Vikan


Vikan - 03.04.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 03.04.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 14, 1947 5 Ný framhaldssaga: SPOR FORTIÐARIIMNAR 1 iimiimiiiiiiii lllllllllll■llllmlllllllllllllll■mllllllllllllllll■l■llll■llllllllll■lllllll■■l■■ll■lll■ll■l■lllll ÁSTASAGA eftir Anne Duffield l■ll■lll■l■lll■■l■l■m■t^ Michael Summers og hin tólf árum eldri eigin- kona hans, Alberta, sem er ekki lengur fögur, búa á búgarðinum Green Spinneys. Þetta er mjög skemmtileg landareign, en á henni hvíla stór- skuldir. Tólf kílómetra frá búgarðinum stendur lítið, snoturt hús og þar býr systir Michaels, Be- linda Summers eða Linda eins og hún er kölluð, alein. Linda er enn ógift, þótt hana skorti ekki biðla og furðar Alberta sig stórlega á þvi. Linda er há og grönn og mjög kvenleg og þótt hún sé orðin 33 ára virðist hún í hæsta lagi 25 ára, eftir útlitinu að dæma. Þar sem verðbréf Lindu falla skyndilega, lendir hún í fjárvandræðum og leigir hús sitt um langan tíma og ræður sig sem ferðafélaga ungr- ar stúlku, Sybil.Grey-Jonés, sem er ríkur erfingi. Á hún jafnframt því að leiðbeina Sybil á ferð hennar til fjárhaldsmanns hennar, major Kaye, sem er 44 ára og hefir á hendi embætti fyrir stjórnina í Egyptalandi. Alberta hafði hitt Sybil hjá lögfræðingi hennar, ganfta Hargreaves, og hafði þegar fengið andúð á henni. Linda er Al- bertu sammála, þegar hún hefir haft Sybil sem gest sinn um eina helgi í húsinu sínu — henni finnst hún fögur, en eigingjörn og ókurteis. Linda kvíðir fyrir kvöldinu, sem hún á í vænd- um með Sybil, en þá nemur bifreið staðar fyrir framan húsið og út úr henni stíga Alberta og Michael Summers. „Sæl vertu, Lindy Lou!“ Michael kyssti systur sína ástúðlega. Alberta, sem stöðugt leit út eins og hún fyndi á sér að eitthvað óþægilegt væri i vændum, gerði það sama. „Sybil, þetta er bróðir minn Michael Summ- ers,“ sagði Linda og sneri sér að Sybil. „Nornin þín litla,“ tautaði hún svo undrandi með sjálfri sér. Sybil, sem fyrir augnabliki hafði verið súr og fýld á svipinn var gjörbreytt. Hún brosti yndis- lega barnslega, svo að skein í hvítar, jafnar tenn- urnar og strauk gullbjarta lokkana frá enninu. tTr bláum augum hennar Ijómaði barnsleg aðdá- un, þegar hún horfði á Michael. Þetta augnaráð hefði enginn karlmaður getað staðizt. „Komið þér sælar!“ Hinn laglegi og karlmann- legi Michael Summers brosti með sýnilegri gleði til hennar. „Svo að þetta er þá Sybil?“ „Já,“ svaraði Sybil barnslega yndislega. „Þér og Lindy Lou ímyndið ykkur að þið getið þannig þegjandi og hljóðalaust hlaupist á brott frá okkur til Egyptalands! Ég hefi lengi brotið heilann um, hvað það. er, sem okkur vantar hérna I þessum afkima, en nú veit ég hvað það er. Lindy, þú verður að halda henni kyrri hér. Við látum þær ekkert fara! Hvað segir þú um það, Alberta." „Áttu meira kaffi, Linda?