Vikan


Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 5
 5 VIKAN, nr. 15, 1947 Ný framhaldssaga: SPOR FORTÍÐARINNAR 2 ÁSTASAGA eftir Anne Duffield Það var heppilegt að hin forvitna Alberta skyldi ekki sjá mágkonu sína á þessari stundu. Það var eigi síður gott fyrir Lindu, því Alberta hefði áreiðanlega æst sig upp út af þessum grun sin- um, og hefði ekki hætt fyrr en hin hlédræga Linda segði henni sannleikann. Alberta gat nefni- lega verið ákaflega þolinmóð, þegar því var að skipta. Linda hallaði sér út yfir borðstokkinn og horfði niður i löðrið er þyrlaðist að baki skipsins. Hafið lá eins og dökkt flauelsteppi undir dimmum, stirndum himininum. Veðrið var svo hlýtt og hressandi. — Nóttin var hrífandi og kom manni I gott skap. Snemma næsta morgun myndi skipið liggja í höfn í Port Said og Lindu fannst þegar ölvandi blær berast til sín frá landinu — blær sem töfraði hana. Hún kreppti hendurnar utan um hvítan borðstokkinn. Á morgun! Og allt í einu tók há- vaxinn og grannur líkami hennar að skjálfa. Hún lagði lófana eitt augnablik fyrir augu sér, en síð- an sneri hún ákveðin bakinu að borðstokknum og gekk hægt aftur eftir þilfarinu. Á þilfarinu, hléborðsmegin, dönsuðu margir af yngri farþegunum. Linda settist á meðal eldra fólksins til að horfa á. Sybil var að dansa við ungan liðsforingja, sem var á leið til Indlands. Hún var í glitofnum kjól, sem sýndi vel fagran vöxt hennar og var fleginn langt niður á bak. Ljósgulir, þykkir hárlokkar hennar voru burst- aðir frá andlitinu og teknir saman í hnakkann með silfurspennu. Hún dansaði fallega og var ekki laust við að Linda væri upp með sér af henni, þegar hún horfði á hana. „Ég er alveg eins og ungamamma," sagði hún við sjálfa sig. Það lék enginn vafi á því að Sybil var langfegursta stúlkan um borð. Hár hennar var Ijómandi fallegt, húðin var mjólkurhvít og samkvæmt ráðleggingum Lindu bar hún minna af andlitsfarða og kinnalit framan í sig. Hún var sannarlega fögur, þar sem hún dansaði þarna, með höfuðið lítið eitt reigt aftur á bak og starði með bláum augunum framan í dansherra sinn. Sybil var viðurkennd fegurðardrottning meðal farþeganna, og skemmti hún sér dásamlega. Hinn önugi og fýldi svipur, sem spillti svo oft fegurð hennar hafði algjörlega horfið fyrsta dag þeirra á sjónum — og Lindu fannst hún ekki eins erfið í umgengni og hún hafði búizt við. Hún var allt- af jafn ófeimin, hrokafull og stundum ókurteis, eins og hún meðhöndlaði Lindu ennþá sem laun- aða þjónustustúlku sina. En svo átti hún til að sýna henni ósjálfrátt yirðingu eins og þegar Linda hafði í fyrsta skipti ávítað hana og hún fylgdi alltaf ráðleggingum Lindu. Og heimsk var hún ekki, hvað sem öðru leið. 1 aðalatriðum hafði þeim samið vel í þessu tólf daga ferðalagi. Þótt þeim geðjaðist erjgu betur að hvorri annarri núna en fyrsta daginn þá voru að minnsta kosti engar illdeilur á milli þeirra. Sybil var auðsjáanlega ákveðin í að umbera fylgdarkonu sina eins og henni var unnt, og Linda gat ekki annað en verið hreykin af ungu stúlkunni, þótt henni likaði mið- ur hegðun hennar. Hún lét hrifast af æsku Sybil. Þar sem Linda sat þarna og elti Sybil með augunum, kom eldri kona, ofurstafrú frá Ind- landi, og settist á auðan stól við hlið hennar. „Svo að þér ætlið að segja skilið við okkur á morgun, ungfrú Sommers," sagði hún. „Ég gæti hezt trúað að þér væruð fegnar því.