Vikan


Vikan - 03.04.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 03.04.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 14, 1947 Framhaldssaga 11 Mignon G. Eberhart: Minningar frá Mel ady-sjúkrahúsinu 8 SAKAMÁLASAGA alla nóttina í austurálmunni, varð ekki svefnsamt, og ég efa, að nokkur okkar hafi sofið nema með hímum þennan morgun, þótt við mættum sofa eins lengi og við gætuih. Það var komið fram undir hádegi og ég hafði legið lengi í rúmi mínu vakandi og var að hugsa um það, sem skeð hafði um nóttina. Mér fannst ég ekki hafa sofið neitt, en ég vissi þó, að ég hafði blundað við og við, en nú var ég svo vel vöknuð, að ekki var til neins að liggja þarna lengur og reyna að sofa meira. Ég reis því á fætur, klæddi mig í skyndi og þvoði mér um hendur og andlit úr köldu vatni. Ég hresstist við þetta, en gat þó ekki að því gert, að vera stöðugt að velta ýmsum spurningum fyrir mér. Hvar hafði lyftuklefinn verið, þegar ég hringdi ? Hvemig hafði Pétri Melady tekizt að komast út úr sjúkrahúsinu ? Hvers vegna var Dione og Court Melady jafnvel enn meira umhugað, hvar kin- verska tóbaksskrínið var niðurkomið, heldur en að vita hvar Pétur Melady væri sjálfur? Hafði skurðhnífurinn verið tekinn úr verkfærakassanum í skurðstofunni ? Hafði þá dr. Harrigan og morð- ingi hans farið upp á fjórðu hæð? Hvar hafði lyftuklefinn verið, þegar hann anzaði ekki, hvern- ig sem hringt var? Mér var farið að verða ljóst, að það skipti miklu máli, hvort svar fengist með vissu við þessari síðustu spurningu minni. Lyftuklefinn hafði ekki verið á fyrstu hæð, því ég hafði hringt á hann þar. Hann hafði heldur ekki verið á þriðju hæð eða þeirri fjórðu. Þá var aðeins um eina hæðina að ræða, aðra hæð, nema — skyldi hún geta verið mitt á milli hæða? Hvað þýddi orðið „neyðar- hemill", sem stóð á einum hnappnum í lyftunni? Ég veit ekki hvernig á því stóð, að ég ákvað strax eftir miðdegisverðinn að fara upp á fjórðu hæð. Ég gekk upp alla stigana — ég mundi ekki hafa unnið mér til lífs að nota lyftuna — alla leið upp á fjórðu hæð. Enginn var á ferli á fjórðu hæðinni, og skurð- stofan virtist ekki hafa verið notuð þennan morg- un. Allt var þögnlt og eyðilegt, loftið var heitt og þungt og allskonar lykt af lyfjum og sótt- hreinsandi efnum lagði að vitum minum. Skurð- stofan var enn opin, það mun hafa gleymzt í of- boðinu, sem á alla kom í nótt, að láta loka henni aftur. Ég minnist þess, að ég fór enn að hugsa um lyftuna og ferðir hennar í nótt sem leið. Það var engum vafa undirorpið, að lyftuklefinn hafði komið upp á þessa hæð í nótt og dr. Harrigan hafði komið út úr henni og ekið Pétri Melady inn í skurðstofuna. Hann hefir kveikt Ijós í skurð- stofunni, því það logaði þar Ijós í gærkvöldi, þeg- ar ég kom þangað upp. Þarna stóð sjúkravagninn og bar því vitni að dr. Harrigan hafði farið með hann þangað. En hvers vegna fór hann aftur inn í lyftúna og hvað varð um Pétur Melady? Þess- um spurningum var mér ómögulegt að svara með nokkurri' vissu. Allt var með sömu kjörum í skurðstofunni og í gærkveldi, ekkert hafði verið hreyft, allt var á sínum stað. Nú varð ég þess vís til