Vikan


Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 27.03.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 13, 1947 13 Ofjarl pardusdýrsins. Barnasaga eftir Enevold Kruse. WAN MAT, litli malajadrengnr- inn, læddist laumulega burt frá þorpinu Kampong á Malakka- skaganum. Hann vildi ekki að neinn sæi hann, því að þá kynni hann að vera spurður um hvert hann væri að fara og það kærði hann sig ekki um. Svo var mál með vexti, að hann hafði verið svo heppinn að finna „duríantré" inni í frumskóginum, en öllum malajum finnst ávextir þess trés hið mesta lostæti. Nú ætlaði Wan Mat til trésins og vita, hvort ekki væru fallnir þroskaðir ávextir til jarðar af því, svo að hann gæti gætt sér á þeim einn sins liðs áður en hann færi til penbulu, eða þorps- höfðingjans og tilkynnti fund sinn. Þegar Wan Mat hafði komizt heill á húfi út úr Kampong, gekk hann rösklega eftir einni skógargötunni. Við belti hans dinglaði parang, stór og beittur veiðihnifur. Það var tals- verður spölur til „durían-trésins“ og beitti hann vel öllum skilningarvitum sínum á leiðinni, þvi að það var all- hættulegt að vera á ferli þarna í frumskóginum. Stórt, svart pardus- dýr hafði upp á síðkastið gert mik- inn usla í nágrenni Kampong. Og meira að segja hafði það um daginn árætt að fara inn í sjálft þorpið, drepið þar hund og haft á burt með sér. Skógurinn hafði líka margar aðrar hættur að geyma; tígrisdýr, slöngur, nashyrninga, viilisvín og fíla, sem menn þurftu að vera á varðbergi gagnvart. Og þó vildi Wan Mat leggja á sig allar þessar hættur til þess að fá „durían“-ávextina, því að það hnossgæti fékk hann ekki á hverjum degi. Að lokum kom hann svo nálægt „durían“-trénu, að hann gat bæði séð og fundið lyktina af ávöxtunum. En af þeim leggur sterkan þef, sem Ev- rópumenn að minnsta kosti geta ekki næsta tré, þar sem hann taldi sig geta nokkurn veginn öruggan beðið þess að pardusdýrið hypjaði sig burt að máltíðinni aflokinni. Pardusdýrið neytti ávaxtanna hægt og rólega, en allt í einu sperti það eyrun og stóð upp hvæsandi. Wan Mat hafði verið svo óheppinn að brjóta grein. Rán- dýrið stóð um stund og hlustaði, en stökk síðan að trénu þar sem malaja-, þolað. Allt í einu nam Wan Mat stað- ar. Við rætur ,,durían“-trésins lá stórt, svart dýr — pardusdýrið! Það var að rifa í sundur hrufóttan börk eins ávaxtarins með beittum klón- um. Villidýr sækjast eins mikið eft- ir ,,durían“-ávöxtum sem malajarnir, bæði kjöt- og jurtaætur, og þegar þau neyta þeirra verða þau mjög grimm og æst. Wan Mat klifraði hljóðlega upp í drengurinn sat. Það hafði komið auga á hann og auðsjáanlega hugsað sér að fá sér kjötbragð á eftir ávaxta- átinu. Wan Mat fölnaði, þrátt fyrir dökkan hörundslit sinn. Hann vissi að pardusdýr voru fim að klifra, og að honum sjálfum var dauðinn vís með veiðihníf einan að vopni gegn þessum stóra ketti. Þegar villidýrið var að búast til stökks upp í tréð til að hremma her- fang sit, brakaði og brast í lágskóg- inum. Pardusdýrið sneri sér hvæs- andi við. Heljarstór nashyrningur stóð við „durían“-tréð, fnæsandi og rymjandi. Hann kom óðana auga á pardusdýrið. Með æði og reiði, sem getur allt í einu gripið þessi stóru, undarlegu dýr réðst nashyrningurinn. ofsalega á pardusdýrið. Það var eins og rjóðrið skækist allt til af jarð- skjálfta. Wan Mat hossaðist til á greininni. „Badak! Badak!