Vikan


Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 10, 1947 7 Nýbyggingarráö og botnvörpungurinn Ingólfur Arnarson Framham af WB. 8. vegs, sem hefir gefið þjóðinni mestan arð, en það er botnvörpuskipaútvegurinn, hafi fyrir atbeina Nýbyggingarráðs verið haf- inn í þann sess, er honum sómir. Með komu togarans Ingólfs Arnarson- ar eru mörkuð tímamót í sögu þessa stór- feldasta atvinnureksturs landsmanna. Og í kjölfar hans fylgja nú á næstu mánuðum þrjátíu og einn togari, allir byggðir sam- kvæmt nýtízku kröfum um sjóhæfni og aðbúnað skipverja. Fyrir atbeina Nýbyggingarráðs og fyrr- verandi ríkisstjóma hefir mótorbátaflot- inn verið endurnýjaður og stækkaður. Ný- byggingarráð hefir, samkvæmt upplýsing- um, sem blaðið hefir fengið í skrifstofu ráðsins, veitt innflutnings- og gjaldeyris- leyfi frá byrjun til síðustu áramóta svo sem hér segir: Skip, vélar og útbúna'ður alls konar: 1. Flutninga og íarþegaskip . kr. 53.600.000,00 2. Togarar.........................— 89.200.000,00 3. Mótorbátar......................— 25.700.000,00 4. önnur skip......................— 5.000.000,00 5. Útbúnaður til skipa, alls konar..........................— 6.200.000,00 6. Vélar i skip, þar með vara- hlutir ........................— 11.300.000,00 7. Efni til skipasmíða og skipa- viðgerða.......................— 5.500.000,00 Kr. 196.500.000,00 Vélar og efni til iðnaðar: 1. Vélar til fiskiðju.........kr. 21.300.000,00 2. Vélar, sem framleiða í þágu sjávarútvegsins...............— 1.000.000,00 3. Vélar handa vélsmiðjum o. fl. — 3.700.000,00 4. Vélar handa dráttarbrautum og bátasmíðastöðvum .... — 2.500.000,00 5. Efni til ofangreindra fyrir- tækja.........................— 4.000.000,00 Kr. 32.500.000,00 Vélar og efni til rafvirkjunar og símalagn- inga: 1. Vegna rafvirkjunar .... . kr. 18.100.000,00 2. Vegna símalagninga • • • • . — 0.200.000,00 Kr. 18.300.000,00 Vélar til landbúnaðarstarfa . . kr. 25.800.000,00 Annað: 1. Vélar til alls konar iðnaðar . kr. 20.400.000,00 2. Samgöngu- og flutningatæki — 15.300.000,00 3. Vita- og hafnargerðir . . . . — 6.200.000,00 4. Vatnsveitur og hitaveitur . . — 2.700.000,00 5. Ýmislegt . — 0.800.000,00 Kr. 45.400.000,00 Hefir Nýbyggingarráð þannig veitt inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi, samkvæmt framansögðu, fyrir um 318 miljónir. Flestir mótorbátamir eru nú komnir til veiða, en aðeins einn togari af þrjátíu og tveimur, sem byggðir eru á vegum ríkis- ins. Farþega- og flutningaskip eru öll ókomin, nema Hvassafell, skip S. 1. S., og tvö smáflutningaskip. Vélar til landbúnaðar hefir verið erfitt að fá afgreiddar, en þó er talsvert komið og kemur nú nokkuð af þeim á næstu mánuðum. Mun notkun þessara stórvirku véla auka mjög á tækni alla við fram- leiðslustörf bænda og gera sveitavinnuna öruggari og samkeppnishæfari. Hefir hér í stórum dráttum verið rakin starfsemi Nýbyggingarráðs, en geta má og þess, að það hefir staðið að ýmsum merkum lagasetningum, eru þar á meðal lögin um stofnlánadeild sjávarútvegsins, lög um landnám og nýbyggðir. Það hefir og samið áætlun um sjávarútveg Islend- inga næstu fimm ár og lokið við rannsókn um þjóðartekjur o. fl. Oft hefir verið gestkvæmt hjá Nýbygg- ingarráði og ýmsir utan af landi leitað til þess með allskonar fyrirgreiðslur, enda hefir ráðið staðið í nánu sambandi við fjölda landsmanna til sjávar og sveita um ýms áhugamál þeirra, og eru mörg þeirra mála komin í framkvæmd, en önnur í und- irbúningi. . Gefur þetta stutta yfirlit hugmynd um að störf Nýbyggingarráðs hafa verið fjöl- þætt og er óskandi, að allar þær fram- kvæmdir, sem ráðið hefir beitt sér fyrir, megi verða landi og lýð til farsældar. Utvegsmenn — Vélstjórar! Ef þér viljið vanda til smurningar á vélar yðar, þá notið eingöngu Smurningsolíur | frá SOCONY-VACUUM OIL COMPANY INC. New- York. * Ávallt fyrirliggjandi hjá H. Benediktsson & Co. Reykjavík. Þekkt innlend framleiösla Vörpugarn, Dragnótagarn, Linugarn, Bindigarn, Saumgarn. Fiskilínur allar venjulegar gerðir. Botnvörpur fyrir togara og togbáta, ýmsar gerðir. Einnig sérhnýttar, ef óskað er. Símar: 4536 og 4390. Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.