitir matvælaráðherra Breta ? 9. Hvað er ambra? 10. Og til hvers er hún notuð? Sjá svör a bls. 14. þess vegna tók hann sér þetta bessaleyfi. í huga sínum. Allt í einu heyrði hann hávaða að baki sér — einhver var að ganga niður sundið' milli eystri verbúðanna og söng við raust. Það var ekki um að villast, hver þarna var á ferð — Steini var að koma um borð, hafði látið sér nægja tvo sólarhringa að þessu sinni. Nú hlaut hann að vera orðinn staurblankur og þá mundi hann vinna eins og f jandinn sjálfur á morgun. Þegar hann f ékk andlegu timburmennina, reyndi hann alltaf að haf a hemil á þeim eða sef a þá með því að vinna eins og berserkur. Jóni kom ráð í hug. Hann gekk hrattnið- ur bryggjuna, hraðar en hann hafði gengið nokkru sinni, síðan hann lagði af stað að heiman. Hann sveiflaði sér um borð og niður í káetu. Jú, karlinn var kominn um borð. Það stóð aldrei á honum. „Steini er að koma um borð," tók Jón til máls. „Eg hefði ekki beðið þig um það, sem ég ætla nú að stynja upp', ef hann væri ekki að koma. Væri þér sama, þótt ég væri í landi í nótt. Konan er lasin, en á morgun get ég gert ráðstafanir til að fá einhvern til að vera hjá henni, svo að ekki er um meira en þenna eina róður að ræða." Hann laug dálítið til þess að fá frekar or- lofið. „Jú, þér er víst óhætt að vera í landi í nótt, úr því að týndi sonurinn er að koma. Ef að líkindum lætur, vinnur hann á við tvo eða þrjá á morgun. Já, þér er alveg óhætt að vera heima í nótt. Skilaðu kveðju til konunnar og óskaðu henni góðs bata frá mér." Jón þakkaði fyrir sig í skyndi, hljóp upp úr lúkarnum, stökk niður á bryggj- una og gekk rösklega upp í bæinn. Hann hafði enga samvizku af að fá frí hjá karl- inum, úr því að Steini var hættur á túrn- um. Og hann gladdist yf ir því að geta gert konunni sinni þá gleði, að vera heima hjá henni þessa nótt. Hún haf ði ekki haf t hann hjá sér í meira en viku. Hann gekk inn í Austurstrætið, því að hann var í slíku skapi, að hann langaði til að vera í ljósadýrð miðbæjarins. Unga fólkið var á „rúntinum", eins og venjulega og það var óvenjulega gáskafullt. Þetta var líka Öskudagskvöld og piltarnir og stúlkurnar voru að ógna hvert öðru með títu- eða hattprjónum. Það hélt sig mest sunnan götunnar. Jón langaði til að ganga innan um það, svo að hann gekk fyrir götuna. En það var heldur ónæðissamt þar, því að sumir piltarnir voru jafnvel í hálf- gerðum eltingaleik. Einhver hljóp aftan á Jón, bað hann þó afsökunar um leið, en Jón missti jafnvægið og af því að hann var óviðbúinn og gekk yzt á gangstéttinni, féll hann út á akbrautina. Bíll kom brunandi eftir götunni. Bíl- stjórinn reyiídi að hemla, en það tókst ekki, því að Jón féll beint fyrir framan hjólin. Þegar þeir tóku hann upp, heyrðist hann stynja: „Ég hefði átt að róa." Svo gaf hann upp andann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.