Vikan


Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 06.03.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 10, 1947 kveðin, og' bæði Sir John og Sherry, sem sat hjá skrifborðinu, heyrðu hvert orð. Það var frá móður Rachelar, um það að hún hefði ákveðið að fara til Englands með nokkrum vinum sínum og að hún myndi taka á móti dóttur sinni og tengda- syni, við komu þeirra til London. Hún sendi þeim sinar beztu kveðjur. Rachel lagði niður heyrnartólið, Sherry leit á hana. „Andlit hennar er náfölt,“ hugsaði hann ósjálfrátt. Honum varð litið á Sir John. Hann sat graf- kyrr og starði á Rachel. Hann var öskugrár í framan. „Vonandi ekki neinar slæmar fréttir,“ flýtti Sherry sér að segja, til að rjúfa hina óheillavæn- legu þögn. Sir John sneri sér hægt að honum, eins og hreyfingin ýlii honum þjáningum. „Þú heyrðir það, er það ekki?“ „Jú, að vísu. En það leit ekki út fyrir að vera slæmar fréttir. Hvað amar að?“ „Mér skildist að frú Thompson lægi fárveik í sjúkrahúsi" sagði Sir John þunglega, eins og hann vissi varla hvað hann segði. Hann leit aftur á Rachel. Rachel hreyfði sig eins og hún ætlaði að fara að segja eitthvað, en nú lét Sherry alla varkárni fjúka út í veður og vind. „Hefir Rachel talið þér trú um að móðir hennar lægi i sjúkrahúsi ?“ Hin mjúka rödd hans verkaði nú sem svipa. Sir John reis upp, sneri sér að honum og sagði festulega: „Okkur skildist að það þyrfti að skera hana upp. En bersýnilega hefir þess ekki þurft. Það er allt og sumt.“ „Nei, það er dálítið meira, held ég“ svaraði Sherry. „Mér skilst hins vegar að hér hafi aðeins verið um of litla samvinnu milli móður og dóttur, að ræða.“ „Hvað áttu eiginlega við?“ „Ég á við það að Rachel hefir haft brögð i tafli, en mistekizt að þessu sinni.“ „Minnstu þess að þú talar um tilvonandi eig- inkonu mína“ sagði Sir John æstur. „Því gleymi ég ekki, en ég álít að það sé kom- 'inn timi til að þú heyrir sannleikann um þína til- vonandi eiginkonu." Sir John Rhys stóð upp þeir horfðust í augu. Sir John var afar æstur og bersýnilega óham- ingjusamur, og Sherry með vott af meðaumkun í dimmbláum augunum, en alveg laus við reiði. Þeir höfðu verið vinir lengi og höfðu hinar mestu mætur hvor á öðrum og þeir báru virðingu hvor fyrir hinum. Þá mælti Sir John stuttlega: „Setztu, þetta gengur of langt. Ég krefst skýringar og vonandi afsökunar að henni lokinni." „John!“ gat Rachel loksins stunið upp. „Þú ætl- ar þó ekki að hlusta á hann. Þú getur ekki móðg- að mig svo mikið." Hann leit til hennar dapurlega: „Þú hefir þeg- ar verið móðguð. Slíkt getur ekki gengið. Sherry verður að útskýra þetta. Annars verður málstað- ur þinn ekki réttlætur.". „Hann hatar mig! — hann hefir alltaf hatað mig!“ hrópaði Rachel ofsalega: „Hann mun bara ljúga í þig. Rektu hann burt og ég skal útskýra þetta allt saman." „Hryggðarsvipur færðist yfir andlit Sir Johns, sem Sherry gat varla horft upp á, svipur manns, sem hafði verið særður djúpu sári. Hann grunaði ekkert af því, sem hann mundi nú fá að vita, en vissi nóg til að skilja það að Rachel hafði beitt hann einhverjum brögðum og logið að honum. Sherry fann skyndilega til óbeitar, það hafði verið ætlun hans nú i eitt skipti fyrir öll, að af- hjúpa Rachel og koma í veg fyrir þetta óham- ingjusama hjónaband. En er hann leit Sir John nú, fannst honum það ámóta og að kveða upp dauðadóm yfir vini sínum. Hann gerði sér grein fyrir því, hver áhrif það hefði á Sir John að sjá alla drauma sína og traust á Rachel hrynja til grunna. „Nei,“ tók Sir John til máls. „Sherry lýgurekki. Ég vil fá að heyra, hvað hann hefir að segja, Rachel. Viltu vera svo góð að setjast niður og vera róleg." „Ætlarðu að hlusta á hann hér að mér við- staddri ?“ hrópaði hún titrandi. „Ég ætla að hlusta á ykkur bæði,“ svaraði hann alvarlega, en Sherry fyrst. „Jæja,“ sagði hann þegar Rachel hafði setzt nauðug, hverjar eru þessar hræðilegu ásakanir, sem þú berð á tilvonandi eiginkonu mína." „Það sem ég hefi að segja“ svaraði Sherry og gerði þau nú undrandi, „mun ef til vill létta hugar- stríð þitt og bjarga ykkur báðum frá mikilli ó- MAGGi OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. Maggi: Ég sagði þér, að allt fólkið ætti að vera í einni biðröð! Raggi: Eg sagði fólkinu það, Maggi! 