Vikan


Vikan - 03.04.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 03.04.1947, Blaðsíða 2
2 YIKAJST, nr. 14, 1947 PÓSTURINN Nýja framhaldssag-an. 1 þessu blaði, á bls. 7, lýkur „Níl- ar-ævintýri, ástasögunni, sem verið hefir önnur framhaldssagan að und- förnu. Saga þessi hefir þótt ágætur skemmtilestur og það varð úr, að valin var önnur ástasaga eftir sama höfund, Anne Duffield, til birtingar í blaðinu. Sú saga, Spor fortíðarinn- ar, hefst í þessu blaði. Lesendunum er óhætt að treysta því, að ekki er hún lakari en sú fyrri og því vist, að þeir munu fylgjast með henni frá upphafi og af vaxandi áhuga. Við erum héma tvær vinstúlkur og erum í hinum mestu vandræðum. Svo er mál með vexti að okkur langar svo til að vera skátar, en það er ekk- ert skátafélag héma. Við eram að ímynda okkur að við getum stofnað skátafélag sjálfar, og okkur langar mikið til þess. Við spyrjum þig nú ráða Vika mín og biðjum þig að gefa okkur upp- lýsingar eins og þú getur viðvíkjandi þessu, því við vitum ekki neitt og vitum ekki til hvers við eigum að snúa okkur. Ég vona að þú getir hjálpað okkur. Með fyrirfram þökk. Helga, Gunna. Svar: Bezt er fyrir ykkur að senda fyrirspurnir til Bandalags ísl. skáta, skrifstofa skátaheimilinu, Hring- braut 66—68, Reykjavík, pósthólf 831. Kæra Vika! Ég er afskaplega hrifin af kvæð- inu Það var kátt hérna um laugar- dagskvöldið á Gili, ég kann fyrstu vísurnar, en ekki það sem kemur á eftir Inni í döggvotu kjarri var hvísl- að og hvískrað. Getur þú ekki birt fyrir mig hinar vísurnar? Þá yrði ég þér þakklát. Sigga. Svar: 1 Ljóð frá ýmsum löndum, sem Magnús Ásgeirsson hefir íslenzk- að, en Mál og menning nýlega gefið út, era þessi tvö erindi á eftir því, þér talið um: Yfir byggðinni stjörnunótt blikaði fögur, yfir blátæra vatni með laufskóga- kögur lá gullið og vaggandi ght, og frá birki og smára og bliknandi töðu, frá brekkum og grandum og túni og hlöðu lagði áfengan ilm fyrir vit. Og refur með gaggi tók undir við óminn, og andvaka krummi að brýna tók róminn, en þau hjúin, þau heyrðu það ei. En „krunk!“ heyrðist bergmál í Selfjalli segja, og sem svar við hans Hofs-Láka dúdelídeia! kom dúdelí! dúdelí! dei! Bréfasambönd. Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska að komast í bréfasamband: Unnur Kristjánsdóttir (15—18 ára) Heykjanesskóla við Isafjarðar- djúp. Sigríður Aðalsteinsdóttir (15—18 ára) Reykjanesskóla við Isaf jarð- ardjúp. Ragnheiður Ragnarsdóttir (15—18 ára) Reykjanesskóla við Isafjarð- ardjúp. Elísabet Þorkelsdóttir (15—16 ára) Lækjargötu 4, Siglufirði. Kristín Ólafsdóttir (15—16 ára) Ránargötu 16, Siglufirði. Erla Halldórsdóttir (17—22 ára) Skútum, Glerárþorpi Akureyri. Júdith Sveinsdóttir (17—22 ára) Ási, Glerárþorpi Akureyri. Hallmann Á. Lárusson (16—20 ára) Garðshorni, Kálfshamarsvík, A- Hún. Guðrún Hansdóttir (18—27 ára) Skipholti 27, Reykjavik. Fermingargjafir í fjölbreyttu úrvali | Gottsveinn Oddsson ( í úrsmiður. - Laugavegi 10. 1 | (Gengið inn frá Bergstaðastr.6. | Harmonikur PIANO HARMÓNIKUR Höfum og útvegum beint hina viðurkenndu Prentliti og svertu Einkaumboð á Islandi fyrir un Fabrik for Trykfarver . Aktieselskab . Köbenhavn lUlfð D) 01J Hamarshúsinu. ,11 0 Esterella .... 120 Bassa 4. kóra Gardini 120 Bassa 3. kóra Hohner ... 120 Bassa 3. kóra Graneso .... 120 Bassa 3. kóra Crusienelli 120 Bassa 3. kóra Corando .... 80 Bassa 2. kóra Hohner 80 Bassa 2. kóra Piaeordia .. 80 Bassa 3. kóra Frontalini .. 36 Bassa 2. kóra Pietro 24 Bassa 2. kóra Hohner 12 Bassa 2. kóra Við sendum harmonikur gegn póstkröfu út um land. Verslunin RÍN Njálsgötu 23. Sími 7692. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365..

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.