Vikan


Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 13, 1947 Framiialdssaga 11 26 Nílar-œvintýri ÁSTASAGA eftir Anne Dnffield en um siSferði hans varðar mig ekkert. Föður þínum geðjast lika að honum.“ „Já. Hefir Sherry afþakkað boðið?“ Mary kinkaði kolli. „Já, hann segist ekki geta farið frá High Heaven. Auðvitað hafa þeir, sem stunda jarð- raekt mikið að gera á þessum tíma, en liann not- ar það bara sem afsökun. Það er þessum þvætt- ingi í fólkinu að kenna. Ég býst við að hann hafi tekið sér það nærri — þó er það ekki likt hon- um. Hann, sem er svo þóttafullur og stór upp á sig. En ef fólk í Kairo hefir snúið við honum bak- inu, kærir hann sig auðvitað ekki um að koma hingað og verða á vegi þess. En hann ætti að þekkja okkur hérna svo vel. Fólkið í Beni- Haroun er ekki að hlaupa eftir hverri kjafta- sögu.“ „Hefir þú séð hann eftir hneykslið ?“ spurði Wanda. „Nei, við sjáum hann yfirleitt mjög sjaldan." „Kemur hann ekki hingað í verzlunarerindum?" „Það sér ráðsmaður hans um. Hann kemur hingað seinni partinn — og ég held á hverjum degi til að sækja póst. Við sjáum Sherry aðeins þegar hann er að fara til eða koma frá Kairo, eða þegar hann býður okkur heim til sín. Ég vonaði, að hann kæmi á dansleikinn. En hann gerir það ekki og við því er ekkert hægt að segja.“ „Auðvitað ekki,“ svaraði Wanda og svo felldu þær tal sitt. Svo Sherry hafði verið boðið og hann afþakk- að það. Hann vildi ekki koma — hann vildi ekki hitta Wöndu. Það var ekki vegna Braile-hneyksl- isins, sem hann kom ekki — Sherry var ekki slikur maður að hann tæki sér það nærri. Hann kærði sig kollóttan um það, sem sagt var um hann. Undir öðrum kringumstæðum myndi hann ekki hafa afþakkað þetta vingjamlega boð Mary. Hann gat oft verið napur og kuldalegur, en hann var ekki harðlyndur. Hann gat fyrirlitið dóm fólksins í Kairo, en hann myndi kunna að meta að verðleikum óbreytta og vinsamlega fram- komu Mary gagnvart honum. Hann hafði afþakk- að að koma — jafnvel þótt hann ætti á hættu að særa Mary — af því að þetta var dansleikur, sem var haldin Wöndu til heiðurs. Þetta hafði þá veriö alvara hans að hverfa út úr lífi hennar. Nú, jæja, henni hefði átt að vera það ljóst fyrir löngu. Wanda gekk hægt upp í herbergi sitt og horfði út á fljótið — á allt þetta vatn, sem hafði streymt fram hjá High Heaven. Svo að þessu var þá öllu lokið og ferðin til Beni-Haroun, sem hún hafði vænzt svo mikils af, var senn á enda án þess að nokkuð hefði gerzt. En við hverju hafði hún búizt? Hún gerði sér ekki grein fyrir því, en hvað svo sem það hafði verið, var öll von úti. Hinn daginn átti hún að fara aftur til Kairo. „Nú er öllu lokið,“ hugsaði Wanda. „Sherry hefir borið sigur úr býtum. Ég. gefst upp, en hvernig á ég að lifa lífinu?" Hún heyrði vélarskelli, reglubundna háværa smelli. Vélbátur var á leiðinni frá Beni Haroun og stefndi upp fljótið. Wanda fölnaði og roðnaði á víxl og kreppti hendurnar utan um gluggakistuna. Nú kom bát- urinn betur í ljós. Þetta var hvíti, hraðskreiði bát- urinn hans Sherrys og var á leið til High Heaven. Ráðsmaðurinn stóð við stýrið, en aðrir vom ekki sjáanlegir í bátnum. Hann fór fram hjá gluggan- um og augu Wöndu eltu hann þar til hann hvarf fyrir bugðu á fljótinu. „Ég get ekki afborið þetta," sagði Wanda í hálfum hljóðum. „Ég afber þetta ekki.“ Síðari hluta dags daginn eftir, skömmu fyrir sólarlag, kom Sherry ríðandi frá ökrunum upp að útihúsunum. Hann sveiflaði sér úr hnakknum, fékk einum vinnumannimun hestinn og gekk í gegnum garð- inn inn í húsið. Það voru hlerar fyrir gluggunum í stóru setu- stofunni, og þegar hann kom inn í hálfrökkrið sá hann í fyrstu ekkert frá sér. Hann gekk að borð- inu, þar sem þjónn hans var vanur að leggja póst- inn, hlammaði sér ofan í stóran stól og seildist eftir flösku, sem stóð við hliðina á bréfunum. Þá rak hann upp undrunaróp. „Drottinn minn!" Það var einhver í stofunni — grannvaxin vera, sem hreiðraði um sig í stólnum beint á móti. Stór brún augu í fölu andliti störðu á hann. „Wanda — drottinn minn! Er faðir yðar hérna?“ „Nei, ég er ein míns liðs.“ „Einar? Hvernig komust þér hingað?“ „Með ráðsmanninum —- í vélbátnum yðar." Sherry lagði flöskuna frá sér. „Veit nokkur, að þér eruð hérna?" „Sennilega — núna. Pabbi er í Assouan, en ég skildi eftir bréf til Mary, til þess að hún yrði ekki áhyggjufull. Hún lagði sig skömmu áður en ég fór.