Vikan


Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 6
6 vaeann, tll að fullvissa sig um, að hún væri nú þar. Þegar þeir dr. Kunce og Lamb fulltrúi vor farn- ir, lagðist ég á hnén og fór að leita í bréfa- körfunni að dósinni með hárinu í. Ég opnaði hverja dósina á fætur annarri og lagði þær til hliðar. Ég var svo önnum kafin við þetta, að ég vissi ekki fyrr en Ellen Brody stóð við hliðina á mér. t>á hafði mér loksins tekist að finna réttu dósina, ég reis snöggt á fætur og henti tómu dós- unum í körfuna. Ellen var náföl og hafði sýni- lega ekki náð sér enn eftir hræðsluna við að sjá dr. Harrigan dáinn í lyftunni. Ég sá, að hún ætl- aði að fara að spyrja mig, hvað ég hefði verið að gera, svo nú var um að gera að vera fljótari til, ég sagði því við Ellen: „Viljið þér gjöra svo vel, ungfrú Ellen, að gæta að því, hvort hann Teuber hefir hreinsað lyftuna nógu vel?“ EUen leit á mig bæði hrædd og undrandi. Síðan þaut hún í burt eins og pílu væri skotið og hvarf inn i eina sjúkrastofuna. Ég opnaði dósina og virti fyrir mér hárið. Nú mundi ég skyndilega eftir því, að það voru fleiri ljóshærðar konur í austurálmunni en Nancy Page. Lillian Ash var líka ljóshærð — já, og Dione Melady. Mér létti við þetta, því ég hafði í sann- leika sagt aðeins munað eftir ljósa kollinum á Nancy, þegar ég gerði Lamb fulltrúa þann grikk, að skipta um pilludós. • V. KAFLI. Ég hef fram að þessu minnzt aðeins lítilsháttar á Kenwood Ladd. Þetta er vegna þess, að í fyrst- unni bjóst ég ekki við að hann kæmi mikið við sögu í þessu máli. Hann var aðeins einn þeirra gesta, sem heimsótti frú Harrigan, frekar lag- legur maður um þritugt. Hann var húsateiknari að iðn og sagt var, að hann væri að teikna hús, sem þau Harrigan-hjónin höfðu í hyggju að byggja. Hann kom mjög oft að finna frú Harrigan — já, miklu oftar en maður hefði talið nauðsyn- legt vegna fyrirkomulags á einni húsateikningu. Það var ekki fyrr en undir lok málsins að Lillian Ash hafði vakið grun á honum með framburði sínum, að hann varð svo mjög viðriðinn þetta ein- kennilega og hræðilega mál. Hann var, eins og ég sagði áðan, frekar lag- legur maður með grá-blá augu, gekk snyrtilega til fara og hafði augsýnilega smekk fyrir litum. Haim var aðeins yngri en Ina Harrigan og hafði verið með henni í bifreiðinni, þegar hún slasaðist. Hann hafði sloppið með nokkrar skrámur, og mér fannst fyrir mitt leyti ekkert athugavert við það, þótt hann heimsækti frú Harrigan nokk- uð oft, úr því þau þannig höfðu — ef svo má segja, liðið sameiginlegt skipbrot. Ég hef oft síðan verið að velta því fyrir mér, hvernig Kenwood Ladd muni hafa verið innan brjósts þennan morgun, þegar hann kom gang- andi upp stigann með blómvönd í hendinni og morgunblöðin með stórum fyrirsögnum um morð- ið skagandi upp úr jakkavasanum, úr því hann vissi þá allt það, sem síðar kom fram að hann vissi. Honum var líka kimnugt um, að ein hjúkr- unarkonan hafði heyrt og séð eitthvað af því, sem fram fór, en hann hafði, eins og síðar kom fram, ekki séð, hvaða hjúkrunarkona það var, hann hafði aðeins séð hvíta einkennisbúningnum bregða fyrir í dyragættinni. Að vísu var munn- svipur hans hörkulegri nú en venjulega, og ég sá, að hann var vel á verði, því hann hefir eflaust verið óttasleginn. Ég býst við, að hann hafi litið homauga til okkar fjögurra hjúkrunarkvennanna, sem vorum á vakt nóttina sjöunda júlí, og hugsað með sjálfum sér, hver okkar þetta hefði verið og hvenær sú sama mundi segja frá þessu. Hann vissi um hættuna, en ekki hvar hún var. Dr. Kunce hafði