Vikan


Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 13, 1947 • HEIMILIÐ • Matseðillinn. Beinlausir fuglar. 1% kg. lœri, kálfa- eða svína- kjöt,* 100 gr. flesk, % 1. vatn eða mjólk, 75 gr. smjör, 25 gr. hveiti, 125 gr. kjötfars, 2 laukar, 1 te- skeið salt % teskeið pipar. Kjötið er þvegið, sinar og himnur teknar burtu, skorið í sæmilega stórar sneiðar, barið og stráð kryddi og fint skórnum lauk. Dálítill flesk- biti ásamt einni matskeið af kjöt- farsi látið yfir og kjötinu vafið sam- an utan um það, bandi bundið um, síðan er það brúnað í smjöri. Sjóð- andi vatn eða mjólk er nú látið sam- an við og allt soðið í þrjú kortér. Fuglarnir teknir upp og böndin leyst. vatni, hellt í soðið og soðið í 5 mín- útur. „Eplapie“. 750 gr. epli, 100 gr. sykur, 60 gr. smjör, 60 gr. sykur, 2 til 3 egg, 60 gr. möndlur. Eplin eru flysjuð og soðin i graut, sem 100 gr. sykur er sett saman við. Smjörið er velgt, hrært hvítt ásamt sykrinum, og svo eru eggjarauðurn- ar (ein í senn) settar saman við, og að lokum eru stífþeyttar hvíturnar og möndlumar látnar út í. Mót er smurt, eplagrauturinn látinn í botn- :inn og hinu svo hellt yfir. Bakið í vatnsbaði % klukkustund. Má, ef vill, skreyta með þeyttum rjóma, þegar orðið er kalt. Húsráð Tízkumyndir Einlit, slétt blússa. Imyndunarafl barnsins. Eftir Carry C. Myers Ph. D. . á IIUIU Mikilvægur þáttur í þroska barns- ins er það ímyndunarafl, sem barnið öðlast um tveggja ára aldur. Fyrir nokkrum dögum er ég var að vinna við skrifborð mitt kom fyrir smá atvik, sem sýnir ljóslega þetta einkenni smábarna. Litla dótturdóttir mín kom hlaup- andi til mín með teskeið, sem hún bar að vörum mínum og sagði: „borða súpu.“ Auðvitað var teskeiðin tóm, en ég smjattaði og þóttist mjög hrifinn af súpunni. Hún varð mjög glöð við þessar undirtektir mínar og flýtti sér burt til að sækja mér meiri „súpu“. Hún hafði mjög gaman af þessu og fór hvorki meira né minna en sjö ferðir eftir „súpu“ handa afa sinum. Ég hélt áfram skriftum mínum. Eftir stutta stund kom hún aftur, en nú úr öðru herbergi og sagði: „Meðal“, um leið og hún bar skeiðina að vör- um mér, án þess þó að setja hana inn fyrir varirnar. Slík smáatriði hirða börnin ekkert um. En „meðal- ið“ hafði hún fengið úr tómri sultu- krukku. Þegar amma hennar kom inn í stofuna varð hún tafarlaust að taka ,,meðal“ líka. Amma hennar gerði það með hinum mesta alvörusvip, eins og vera bar. Annað dæmi um ímyndunarafl barna eru leikir þeirra með sköft og spýtur, sem verða hinir mestu gæðingar í þeirra augum. Nefnast sköftin þá Gráni eða Rauð- ur eða einhverju öðru þekktu nafni og eru hafðir í mestu hávegum. Þessir leikir eru smábörnum eiginlegir og einkenni þeirra. Ég ráðlegg öllum for- eldrum að bregðast við þessum leikj- um vel og af skilningi. Fylgið börn- unum inn í þessi undralönd, sem þau virðast oft sjá og gætið þess vel að gera aldrei gys að þessum barnalegu uppátækjum. Lesið þeim góðar sög- ur og sem flestar um þessa undra- heima og ævintýri, sem þau dást að. Ég endurtek það að ekki ber að hlæja er börnin tala um hluti, sem ekki eru í rauninni til eða ekki sjáanleg mennskum augum. Þegar barnið seg- ir: „Mamma, sjáðu fallega fuglinn," þá látizt sjá fallega fuglinn þótt eng- inn fugl sé sjáanlegur. TIL GA MA NS Þessa skemmtilegu brúðu er auð- velt að búa til og er efnið í hana bæði ódýrt og auðfengið: tvær kartöflur, nokkrar eldspýtur og dálitið af krep- pappír. 1 búkinn velur maður hæfilega stóra, ílanga kartöflu og í hana er stungið fjórum eldspýtum, sem eiga að vera handleggir og fætur. Hálsinn er úr hálfri eldspýtu, höfuðið úr þykkri, kringlóttri kartöflusneið og á eld- spýturnar, sem eiga að vera fætur, eru settar sneiðar úr litlum kartöfl- um. Brennisteininum af tveimur eld- spýtum er stungið í andlit brúðunn- ar og þannig fær hún tvö augu og á sama hátt setjum við á hana nef. Eftir myndum B og C sníðum við á hana kjól úr kreppappímum. Að lok- um er sett á brúðuna svunta og skýla. Ef þér ætlið að líma aftur saman hluti úr tré, þá skulið þér hreinsa fyrst vel gamla límið af með heitu ediki. Látið síðan tréð þorna áður en þér límið saman partana. Hafið gólfmottur við útidyrnar. A þann hátt berzt ekki eins mikið af óhreinindum inn í húsið. Til að vafningsjurtir skrælni ekki af vatnsskorti meðan þér eruð að heiman í stuttan tíma, vindið klút upp úr vatni, vef jið öðrum enda hans utan um jurtapottinn og látið hinn liggja ofan í íláti með vatni í. Lesið vandlega alla leiðarvísa með rafmagnstækjum, sem notuð eru við heimilisstörfin. Falleg, ljósgrá vordragt með bryddingum úr svörtu „satíni" á kraga, homum og vasalokum. Kennarinn: „Jæja, drengur minn, hvort vildir þú heldur vera Shakes- peare eða Chaplin?" Drengurinn (hiklaust) „Chaplin." Kennarinn (dapurlega, þvi að hann hafði búizt við betra svari): „Hvers- vegna heldur Chaplin ?“ Drengurinn: „Vegna þess að Chapl- in er þó lifandi ennþá." Bess Myerson, „Miss America 1945“ (í miðju) ásamt fegurðardrottningum Arkansas, Michi- &>' gan, Colorado og Utah að æfa sig áður en þær taka þátt i keppninni um titilinn „Miss Ame- rika 1946.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.