Vikan


Vikan - 03.04.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 03.04.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 14, 1947 „Og mér líka,“ svaraði Linda, stöðugt í sama blíðurómL „Ég veit vel að það e_r dálítið erfitt að umgang- ast Albertu, en það voruð þér, sem hófuð leikinn, Sybil. Það voruð þér, sem sýnduð henni ókurteisi í kvöld. Hvort sem yður fellur vel eða illa, þá er hún þó roskin kona, sem ber að sýna virðingu." „En hvað kemur yður þetta eiginlega við?“ spurði Sybil. „Ég ber ábyrgð á yður frá þessari stundu," sagði Linda fastmælt. „Ég verð að segja yður þetta, svo að þér gerið engin glappaskot, og sýnið enga ókurteisi-------.“ „Þér hafið engan rétt til að siða mig þannig til, yður er ekki greitt fyrir það,“ sagði Sybil gremju- lega. „Nei, það skal ég gjarna gera ókeypis, Sybil. Ég mun ekki hika við að gera örlítið meira en mér er borgað fyrir." Sybil starði á hana með opinn munn. Henni varð alveg orðfall, það var sjaldgæft. Hún var hissa, hún gat ekki svarað, en hverju var hægt að svara þessuf“ Hún hafði verið algjörlega yfirbuguð í þessari viðureign, og hún varð að sætta sig við það. Hún var óþolandi þessi ungfrú Summers, mér hefir aldrei líkað við hana. Hún var allt öðruvísi en Sybil hafði búizt við og virtist ekki gæta hinnar réttu stöðu sinnar. Aldrei hafði Sybil líkað eins illa við hana og einmitt nú, en gegn vilja sínum fann hún að Linda var gædd einhverju, sem hana skorti og hún bar virðingu fyrir henni. 1 raun- inni öfundaði hún hana, þótt hún vildi ekki viður- kenna það með sjálfri sér. „Ekki nema það þó að öfunda hana ■— fylgdar- konu sína!“ Það var bókstaflega hlægilegt. Hún reyndi að bæla þetta niður og líta dálítið stærri augirni á sig sjálfa. „Ég ætla að fara upp að hátta,“ sagði hún. „Viljið þér gjöra svo vel að færa mér eitt glas af heitu vatni. Ég drekk alltaf heitt vatn á kvöld- in." — Linda stillti sig um að brosa, og vissi að einu heilræði væri ekki ofmikið enn. „Jú, ég skal færa yður það,“ sagði hún vingjarnlega. „Var það annars nokkuð fleira. Ég vona að það sé allt í lagi í herberginu yðar, og kjólinn hengdi ég I skápinn frammi í ganginum." „Jæja, nú hefir þú séð þetta með eigin augum, og ert sennilega ánægð,“ sagði Alberta biturt, þegar hún ók mágkonu sinni heim frá stöðinni, eftir að þær höfðu sent Sybil með lestinni til London. „Jú, séð hefi ég,“ sagði Linda dauflega. „Illa vanin og dónaleg stelpa, alveg eins og ég sagði þér,“ sagði Alberta. „Já, en hún er svo ung ennþá . . .“ „Það er ekki það,“ tók Alberta fram í. „Ég skil æskuna vel og ég veit að þetta er ótuktarstelpa. En karlmennirnir mundu aldrei koma auga á það,“ sagði Alberta mæðulega. „Ef til vill ekki — en segjum nú að einhver kjáninn — —“ sagði Linda glettnislega. En Alberta tók fljótt fram í. „Já, þú getur auðvitað tekið þessu rólega. Þú átt ekki eiginmann. Það kemur sér vel að þessi fjárhaldsmaður hennar er ókvæntur. Það segi ég þér satt, og taktu eftir orðum mínum, að ef hann hefði verið kvæntur þá hefði hún sett það hjóna- band á annan endann á einni viku.“ „Fjárhaldsmaður hennar!," sagði Linda snögg- lega og úndrandi. „Þú heldur þó ekki að hann sleppi við þessi fíflalæti hennar? Hún er bersýnilega bandvitlaus í karlmenn." „Ég hefði haldið að hún myndi heldur galsast við einhvern yngri,“ svaraði Linda. „Hún gæti gert þig vitlausa," svaraði mágkona hennar. „Trúðu orðum mínum Linda, þetta er engin atvinna fyrir þig. Hættu við þetta." „Ég get það ekki, Alberta. Ég vil það heldur ekki. Ég mun áreiðanlega sjá um ungfrú Sybil.