“ spurði Alberta, sem sat stíf og bein á litlum, óþægilegum stól. Linda flýtti sér fram til að ná í tvo bolla í við- bót. Michael hafði fleygt sér letilega niður í hæg- indastól, þegar hún kom inn aftur, og sat Sybil á stólbríkinni. Hún óð elginn og andlit hennar Ijómaði af kátínu. Það var þá eitthvað, sem gat vakið áhuga hennar. Linda gat nú verið örugg um að Sybil myndi skemmta sér um kvöldið, en engu að síður langaði hana til að taka duglega í lurginn á henni. Albertu var auðsjáanlega ekkert um þetta gefið. Eftir því sem lengra leið fram á kvöldið þyngdi yfir Albertu. Sybil lagði bróður Lindu í einelti og daðraði óspart við hann, en Michael naut þess. Ein af töskum Sybil hafði verið full af grammó- fónsplötum. „Á ég að taka eitthvað af þeim upp ?ý spurði hún Michael. „Það eru allt jazzplötur. Finnst yður gaman af jazz?“ „Ég er mjög gefinn fyrir hann,“ sagði Michael, sem í rauninni hataði hann, en hann vildi all gera til að gleðja þetta fallega barn — en hann skoðaði Sybil auðsjáanlega sem barn. Þau settu plötur á grammafóninn og um stofuna barst hræðilegt jazzgarg. Það fór hrollur um Albertu þar sem hún sat á stólgarminum og Linda brosti afsakandi til hennar. Veslings Alberta! Samt var ekki hægt að ásaka Michael fyrir þetta — hann naut út í æsar þess- arar óvæntu gleði — æsku og kátínu Sybil. Á heimili hans var aldrei slíkur gleðskapur, því að sökum afbrýðisemi bauð Alberta aldrei ungu fólki heim. Alberta gætti Michaels vel og mátti hann aldrei um frjálst höfuð strjúka fyrir henni og sætti hann sig furðanlega við það. En í kvöld var ekki hægt að ásaka hann fyrir neitt. Það var engin alvara bak við þetta og ef Alberta gæti stillt sig, myndi allt fara vel. En Alberta gat ekki setið á sér. Eftir hávært og ískrandi rúmbulag hraut út úr henni. „Mér þykir það leitt, en ég þoli þetta ekki leng- ur. Ef þér þurfið endilega hafa einhvem hávaða, ungfrú Jones, hafið það þá eitthvað, sem líkist lagi.“ „Yður geðjast ekki að þessu?“ spurði Sybil og horfði kuldalega á Albertu. „Nei,“ svaraði Alberta með áherzlu. „Jæja, þá spilum við ekki meira," sagði Sybil. „Mér þykir leitt að ég skuli ekki hafa „Árin liðu“ eða eitthvað í áttina við það.“ Hún lokaði grammófóninum, gekk að gluggan- um, sem stóð opinn og settist í gluggakistuna. Michael, sem var feginn að hætt var að spila, elti hana. Honum fannst að konan sín hefði verið of höstug við bamið, en þetta var nú einu sinni siður hjá Albertu og Sybil hafði tekið því vel. „Hlakkið þér til að fara til Egyptalands ?“ spurði hann hana. „Ég býzt við að ég muni skemmta mér vel þar,“ svaraði hún. „Ég er vön því.“ „Já, ég er sannfærður um það! Það væri gam- an að vera einhvers staðar nálægur og sjá, þegar þér farið að heilla ungu mennina. Lindy Lou, heldur þú að veturinn í Egyptalandi ætti ekki vel við Albertu og mig?“ „Michael! Getur það verið að þú — ?“ „Það væri ekki svo slæm hugmynd," svaraði hann brosandi. „Hvað segir þú um það, Bertie? Eigum við að fara með þeim?“ „Ég held varla að Egyptaland eigi vel við mig,“ svaraði Alberta og horfði á ljóshærðan kollinn á Sybil með augnaráði, sem ekki var hægt að misskilja. „Nei, það held ég ekki,“ sagði Sybil. „Ég held að þar sé mjög fjörugt og ævintýralegt að vera. Yður myndi geðjast að því, Summers." „Já, það held ég líka.“ Michael brosti, hann hafði ekki tekið eftir broddinum, sem fólst í orð- um ungu stúlkunnar við konu hans. „Svo held ég að þér og Lindy ættuð að njóta minnar bróð- urlegu verndar. Þið eruð báðar of ungar til að taka ykkur slíka ferð á hendur einar.“ „Báðar?