hvers ég hafði farið hingað upp. Ég ætlaði mér að rannsaka, hvort skurðhnífurinn hefði verið tekinn úr verk- færakassanum hérna í skurðstofunni. Ég opnaði kassann og komst brátt að því, að það vantaði skurðhnífinn, sem jafnan var settur á ákveð- inn stað í kassanum. Mér virtist engum vafa undirorpið, að hnífurinn, sem dr. Harrigan var myrtur með, hafi verið tekinn héðan, enda reynd- ist það vera þannig, þegar mál þetta var rann- sakað og allsherjar upptalning á verkfærum sjúkrahússins fór fram síðar um daginn. Ég litaðist um í stofunni. Allt var svo þögult og eyðilegt að mér fór að verða hálf órótt. Ég gekk til dyranna og ætlaði að flýta mér út og slökkva Ijósið um leið, en þá steig ég ofan á eitt- hvað, sem skauzt undan fæti mínum fram að dyrunum. Ég beygði mig niður til að aðgæta hvað þetta hefði verið, og kom þá í ljós, að þetta var lítill korktappi úr lyfjaglasi. Það var mjög sterk lykt af honum, en hvernig sem ég þefaði af honum tókst mér ekki að komast að því, hvaða lykt þetta væri. Ég stakk tappanum í vasann, þurrkaði mér um enni og munn með vasaklútnum mínum, lokaði dyrunum í flýti og hraðaði mér niður. Þegar ég kom niður á fyrstu hæð mætti ég skrif stof ustúlkunni. „Nú, þarna eruð þér þá,“ sagði hún. „Dr. Kunce bað mig að segja yður, að hann vildi finna yður. Hann er inni í skrifstofunni sinni.“ „Ég þakka yður fyrir,“ svaraði ég. „Vilduð þér gjöra svo vel að láta ungfrú Bianchi vita, að skurðstofan er enn ólæst?" „Ó, hvort ég vil!,“ sagði hún hrædd. „ Að hugsa sér, og allir þessir hnifar og þessi tól liggja þar í ólæstri stofunni!“ Ég svaraði þessu engu, en gekk rakleitt að skrifstofu dr. Kunce og barði að dyrum. Dr. Kunce opnaði fyrir mér. „Nú, svo það eruð þér, ungfrú Keate,“ sagði hann. „Gjörið þér svo vel og komið innfyrir." Ég gekk inn í skrifstofuna. Lamb fulltrúi og Ellen Brody voru þar fyrir. „Fáið yður sæti, imgfrú Keate,“ sagði dr. Kunce, og ég settist. Ellen Brody leit á mig sem snöggvast og mér fannst eins og aðeins hýrnaði yfir henni við að sjá, að ég var komin. „En það er skylda yðar að sjá um, að sérhver gestur fari á sínum tíma út úr austurálmunni," sagði dr. Kunce birstur við Ellen og tók sýni- lega upp þráðinn, þar sem þau höfðu hætt sam- talinu, þegar ég barði að dyrum. „Ég veit það,“ sagði Ellen aumkunarlega. „En þetta var nákvæmlega eins og ég sagði yður áð- an, dr. Kunce. Ungfrú Nancy Page sagði mér, að klukkan væri að verða hálf tíu og ég skyldi til- kynna gestunum að mál væri komið til að fara. Gestirnir voru: Kenwood Ladd, sem var inni hjá frú Harrigan, Court Melady, sem var hjá konu sinni Dione Melady, móðir sjúklingsins í stofu nr. 304 og systir sjúklingsins í stofu nr. 301. Fleiri gestir komu ekki í heimsóknartímanum í austurálmu þriðju hæðar þetta kvöld. Gestirnir í stofunum nr. 301 og 304 fóru strax og ég til- kynnti þeim þetta, en hr. Melády og hr. Ladd sögðu báðir það sama, sem sé, að þeir væru alveg að fara. Þá var gefið ljósmerki úr stofu 301 og ég flýtti mér þangað, því sjúklingurinn þar er bráðlátur, eins og þér vitið, dr. Kunce, og þess vegna sá ég ekki þegar þessir tveir gestir fóru. Niðurlag