“ hrópaði hann, en það merkir nashyrningur. Pardusdýrið stökk hátt til þess að freista þess að komast upp á bak hins ægilega óvinars, en nashyrning- urinn nam þá skyndilega staðar. Hann sveiflaði pardusdýrinu með horninu á stofn trésins, sem Wan Mat sat* í, svo að drengurinn var rétt að segja fallinn ofan úr því. Pardusdýrið féll meðvitundarlaust til jarðar og áður en það næði aö rakna við trampaði nashyrningurinn það til dauðs. „Síðan rölti hið tröllslega dýr að „durian“-trénu og fór í mestu róleg- heitum að gæða sér á ávöxtunum. „Verði þér að góðu.“ ,,Slamat jálan,“ tautaði Wan Mat þakklátlega. Þegar nashyrningurinn um síðir hafði etið nægju sína og hvarf á milli trjánna, másandi og blásandi, renndi drengurinn sér niður. Nú var röðin komin að honum að birgja sig upp af hinum gómsætu ávöxtum og með fangið fullt af þeim hljóp hann í spretti heim til sin. Það var ekki fyrr en daginn eftir, sem hann tilkynnti fund „durían“- trésins og lét þess þá getið um leíð að badak tuan cliantik kuat, hinn fallegi og sterki herra nashyrning- ur, hefði losað Kampong við hið hræðilega pardusdýr. Þorpið fór allt á annan endann af gleði við báðar fréttirnar. FEL UMYND Hvar er maðurinn á myndinni? Meðan hann lifði — Framhald af bls. 4. Hann sat á rimlum svalanna og horfði á Kínverjann kveikja Ijósið á flötinni, er hann heyrði Reuter segja: ,,En hvað yrði um Emilie mína ef ég félli skyndilega frá?“ „Hafðu engar áhyggjur út af því,“ svar- aði Peit. „Ef ekki yrði annað , þá hefir hún þó alltaf mig. Ég hefi oft hugsað . . .“ Hann lækkaði róminn, svo að Bonitz gat ekki heyrt, hvað hann hafði oft hugsað um. „Dreymir nú riddarann hugumstóra um hin fjarlægu, svörtu f jöll ?“ sagði hljóm- þýð rödd glettnislega að baki honum. Hann sneri sér snöggt við. Emilie stóð fyrir framan hann fegurri en nokkru sinni fyrr. „Langar þig til að heyra, hvað mig dreymdi um?“ spurði hann. Hún hristi fagra höfuðið og stakk fingr- unum upp í eyrun. En skyndilega varð hún alvarleg, lét hendumar falla niður og horf ði á hann um leið og hún sagði: „Mér líkar ekki þessi samningur þeirra."- ,.Nú, hvað er út á hann að setja'?" „Peit Laar fær öll réttindi pabba í f jölí- unum, gegn því að greiða honum tíunda hluta af því sem hann finnur, meðan pabbi lifir,“ svaraði hún. „Þessi síðasta setning finnst mér grunsamleg. Ef eitthvað kæmi nú fyrir pabba, þá verður okkar ágóði af þessu ekki mikill. Ég er eitthvað svo kvíð- in, ég skil þetta ekki,“ hún yppti Öxlum. „Peit er þrjótur," sagði Bonitz. Hún svaraði engu, en horfði áhyggju- full fram fyrir sig. Peit og faðir hennar komu fram til þeirra. „Er ekki bezt að fara að hátta?,“ sagði Peit spyrjand. „Ætlar þú ekki að fara að sofa Bonitz? Þú sem þarft svo snemma á fætur í fyrramálið.“ Bonitz kinkaði kolli og gekk með þeim niður. „Ég vígi hið nýja svefnherbergi í nótt,“ sagði Reuter hreykinn. „Pabbi getur ekki sofið fyrir hávaðan- um í Kínverjunum, þess vegna vill hann ekki framar sofa í gamla svefnherberginu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.