“ Sybil horfði undrandi á Lindu. „Yður finnst systir mín ef til vill ekki svo ung?“ sagði Michael hlæjandi. „Nei —“ rödd Sybil heyrðist greinilega um alla stofuna — „en hún er alls ekki eins gömul og ég bjóst við og ekki eins klædd. Ég hélt að hún væri sannkölluð sveitastúlka — á lághæluðum bandaskóm — þér skiljið — með léreftshatt og í dragtarpilsi, sem er síðara að aftan — þér kannizt áreiðanlega við þá tegund af kvenfólki." Michael varð ósjálfrátt litið á konu sína. Al- berta stirðnaði. Ofsareið horfði hún á þennan ó- svifna telpukrakka. Hvernig vogaði hún sér að láta þetta út úr sér. Pils, sem var síðara að aftan! Klæðskerasaumuð dragt Albertu fór vel og var alls ekki síðari að aftan. En það hafði verið ein- kennilegur glampi í augnaráði Michaels, þegar hann leit á hana, og Alberta vissi að upp frá þessu yrði Michael aldrei viss um, nema pilsið hennar væri síðara að aftan. „Komdu, Michael," sagði hún skipandi, „við skulum koma heim.“. Alberta stóð á fætur og Linda líka. „Það er allt of snemmt,“ mótmælti hann. Linda brosti. „Klukkan er næstum ellefu," sagði hún, „ég er viss um að Sybil er þreytt eftir ferðina í dag og ég er líka þreytt. Komdu nú, ungi maður." „Þá það,“ sagði Michael góðlátlega eins og hans var vani og tók ekkert eftir þeim óróa, sem lá í loftinu. Þau gengu öll niður að garðshliðinu. Sybil við hlið Michaels. Þegar hann bauð henni góða nótt leit hún upp til hans og hrissti lokkana frá enn- inu. „Komið til Egyptalands!" sagði hún. „Þetta var aðeins spaug," sagði hann brosandi. Það hafði ekki verið alvara hans, hann hafði sagt þetta í augnablikshrifningu. En allt í einu Varð honum litið á Lindu, sem stóð þarna í tunglsljós- inu, beinvaxin eins og pílviður og með svartan, þóttafulla kollinn og dökku augun. Honum þótti vænna um Lindu en nokkuð annað í heiminum og hann myndi sakna hennar mjög. Sybil sá að hon- um varð litið á systur sína. Hún lagði djarflega og ísmeygilega litla hönd sína á handlegg hans. „Ó, jú, komið," hvíslaði hún. „Nú þekki ég yður — en ég þekki ekki fjárhaldsmann minn og ég er dauðhrædd við hann. Ég — ég væri svo fegin ef þér væruð með.“ „Blessað barn!“ Michael klökknaði. „Við hugs- um um það — er ekki svo, Alberta?" Alberta, sem þegar var komin inn í bifreiðina svaraði ekki, nema ef hægt væri að skilja það sem svar, hvernig hún setti bifreiðina af stað. „Bróðir yðar er mjög aðlaðandi," sagði Sybil við Lindu, þegar þær gengu aftur upp að hús- inu. „Já, það er hann,“ svaraði Linda stuttlega. „Hann hlýtur að hafa verið sérstaklega falleg- ur á unga aldri," hélt Sybil áfram. „Finnst yður hann vera gamall?" „Já, já — mér virðist hann vera orðinn dálítið roskinn. En eins og þér skiljið, þá hefi ég engan tíma til að umgangast mikið miðaldra fólk.“ „Því trúi ég ekki, eftir það sem skeði í kvöld,“ sagði Linda, sem ekki gat setið á sér að svara. „Já en, — það var ekki um aðra að ræða, og þar að auki var liún — frú Summers — eins og rándýr gagnvart mér. Ég hata hana.“ „Voruð þér ekki sjálf dálítið — ofurlítið — rán- dýr?" spurði Linda glettnislega. „Hvað gerði ég af mér?“ „Það vitið þér vel Sybil, það var hreint ekki kurteislegt." „Það kemur engum við, nema mér,“ sagði Sybil.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.