“ „Langt frá því, mér þykir það mjög leiðinlegt að skilja við kunningjana hér um borð.“ svaraði Linda. „Þetta hefir verið dásamiegt ferðalag." „Já, en ég hélt að þér yrðuð fegnar að koma skjólstæðingi yðar sem fyrst í hendur fjárhalds- mannsins, svo að þér hefðuð ekki lengur einar allan veg ög vanda af að gæta ungu stúlkunnar," svaraði ofurstafrúin. „Það er líklega ekki gott að hafa hemil á henni.“ Linda var henni hjartanlega sammála, en samt sem áður geðjaðist henni ekki að þessari athuga- semd frúarinnar. „Ég er sannkölluð unga- mamma," sagði hún við sjálfa sig, en upphátt sagði hún aðeins: „Sybil er nú aðeins átján ára, eins og þér vitið. 1 rauninni er ekkert illt til í henni." „Það er ég nú ekkl alveg viss um,“ sagði ofurstafrúin. „Hún hefir aldrei farið í ferðalag fyrr,“ mót- mælti Linda. „Hún kemur beint frá skólaborðinu og er þetta ferðalag geysimikil breyting .fyrir hana frá því sem áður var -— ekki sízt þar sem svona margir ungir menn eru um borð.“ „Já, hún hefir sannarlega ekki látið neitt tæki- færi ganga sér úr greipum," sagði frúin hneyksl- uð. „Það er afsakanlegt þegar fólk er svona yndis- legt eins og Sybil, því að það fær ekki frið,“ sagði Linda brosandi. Frúin svaraði ekki strax, heldur leit hvasst á Lindu. Yndisieg ekki nema það þó! Þessi ókurteisi, ljóshærði telpukrakki, sem var alveg eins og allar aðrar ljóshærðar stelpur. Ungfrú Summers ætti sjálf að líta í spegilinn og þá sæi hún yndislega stúlku." hugs- aði frúin. Ofurstafrúin var ekki gjörn á að verða hrifin af hálfókunnugu.fólki, en eins og svo marg- ir aðrir á skipinu hafði hún óðara fallið fyrir fylgdarkonu Sybil. Hún var — já, það var erfitt að orða það öðruvísi — svo ólík öllum öðrum. Vöxtur hennar gat ekki verið fegurri og hún klæddi sig smekk- lega. Hár hennar var fallegt, svart og gljáandi og hún setti það upp á sérkennilegan hátt, sem gerði hana tígurlega. Hún var í raun og veru ekki sér- lega fríð sýnum, þegar hver dráttur í andliti hennar var athugaður, en það skein út úr henni að hún var bæði gáfuð og gamansöm. Þegar hún brosti og glettnin skein út úr augum hennar, var hún yndisleg. Það var auðséð, að hún hugsaði alls ekki um sjálfa sig, heldur aðeins um þennan leiðinlega telpukrakka. Hún tranaði sér ekki fram, heldur hagaði sér sem hún væri roskin kona. Og þó gat hún ekki verið eldri en um þrítugt, hugs- aði ofurstafrúin. Hún var vinsæl meðal allra, jafnt kvenna og karla. Það var eitthvað svo aðlaðandi og heill- andi við hana, sem erfitt var að gera sér grein fyrir hvað var. Ofurstafrúin, sem var lífsreynd kona komst að þeirri niðurstöðu, að Linda væri djúpvitur og hefði eitthvað töfrandi við sig. Að minnsta kosti var hún óvenju blíð og gó'ð við þessa Sybil. „En hvers vegna var hún það?