Vikan


Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 13, 1947 Meðan hann lifði — Smásaga eftir Aage Bech Pedersen. T>ONITZ gekk eftir hananaekrunni að fljótsbakkanum og ýtti bátnrnn út á Kombafljótið. Bátinn rak með straumnum niður að óshólmunum. Hann varð rjóður í framan, þegar hann minntist þess, hvernig Emilie Reuter hafði vísað honum á bug. Stelpuskömmin hafði leyft sér að kalla hann flökkumann og brigslað honum um þessa daga, sem hann dvaldi í Passir. Hann safnaði brönugrös- um, en var engin flökkukind; það var að vísu ekki nema satt að hann hafði fengið sér nokkuð oft neðan í þegar hann var síð- ast í Passir, en henni kom það bara ekkert við. Bonitz kveikti sér í vindlingi og stefndi bátnum inn undir annan árbakk- ann til að komast í forsælu. Horium datt í hug, hvort hann ætti ekki að flytja frá Borneo til Celebes eða Java, en svo hristi hann þrjózkulega höfuðið, nei, hann ætlaði ekki að láta þetta á sig fá. Hann heyrði vélaskelli, sem nálguðust. Þegar hann sneri sér við sá hann, hvar vélbátur Peit Laars kom upp ána. Hann brosti kaldranalega, því að nú vissi hann, hvers vegna Emilie hafði verið svona drembin. Hann stjakaði bátnum betur inn undir bakkann. Peit varðaði ekkert um, þótt hann væri þama. Honum hafði aldrei geðjazt að Peit. Þegar hann var nýkominn frá Hollandi til Bomeo hafði hann kynnzt honum, en Peit hafði alltaf verið þóttafullur og borgin- mannlegur gagnvart honum. Það hlaut að vera Peit, sem hafði lapið þessu í Emilie um dvölina í Passir, því að nú mundi hann að Peit, sem stjómaði plantekru á milli Passir og Kombafljótsins, hafði rekizt á hann oftar en einu sinni þessa daga, sem hann var að fagna endurfundunum við tvo stýrimenn, gamla leikbræður sína. Hann hafði ekki gefið Emilie neinar skýringar á þessu; eftir það, sem hún hafði sagt í dag, skipti það engu iriáli. Vélbátur Peit Laars skreið fram hjá. Bonitz gretti sig með fyrirlitningu, þar sem hann lá falinn bak við þéttar jurta- flækjur. Hann litaðist um. Jarðvegurinn var nægilega votur til að það gætu verið flóar þegar lengra kom frá bakkanum og þar myndi hann þá finna nóg af brönu- grösum. Bonitz slökkti í vindlingnum, batt bát- inn, tók saman pjönkur sínar og staulað- ist upp á bakkann. Hann gat þarna slegið tvær fulgur í einu höggi, bæði leitað að jurtum og fylgzt með, hvað Peit dveldi lengi á bananaekrunni. Allt í einu heyrði hann rödd Peits Laars ískyggilega nærri sér. Hann vildi ekki láta hann verða varan við sig og kaus fremur að leggjast ofan á blautan jarðveginn og óhreinka sig allan. Hann tók af sér sólhjálminn og gægðist upp úr grasinu. Þama rétt sjá sá hann aftan á tröllslegan búk Peits. Plantekru- stjórinn var að tala við tvo innfædda menn og gaf þeim peninga, en þeir þökkuðu hon- um ákaft fyrir. Síðan gengu innfæddu mennirnir eftir troðningi og Peit á eftir þeim. Bonitz lá kyrr þar til mennirnir voru næstum horfnir úr augsýn, en þá reis hann upp og hélt í hmnátt á eftir þeim. Leiðin lá frá plantekrunni upp í fjöllin og langt fjrrir ofan sig sá Bonitz oddmjó þök bamb- uskofa. Það var auðséð að þangað ætluðu mennirnir. Bonitz skreið inn í þykknið, lagðist þar niður og bjó sig undir að bíða. Ósjálfrátt varð honum aftur hugsað til Emilie. Bonitz var tuttugu og fimm ára, hár og grannur með fríða og karlmannlega and- litsdrætti. Mestan hluta ársins leitaði hann einn síns liðs að hnýðum, sem auðmenn- irnir borga of fjár fyrir. Hann hafði verið þrjú ár á Sundaeyjunum, en Emilie Reut- er var fyrstá stúlkan, sem hann hafði elsk- að! I augum hans var hún guðdómleg vera, sem hafði villzt niður á jörðina. Hún hafði engilfagurt andlit og var vaxin sem gyðja og rödd hennar var sem hrífandi sam- hljómur krystals og silfurs. Öll framkoma hennar og hegðun minnti hann á dýrlinga- myndirnar í kirkjunni heima hjá honum. Langur tími. leið imz Peit kom aftur. Hann fór hljóðlega í hmnátt á eftir homun. 