framhaldssögunnar Nílar-ævintýri er á blaðsíðu 7 hér að framan. Þetta kemur oft fyrir, og ég hef aldrei vitað það koma að sök, þvi fólkið fer venjulega þegar þvi er tilkynnt að heimsóknartíminn sé búinn, eða þá rétt á eftir. Við höfum aldrei orðið varar við, að nokkur hafi reynt að dvelja neitt að ráði fram yfir heimsóknartímann." „Aldrei, er stórt orð,“ svaraði dr. Kunce. „Ég ætlast til þess að hjúkrunarnemar gæti mjög stranglega þeirra fyrirmæla, sem i sjúkrahúsinu gilda.“ Ellen roðnaði. Hún tók upp vasaklút og þurrk- aði af sér svitann. „Ég bið yður að afsaka, dr. Kunce, en ég held, að------“ byrjaði ég, en dr. Kunce greip fram í fyrir mér og sagði: „Ég þykist vita, hvað þér ætlið að segja, ungfrú Keate. Þér ætlið að segja, að þetta sé venja — og þar hafið þér rétt fyrir yður. Þetta er venja. Ef gestirnir fara ekki, þegar þeim er sagt að heim- sóknartiminn sé útrunninn, þá hafa hjúkrunar- konurnar að jafnaði eftirlit með þeim. En í þessu tilfelli kemur það sér sérstaklega illa, .eins og þér getið skilið, að vita ekki nákvæmlega hvenær þeir tveir menn, sem við vorum að ræða um áðan, fóru út úr sjúkrahúsinu. Við Lamb fulltrúi höfum verið að reyna að komast að því með vissu, hvaða persónur hafa verið í austurálmunni í gærkvöldi um það leyti, sem álitið er að morðið hafi verið framið. Við þóttumst geta vitað nákvæmlega hverjir þar hefðu verið á tímabilinu frá kl. 10 um kvöldið og þar til líkið fannst í lyftunni. Við vit- um, að öllum dyrum og gluggum hefir verið lok- ,að og því teljum við útilokað að nokkur hafi komizt inn í sjúkrahúsið á þessum tíma. Við ger- um ekki ráð fyrir að nokkur sjúklinganna komi til greina —“ „Frú Melady hefir ferlivist," greip Ellen skyndilega fram í. Dr. Kunce leit snöggt á hana og Ellen bætti við hikandi: „Og frú Harrigan líka.“ „Er það satt, dr. Kunce?,“ spurði Lamb full- trúi. „Frú Harrigan er handleggsbrotin' á vinstrá handlegg,“ svaraði dr. Kunce, „og frú Melady er varla svo líkamlega sterk, að hún gæti unnið á jafnsterkum manni og dr. Harrigan var.“ Hann horfði stöðugt á Ellen, sem nú starði á tærnar á sér. „Má ég koma með eina fyrirspurn?," sagði ég hikandi. „Eigið þér við, dr. Kunce, að engir séu grunaðir um morð nema við hér í sjúkrahúsinu og þó sérstaklega þeir, sem þið vitið að voru í austurálmunni í gærkvöldi?" „Já — ég var rétt. áðan að segja ykkur það.“ „En heyrið þér, dr. Kunce. Hafið þér veitt því athygli, að þetta takmarkar þá grunuðu svo mjög, að aðeins örfáir koma til greina. Aðeins starfs- fólkið í sjúkrahúsinu — nei, þetta nær ekki nokk- urri átt!“ „Þér gleymið Pétri Melady sjálfum," skaut Lamb fulltrúi inn í. „Pétur Melady var hættulega veikur. Hann gæti ekki ráðið við mann eins og dr. Harrigan?". „Hvers vegna eruð þér svo vissir um það?“ „Vegna heilsufars hans,“ svaraði ég stutt í spuna. „Spyrjið dr. Kunce." „Leyfið mér nú að halda áfram máli mínu,“ sagði dr. Kunce kuldalega. „Ég sagði áðan, að okkur Lamb fulltrúa hefði tekizt að takmarka fjölda hinna grunuðu við ákveðinn hóp manna, en nú hefir ungfrú Ellen Brody skýrt okkur frá

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.