2. Maggi: Sjáðu, það er í tveimur röðum! Raggi: Þú misskilur þetta, Maggi! 3. Raggi: Allir viðskiptavinirnir eru I biðröð- inni, hitt eru nágrannarnir! 4. Raggi: Það er erfitt að fást við viðskipta- mál. Maggi: Já, það er hægt að verða þreyttur á þeim! hamingju. Að minnsta kosti muntu fá að heyra sannleikann — þegar þú spyrð hana — og hún mun ekki lengur þurfa að ljúga, veslings stúlk- an.“ Sir John brá við, en hann herti upp hugann. - „Haltu áfram," sagði hann. Rachel sat kyrr og þögul sem marmarastytta. „Þú vissir ekki að þegar Rachel var í París var hún í tigi við Eugene Laval." „Laval Áttu við unga Frakkann á hótelinu?" „Já. Hann er sonur húsráðanda móður hennar. Þú hefir sjálfur séð þennan mann. Hann líkist grísku goðalíkneski. Þau urðu auðvitað ástfangin hvort af öðru, það var óhjákvæmilegt. Foreldr- arnir, að minnsta kosti móðir Rachelar, tóku þvert fyrir allt samband þeirra á milli. Eugene Laval lenti í klandri við frönsku lögregluna, og faðir hans kom honum af landi burt. En örlögin leiddu Rachel síðan hingað með Wöndu. Það var að slitna upp úr öllu milli hennar og Lavals hins ungá, en hann fékk hana þó til að hitta sig einu sinni enn. Hún gerði það — og ég geri ráð fyrir að ást þeirra hafi þá blossað upp að nýju. En þá skildu þau að fullu." Sherry þagnaði. Sir John sat grafkyrr og hélt höndum fyrir andlit sér. „Hvaðan hefir þú þetta allt?“ spurði hann án þess að líta upp. Sherry sagði frá því, hvernig hann hefði komið þeim á óvart á þessu stefnumóti, ekið Rachel heim og krafðizt að fá vitneskju um hvað lægi á bak við þetta. „Nú og hvað svo,“ spurði Sir John, þegar Sherry þagnaði aftur. „Hún sagði mér að öllu væri lokið milli þeirra, og ég hafði enga ástæðu til að rengja orð henn- ar,“ hélt Sherry áfram. „Síðar heyrði ég um trú- lofun ykkar, og þá þóttist ég alveg viss um, að Laval þessi væri úr sögunni. Sem hefði orðið ef dálítið óvænt hefði ekki komið fyrir, sem Rachel tók aldrei með i reikninginn." Hann bar í bætifláka fyrir Rachel — vegna mannsins, sem elskaði hana. Rachel skyldi það líka og horfði undrandi, vantrúuð og flöktandi á harðneskjulegt andlit hans. En hann leit ekki við henni. „Hvað kom svo fyrir?" spurði Sir John, með erfiðismunum. „Það að ég skarst í leikinn," sagði Sherry. Ef hann varð var við viðbragð sem Rachel tók, er hún heyrði þetta, þá lét hann ekki hið minnsta á því bera. „Ég hafði af hendingu nokkrar upplýs- ingar um einkamál og aðgerðir Lavals. Annars hafði leyniþjónustan alltaf haft gætur á honum, en skorti allar sannanir sökum þess að Laval þessi er harðsvíraður refur. Ég gat lagt til þann hlekk sem skorti í sannanakeðjuna, og ég gerði það vegna þess að mér fannst betra fyrir Kairo að vera án þessa aðlaðandi manns. Þar að auki hélt ég að hann gæti valdið Rachel óþægindum. Þess vegna lét ég lögreglunni í té þær upplýsing- ar, sem ég hafði, og innan fárra daga verður hann fluttur úr landi." — „Jæja?“ Sir John huldi andlitið enn í hönd- um sér. „En Laval hefir bersýnilega lcomizt á snoðir um ráðagerðina. Kairo er eins og þéttriðið net af njósnurum. Það var ekki hægt að senda hann burt með aðeins örstuttum fyrirvara. Sann- anirnar þurfti fyrst að vottfesta. Hann fékk dá- lítinn gálgafrest og — að því er ég bezt veit — hefir notað tækifærið til að ná sambandi við Rachel, tjáð henni vandkvæði sín og hefir óspart notað sér meðaumkun hennar. Hún bað þig um, háa upphæð, sem hún þurfti endilega að nota mjög fljótt, er það ekki?“ Sir John kinkaði kolli þegjandi. „Þessir peningar verða fengnir Laval í hendur, — ef það hefir þá ekki þegar verið gert“ — sagði Sherry. „Svo að hann standi ekki slyppur uppi." Sherry þagnaði og augu hans hvíldu á Sir John með samúðartilliti. Það varð þögn. Þá leit Sir John upp og horfði á Rachel: „Er þetta satt?“ spurði hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.