Vikan


Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 1

Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 1
16 síður Verð 1.50. Nr. 13, 27. marz 1947. «^vl KAN LÁRLS ingolfsson FJÖLHÆFUR LISTAMAÐUR Við birtum nú á forsíðu mynd af einum fjölhæfasta leiklistarmanni landsins: leikara, leiksviðsmál- ara, búningateiknara, gamanvísna- söngvara og dansara — manni, sem maður freistast til að segja um, að geti allt, sem gera þarf í sambandi við leiksýningar, þó að slíkar full- yrðingar séu annars hæpnar! TVað getur verið hættulegt að vera f jöl- hæfur og ýmsum hefir orðið hált á því: hugurinn hvarflar frá einu verkefninu til annars, sem oft eru óskyld, og kraft- arnir dreifast og þess vegna ná margir ekki háu risi, þótt hæfileikarnir séu í raun og veru miklir. En það er eins og allt leiki í höndunum á sumum mönnum. Og svo' er um Lárus Ingólfsson. Reyndar má segja um hann, að hann dreifi ekki kröftunum á mörg svið, því að í rauninni liggja öll verk- efni hans innan vébanda leiklistarinnar. Tækni hans í gerð leiksviða er frábær, en hann getur engu að síður náð hátt sem leikari og er skemmst að minnast leiks hans í hlútverki Arngríms holdsveika í Fjalla-Eyvindi á hátíðarsýningu Leikfé- lagsins í vetur. Lárus Ingólfsson er víðförull maður og mjög vel menntaður á sínu sviði. Hann stundaði ungur myndlistarnám hjá hinum ágæta listamanni Guðmundi Thorsteins- syni. Þótt sá skóli hafi ekki verið langur hjá Lárusi, mun hann hafa haft mjög gott af kennslu Guðmundar, því að hann var mik- ill hæfileikamaður, eins og alkunnugt er, og lagði gjörva hönd á margt, sem Lárus síðar tók sér fyrir hendur, eins ogt. d. leik- list, leiksviðsbúnað, gamanvísnasöng ö. fl. . . Framhald á bls. 3. ís * Lárus Ingólfsson. (Ljósm. Kaldal).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.