“ „Jæja, þú munt þá komast að raun um að við munum sækja þig!,“ sagði Alberta gröm. „Hvaða vitleysa, — Michael meinti ekkert með því. Hann mun ekki fyrir nokkra muni fara frá Green Spinneys." „Það er ég ekki viss um,“ sagði Alberta dimm- um rómi. Alberta ók áfram og Linda settist út í garðin- um við litla húsið sitt. Þar ríkti alltaf friður. Þetta höfðu verið þreytandi dagar. Alberta hafði á réttu að standa um Sybil — ótuktarstelpa — það var orðið. Stúlkan hafði ekki aðeins hagað sér ókurteis- lega við frú Summers, heldur hafði hún hefnt sín á þeim báðum með því að daðra blygðunarlaust við Michael. Hún hafði í stuttu máli sagt hegðað sér mjög ósæmilega. Hún hafði beitt einhverjum barnslegum sak- leysistón, — sem var gjörólíkt því er hún talaði við Lindu eða frú Summers. Hún hafði flögrað um eins og fiðrildi, kallað og hlegið, og flangsazt utan í Michael. Hún hafði velt sér í votu grasinu og neitað að rísa á fætur, hlegið og veitt mótspyrnu þegar Michael —- auð- vitað — hafði lyft henni upp, sett hana í stólinn og haldið henni þar fastri. Ó, þessi barnalæti, sem ekki voru annað en dulbúningur. Eggjandi snerti hún handlegg hans með hönd sinni, eins oft og hún gat. Hún skákaði í skjóli æsku sinnar. Hún leit út sem sakleysið sjálft, og sérhver sem hefði vogað sér að finna að þessu hefði verið álitinn dálítið klæminn í hugsunum. Linda kann- aðist við þetta allt og las Sybil alveg niður í kjölinn, en undraðist hve bróðir hennar var blind- ur viðvíkjandi þessu „sakleysislega barni.“ Hún vissi að Michael stóð alveg á sama um þetta. Þetta hafði ekki hina minnstu þýðingu, nema að þetta gerði Albertu gramt j geði. Og Sybil — það vissi Linda vel — var heldur ekki í neinum vafa um það, að Albertu var þetta mjög á móti skapi, en hélt þó áfram uppteknum hætti og virt- ist jafnvel hafa gaman af. „Erfið skapgerð," sagði Linda við sjálfa sig, „Mjög fráhrindandi!" „En ef til vill er þetta bezta stúlka inn við beinið, — það er trúlegt að æskan sé eins harðbrjósta og Sybil virðist vera. Ég verð að rannsaka þetta, áhættan er þó þess virði. Hún lét hugann reika, og roðnaði af hugsunum sínum. Ákafur en þó óttablandinn svipur færðist yfir andlit hennar. Áköf eins og ævintýramaður- inn, sem stofnar sér í tvísýnu er bæði getur leitt hann í sjálfa Paradís, en einnig í gagnstæða átt. Linda bjóst við því síðarnefnda, en það væri þó alltaf áhættunnar virði. Blessað barniðl Teikning eftir George McManus. Mamman: Þú verður að fara snemma að hátta, elskan, fyrst þú ætlar í veiðiferð í fyrramálið. Pabbinn: Ég er búinn að undirbúa allt, hjartað mitt. Lengi hefi ég hlakkað til þessarar veiðiferðar. Pabbinn: Ég veit, að ég kem til með að vakna á réttum tíma, en það sakar samt ekki að hafa hringinguría í lagi! Mamman: Viltu ekki skreppa inn til hans Lilla, elsk- an, og vita, hvernig honum líður ? Pabbinn: LilU! Lilli! Það er komið miðnætti, hafðu ekki svona hátt, ná- búarnir geta vaknað. Pabbinn: Nú hefi ég gengið um gólf í þrjá tíma og enn grætur hann, ég get varla haldið augunum opnum. Mamman: Klukkan er orðin hálfníu og mér er ómögulegt að- vekja hann. Héðan af verður ekkert úr veiðiferðinni. Stúlkan: Hann er þó lifandi, það heyrir maður á hrotunum!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.