0MtM"""MIIIMI"M""MMIMMIMMMMtllMMMIItHtMtlMIIIMMMMMtlMMIMM""IM'»/, I VEIZTU —? 1 1. Cyrus W. Field var upphafsmaður að = því að lagður var sæsími í fyrsta sinn [ yfir Atlantshafið 1858. Sæsimaþráður- : inn er látinn liggja á sjávarbotninum. = En þegar samband slitnar, hvernig er i þá hægt að finna staðinn, þar sem það § hefir rofnað ? [ I 2. Winston Churchill heitir fullu nafni i Winston Spencer Churchill. Hvaða : heimsfrægur maður annar heitir Spenc- \ [ er að aukanafni ? [ : 3. Hver er eðlisþyngd kvikasilfurs ? § 4. Hvað geta hestar orðið háir? [ 5. Hvenær var Atlantshafssáttmálinn i gerður á milli Bandaríkjanna og Eng- i lands ? = 6. Hver er höfundur að „Don.Quixote” ? i i 7. Hvaða kolategund er stærst hér við i [ land? i i 8. Hvenær var Kvenréttindafélag Islands s stofnað ? [ 9. Hvað léttist kaffi mikið við brennslu? i í 10. Hver er forvígismaður þýzka jafnaðar- [ mannaflokksins ? i Sjá svör á bls. 14. [ AlMIIMMMtMMMMMMMIMimMMIMIMlMMMIMMMMMIMtMIIMMIMMIMMMIMMMMI*'' Hann horfði á eftir Peit þar sem hann gekk að opnum glugga og staðnæmdist þar ör- stutta stund. Síðan setti hann tágakörfu, er hann hafði meðferðis, á sorphaug þar nálægt og svo gekk hann meðf ram húshlið- ixmi og inn um svalardyrnar. Bonitz tók upp vindlingsstubb og kveikti í honum. Peit var kominn inn í húsið, en skyndi- lega kom hann auga á aðra mannveru á svölunum. Það var stúlka í þunnum ljósum kjól. Bonitz var tíu mínútur að yfirbuga þá miklu geðshræringu, sem þessi sýn olli honum. Síðan tók hann ákvörðun og gekk hratt yfir flötinn og heilsaði Emilie. „Ó, ert það þú Bonitz?“ sagði hún. „Ég hélt að þú hefðir orðið svo reiður að ég sæi þig ekki fyrst um sinn.“ „Ég missti stjórn á skapsmunum mín- um,“ sagði Bonitz. „Get ég fengið að gista hér?“ Hún var einmitt að kveikja á lampan- um og bjarminn af honum féll á hið fagra andlit hennar. Hann andvarpaði. „Það er velkomið að þú gistir hér,“ sagði hún, „en þó með því skilyrði, að þú hagir þér sæmilega núna.“ Bonitz gekk fram á svalirnar. Inni í stof- unni heyrði hann Peit Laars og Reuter tala saman. „Já; það eru gestir hjá okkur,“ sagði Emilie. „Pabbi og Peit Laar eru með ein- hvern nýjan samning á prjónunum.“ „Jæja?“ Bonitz gekk inn í stofuna til þeirra og heilsaði þeim. „Hefirðu dottið?“ spurði Peit og horfði á hné hans. Bonitz jánkaði því stuttlega. Emilie sótti drykk handa þeim. „Nú er ég orðinn leiður á þessari dem- anta leit í f jöllunum,” sagði Reuter mæðu- lega. „Ég hefi því selt Peit Laar öll rétt- indin, með mjög góðum skilmálum.“ „So—o?“ sagði Bonitz aftur. Reuter hóf upp glas sitt: „Drekkum skál hins hagkvæma samnings.“ „Já og skál þess að réttindi þín glatist ei þótt aðrir taki við,“ sagði Peit brosandi. Þeir drukku til botns. Síðar um kvöldið þegar þeir sátu úti á svölunum barst talið aftur að demöntun- um. Það var altalað í héraðinu að fjöllin við norðurhluta Reuters-ekrunnar væru auðug að demöntum. Það var og almannarómur að Reuter hefði eytt vikum, mánuðum og miklum fjárfúlgum í leit að þessum gimsteinum. Þegar Bonitz kom til eyjanna var það álit allra að annað hvort yrði Reuter að heppnast leitin á þessu ári eða hann yrði gjaldþrota. En árangurinn varð sá að hann hætti leitinni og rak ekrur sínar af dugn- aði, en gleymdi þó aldrei gimsteinunum. Það var líka óspart alið á þeirri hugsun, en það gerði Peit Laar. Hann minnti Reut- er alltaf á demantafjöllin í hvert skipti sem fundum þeirra bar saman. Það hélt Reuter að væri aðalerindi Peits. En Bonitz vissi vel að Emilie var sterkara aðdráttar- afl en allir demantar þessa heims. Framhald á bls. 1S.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.