“ „Hvað — hvað stóð í bréfinu?" „Að ég væri farin hingað til að heimsækja yð- ur. Ég yrði að fara til yðar, þegar þér vilduð ekki koma til Beni-Haroun.“ „Og skrifuðuð þér þetta? Wanda, hvemig datt yður í hug að fremja slíkt heimskupar?" „Eruð þér reiður mér.“ „Æ“ — það hljómaði næstum sem stuna — „hvernig gæti ég verið yður reiður — sama hvað þér gerðuð. En eruð þér alveg orðnar brjálaðar? Þér vitið þó mæta vel að hingað megið þér ekki koma — ekki heimsækja mann eins og mig, þér hljótið að hafa heyrt sitt af hverju um mig í Kairo þessa dagana.“ „Hvað kemur það málinu við?“ „Elsku, fallegi heimskinginn yðar!“ varð Sherry að orði. „Þér hefðuð alveg eins getað farið ein með mér í ferðalag eins og að koma ein hing- að til High Heaven. Mannorð mitt —“ „Það var einmitt þess vegna að ég kom,“ sagði Wanda. Hann starði á hana. „Ég vissi að það var hneykslanlegt að fara ein hingað til yðar, Sherry. En ég vissi engin önnur ráð til að fá vilja mínum framgengt." „Wanda — eruð þér brjálaðar, eða er ég það?“ „Ég er það að minnsta kosti ekki,“ svaraði Wanda, „enda þótt við lægi að þér gerðuð mig það.“ Þetta þoldi hann ekki. Hann stökk upp af stólnum, þreif Wöndu í faðm sér og þrýsti henni fast að sér. „Wanda, ástin mín.“ Hún lagði handleggina um háls honum og þrýsti kinninni að vanga hans. „Ég elska þig, Sherry, ég elska þig svo heitt." „Og ég elska þig. Ég hefi elskað þig frá þeirri stundu, þegar ég sá þig í fyrsta sinn.“ „Ég vissi það. En þú vildir ekki láta undan. Þú varst svo þrár, svo grimmur." Varir hennar skulfu. „Gráttu ekki, Wanda, gráttu ekki." Hún barðist við grátinn. „Sherry, þú ætlar ekki að senda mig burt frá þér ?“ „Nei, hvemig ætti ég að geta það? En ég ætla sjáifur að faVa með þig aftur — núna strax." „Nei, ekki strax." Hún brosti í gegnum tárin. „Það munar ekkert um einn klukkutíma, ég er núna — hvað sem þú gerir — alveg glötuð — það sagðir þú áðan.“ „Ó, samvizkulausa telpan þín. Ég fer með þig aftur til að reyna að frelsa sál þína. Guði sé lof fyrir að Mary er mjög orðvör. Þetta er það heimskulegasta uppátæki —" „Þetta var ekki heimskulegt. Þetta var það eina, sem ég gat gert. Þú vildir ekki koma til mín.“ „Ég var skilningslaus. Ég hélt að þú værir svo mikið barn. Ég vildi þér vel, Wanda." „Já, það veit ég. En skilurðu nú að ég er ekki lengur neitt barn.“ „Já.“ Hann strauk vanga hennar ástúðlega. „Þú ert orðin fulltíða stúlka — en þú ert líka orðin horaðri en þú varst — hvernig stendur á því?“ „Það er þér að kenna." „Þú ert mér alltof góð. En sagði ég þér ekki að ég væri ekki hæfur eiginmaður handa þér? Ég endurtek það nú. Mannorð mitt er slæmt og nú eru að gjósa upp nýjar kjaftasögur um mig.“ „Ég er búin að heyra það allt. En heldurðu, að ég sé svo heimsk að trúa þessu?" „Ástin mín, svo að þú trúir þeim ekki!" Aftur strauk hann hendinni blíðlega um andlit hennar.. „Nei, ég held bara að þú hafir verið Eve svona. góður af því að hún átti viðbjóðslegan eiginmann.. Og ég held, að þér hafi þótt vænt um Ellen"-------- hún roðnaði lítið eitt — „Þú hefi kannske hagað. þér óvarfærnislega og heimskulega — það er allt og sumt." „Já, það var nú allt og smnt. En hvers vegna berðu svona mikið traust til mín?" „A.f því að þú ert sá maður, sem þú ert.“ „Og hvað um hitt, sem þú hefir heyrt," hélt hann áfram blíðlega. „Ég varð að segja mig úr herdeildinni. Veiztu það?“ „Það var mér sagt fyrir löngu." ‘ „Og þú treystir mér eftir sem áður?" „Já.“ i»Og þótt þú fáir ekki að vita neitt meira um það? Þetta er þannig saga, að ég get ekki einu sinni sagt þér hana, ástin min." „Þess þarftu heldur ekki. Ég veit að það hefir verið henni að kenna, hver sem hún hefir verið. Ég tel það víst að hún hafi verið kona ofursta þíns —“ „Majórsins" — sagði Sherry ósjálfrátt. „Og hún hlýtur að hafa verið eldri en þú. Það mátti ekki verða hneyksli í herdeildinni og þess vegna — þess vegna dróstu þig í hlé — til að bjarga mannorði hennar." „Hver hefir sagt þér þetta?" spurði hann skelfdur. „Enginn! Það þurfti ekki að segja mér það.“ „Það ei' einkennilegt að þú skulir hafa getið þér rétt til,“ sagði Shery, „en hvers vegna hefir þú treyst mér svona takmarkalaust?" „Ég hugsa af því að ég varð ástfangin af þér

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.