bannað okkur að minnast á það, sem gerzt hafði, við sjúklingana. Hann bað okkur líka að tala sem minnst um það okkar á milli. „Hann heldur að því minna sem við tölum um þetta, því minna munum við hugsa um það,“ sagði Fannie Bianchi hjúkrunarkona. „Hann vill að sem fæstir komi að heimsækja sjúklingana og harðbannar að láta þá sjá dagblöðin. En hvað eig- um við að gera ? Sjúklingarnir spyrja okkur spjörunum úr, því auðvitað grunar þá að eitthvað hafi skeð og þeir heimta að fá að sjá dagblöðin." „Hvers vegna grunar þá að eitthvað hafi skeð?“ spurði ég. „Það liggur í loftinu," sagði hún. Síðan spurði hún alvarlega: „Haldið þér, ungfrú Keate, að dr. VTKAN, nr. 13, 1947' Harrigan hafi í rauninni ætlað að framkvæma. uppskinðinn á Pétri Melady í gærkveldi?" „Ég veit það ekki. Hann sagði Ellen, að hann ætlaði að gera það.“ „En hvers vegna lét hann þá ekki undirbúa. neitt í skurðstofunni?" Þessu gat ég ékki svarað frekar en aðrir. Hún lofaði mér því, að hún skyldi leyfa mér að sjá. eitt morgunblaðið, sem komizt hafði inn í sjúkra- húsið þrátt fyrir bannið og nú gekk mann frá. manni í laumi. Þegar ég fékk blaðið í hendur, var það allt kruklað og rifið af laumuspilinu. Fyrir- sagnir blaðsins voru villandi, en frásögnin sjálf var ágæt, og það var sýnilegt að dr. Kunce- og einhver nefndarmannanna höfðu átt sinn þátt. í að fága frásögnina og gera hana sem bezta í. okkar garð. Sagt var að dr. Harrigan hefði átt við heilsuleysi að stríða upp á síðkastið, en það- var alls ekki satt, og auk þess voru litlar líkur- til þess að vun sjálfsmorð væri að ræða. Þess var getið I frásögninni, að imgfrú Sarah Keate hefði fundið líkið í lyftuklefanum, en hún væri yfir- hjúkiunarkona í austurálmu þriðju hæðar og hefði nú verið á næturvakt. Sagt var frá skurðhnífnum, að fingraförin hefðu verið máð út af skafti hans, ljósa hárinu og tyggigúm-plötunni var heldur ekki gleymt. Að lokum var sagt, að lögreglan ynni af kappi að rannsókn málsins og væri á góðum vegi með að upplýsa það til fulls. A Pétur Melady var ekki minnzt einu orði. En það voru þá kvöld- blöðin, sem gleymdu honum ekki. Þar var löng frásögn um hvarf hans, sagt frá því að hann hafi horfið um svipað leyti og morðið á dr. Harrigan hefði verið framið, þvi nú var það morð, en ekki sjálfsmorð.Yfirleitt voru öll áhrif á fyrri frásagn- ir blaðanna — áhrifin, sem ég taldi runnin frá dr. Kunce og sjúkrahúsnefndinni — horfin. Þess var jafnvel getið, að þeir Pétur Melady og dr. Harrigan hefðu verið miklir óvinir og það óbein- ltnis gefið í skyn, að Pétur Melady mundi hafa myrt lækninn og hlaupizt slðan á brott. Já, þetta var sannarlega slæmur dagur. 1 fyrsta lagi var hitinn jafn mikill og daginn áður og sólin neitaði alveg að sýna sig allan dag- inn, en samt sem áður gat hann ekki myndað það þung ský á himninum að hann gæti ringt. Okkur hjúkrunarkonunum, sem höfðum vakað Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Þú mátt ekki græta Lilla með því að taka leikföngin hans Innbrotsþjófurinn: Hér virðist bera vel í veiði! í kvöld, við gerum það í fyrramálið. Pabbinn: Þá það! Komdu að hátta Lilli minn, nú förum við öll að fara í rúmið. Hann hrasar heldur illa! Pabbinn: Hvað var þetta? Getur það verið kött- urinn? Mamman: Gáðu að því, góði minn. Það var eins og eitthvað þungt félli á gólfið. Pabbinn: Hringdu á lögregluna! Lilli hefir veitt þjóf með leikföngunum sínum. Hann hefir fundið þetta á sér, blessaður drengurinn, þegar hann vildi skilja leikföngin eftir á gólfinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.