“ hugsaði ofurstafrúin. Það hlaut að vera einhver ástæða til þess — það lá eitthvað bak við þetta. Ofurstafrúin var komin að sömu niðurstöðu og mágkona ungfrú Summers, Alberta. „Komið og við skulum fá okkur einhverja hressingu," sagði ofurstafrúin og þær gengu svo inn i reykingasalinn. Þær fóru fram hjá tveimur ungum mönnum, sem sátu saman masandi og hlæjandi og tóku ekkert eftir þeim. „Hún er léttlynd þessi með glóbjarta hárið," heyrði Linda að annar þeirra sagði. „Ó já,“ svaraði hinn. „En alltof frek að mínu áliti." „Að heyra þetta," sagði sá fyrri háðslega, „þú gazt þó setið lengi með henni uppi á bátaþilfari í gærkveldi." „Já, og þar getur þú fundið okkur aftur í kvöld." „Nú — einmitt það — —.“ „Stelpan er í sjálfu sér ágæt, en ég kann þó alltaf bezt við að fá að ráða sjálfur gangi mál- anna. Þú skilur mig —.“ Raddirnar dóu út. Ofurstafrúin leit íbyggin á Lindu, en Linda lét sem hún hefði ekki heyrt orð þessa ógætna, unga manns. Hún settist við eitt af borðunum og fékk sér öl og smurt brauð og talaði sem ekkert hefði ískorizt. Þegar bjöllurnar hringdu stóð hún óðara upp. „Nú er klukkan orðin ellefu og dansinn hættur. Ég verð að finna Sybil." „Það eru áreiðanlega einhverjir orðnir á undan yður,“ svaraði frúin elskulega. Linda brosti við, og bauð vingjarnlega góða nótt og hraðaði sér upp á þilfar. Sybil hékk flyss- andi og rjóð í framan á handlegg ungs manns. Þetta var sami maðurinn, sem Linda hafði hlust- að á i reykingasalnum. Hann var fríður sínum og menntaður og starfaði við stórt egypzkt baðmull- arfyrirtæki. „Komið með niður, Sybil," sagði Linda. „Það er kominn háttatími." „Tony og ég ætlum bara að ganga eina ferð um þilfarið, til að kæla okkur," svaraði Sybil, en Linda hristi höfuðið. „Ekki í kvöld. Við förum snemma á fætur í fyrramálið." „Farið þá niður og sofnið, svo að þér verðið fallegar og hressar á morgun, en ég geri það ekki,“ svaraði Sybil hlæjandi. „Ég vil að þér komið með. Ég er viss um að Severing fyrirgefur mér það.“ Ungi maðurinn, sem dáðist mjög að Lindu svaraði óðara: „Já, auðvitað, ef það er nauðsynlegt," og sleppti handlegg Sybil. „Nei, ég vil ekki fara niður," sagði Sybil móðg- uð á svipinn. „Sybil." Linda togaði í ungu stúlkuna og sagði fljótmælt, en blíðlega: „Verið ekki þráar, komið með mér.“ „Nei, ég vil það ekki. Ég fer upp á bátaþilfar." „Ef þér gerið það, fer ég með,“ sagði Linda „Og verð hjá ykkur. Mér er alvara, Sybil." „Þér — þér —“ Sybil var bálreið. „Svona nú, þetta er til einskis fyrir yður,“ sagði Linda rólega að síðustu, og áður en Sybil koihst lengra, bætti hún við vingjarnlega: „Góða nótt, Severing." „Góða nótt, ungfrú Summers. Góða nótt Sybil, við sjáumst á morgun." Hgnn sneri sér við og fór niður. Sybil elti bálreið lagskonu sína ofan í káetuna, sem þær höfðu í sameiningu. „Hver er tilgangur yðar með svona hegðun?" spurði hún og tók sér stöðu beint fyrir framan Lindu, óðara og þær höfðu lagt aftur á eftir sér káetuhurðina. „Tilgangurinn var sá að koma í veg fyrir að þér færuð upp á þilfar með Severing í kvöld.“ „Og hvers vegna? Var nokkuð athugavert við það?" „Nei, nei, góða barn. En það er ágætt að láta stundum ganga á eftir sér.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.