Vikan


Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 15, 1947 framan á vindlingi sínum og leit síðan í kring um sig, eins og hann væri að spyrja, hvort enginn öskubakki væri til í þessu húsi og endurtók síðan sömu setninguna: „Ég hef enga hugmynd um það.“ „Þér vitið það ekki, segið þér?“ sagði Lamb fulltrúi undrandi. „Hvað haldið þér að maðurinn hafi gert við hana? Hann'hefir auðvitað geymt hana á öruggum stað. Haldið þér að hún sé geymd í bankahólfi? Eða í skrifstofu hans? Vit- ið þér um, hvort hann hafði afrit af þessari for- múlu, og ef svo er, hvar mundi það afrit þá helzt vera geymt?“ „Ég veit varla hverju svara skal,“ sagði Court Melady. „Þó mun mér óhætt að fullyrða, að frændi minn hefir ekki haft neitt afrit af þess- ari formúlu. Pétur Melady var þannig gerður maður, að það, sem menn hefðu helzt búizt við að allir aðrir mundu hafa gert, hefði honum aldrei komið til hugar að gera. Pétur Melady trúði aldrei nokkrum manni fyrir neinu, ef hann gat komizt hjá því, og hafði allt hjá sjálfum sér.“ „Vitið þér þá alls ekki hvar þessi formúla er geymd?“ „Nei, alls ekki. Ef ég vissi það, mundi ég reyna að ná í hana sem fyrst og afhenda hana konu minni, sem nú — meðan Pétur Melady er fjar- verandi — hefir fyrsta rétt á að fá hana í hend- ur.“ „Finnst yður líklegt, að Pétur Melady hafi falið þessa formúlu einhvers staðar?“ spurði Lamb fulltrúi hægt. Court Melady yppti öxlum. „Herra fulltrúi," svaraði hann rólega. „Ekki er hægt að fortaka neitt, þegar um Pétur Melady er að ræða. Hann er mjög duglegur maður og forsjáll í peningasökum — og ég dáist mjög að þessum dugnaði hans og forsjálni. En mér er ó- mögulegt að fullyrða neitt um það, hvað hann mundi í vissum tilfellum gera eða láta ógert." „Er hann sérvitringur?“ spurði Lamb full- trúi hæðnislega. Court Melady leit snöggt á hann, píreygður af reyknum, sem lagði frá vindlingn- ,um, og svaraði stuttur i spuna: „Þér getið kallað hann það, en segja mætti líka, að hann væri þvermóðskufullur.“ „Hvaða störf stundið þér, herra Melady, ef mér leyfist að spyrja?" „Ég starfa ekki við neitt,“ svaraði Court Mela- dy og blés hægt frá sér reyknum. „Ekki við neitt?“ endurtók Lamb fulltrúi. „Á hverju lifið þér þá? Á eignum yðar, ef til vill?“ „Já, á eignum rnínurn," svaraði Court Melady og starði aftur á öskuna á vindlingnum. „Faðir minn hét James Melady og var föðurbróðir Pét- urs Melady. Ég erfði eftir hann talsverðar eign- ir.“ „Er konan yðar ekki dóttir Péturs Melady?“ „Jú, hún er það. Þér vitið það, herra fulltrúi." „Á hún miklar eignir, eða hefir hún mikil pen- ingaráð —- sjálf?“ „Nú þykir mér þér vera nokkuð nærgöngulir í spurningnm yðar, herra fulltrúi," svaraði Court Melady kuldalega. „Annars skal ég fræða yður á því, að hún hefir talsvert eyðslufé frá föður sinum og svo auðvitað það, sem ég get látið af hendi.“ „Eruð þið oft í fjárþröng hjónin?“ Court Melady líkaði ekki þessi spurning. Hann virtist fyrst ekki ætla að svara henni, en eftir nokkra þögn sagði hann þó önugt: „Það getur komið fyrir alla, jafnt mig sem aðra. Jafnvel fulltrúi sakadómara gæti kom- izt í fjárþröng, ef honum yrði vikið úr starfi." „Á ég að skoða þetta sem hótun?“ spurði Lamb fulltrúi og roðnaði við. „Nei, nei, alls ekki — alls ekki. Mér finnst aðeins, að þér séuð komnir nokkuð langt út fyrir efnið, herra fulltrúi. Ég kom hingað til að fá upplýsingar um Pétur Melady — og hvar er hann? Það er yðar starf að hafa uppi á honum." „Látið mig um það, hvað ég starfa," svaraði Lamb fulltrúi. „En svo ég snúi mér aftur að efn- inu: Er konan yðar einkaerfingi Péturs Melady?" „Mér þykir það líklegt," svaraði Court Mela- dy. „Vitið þér það ekki fyrir vist?" „Nei, frændi minn hafði ekki gert mig að trún- aðarmanni sínum í þessu efni frekar en öðru.“ „Er það vist, að þér vitið ekkert um formúluna að þessu „slæpan“-lyfi ?“ spurði Lamb fulltrúi enn. „Já, það er alveg vist. Ég veit ekkert um hana,“ svaraði Court Melady óþolinmóður. Lamb fulltrúi sneri sér nú að dr. Kunce og sagði: „Hver veit, nema Pétur Melady hafi haft þessa formúlu með sér hingað í sjúkrahúsið ? Hver veit, nema hann hafi einmitt horfið þess vegna? Hver veit----------.“ „Eigið þér við, að Pétur Melady hafi horfið MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. 1. Raggi: Það er fínt að geyma matinn svona 3. Maðurinn. Hvað er þetta? í ís! 4. Maðurinn: Snjóbolti? Er ég að tapa vitinu? 2. Maðurinn: Ógurlega getur verið heitt! vegna þess að hann hafði formúluna með sér hing- að?“ spurði dr. Kunce. „Ég skil ekki alveg, hvað þér eigið við. Þvi skyldi hann hafa horfið þess vegna ?“ „O — ég veit það nú ekki heldur,“ svaraði Lamb fulltrúi vandræðalega. „Samt sem áður finnst mér — já, ég er sannfærður um, áð þetta svæfingarlyf á einhvem þátt í þessu öllu saman. Hvernig var það — var þetta nýja lyf svo langt komið, að fengið hafi verið einkaleyfi á fram- leiðslu þess? Ég á við, hver sem kæmi höndum yfir það, hefði getað labbað með það upp í stjóm- arráðið og fengið einkarétt á framieiðslu þess sér til handa?“ Hvorki dr. Kunee né Court Melady virtust hafa löngun til að svara þessari spurningu. Court Melady reykti vindlinginn hinn rólegasti og dr. Kunce virti fyrir sér hina ljósgulu veggi skrif- stofunnar, einn af öðrum. Loksins svaraði Court Melady hægt og hugsandi: „Ég get ekki frætt yður mikið um þetta efni, en þó býst ég við, að þetta framferði væri mögu- legt. Ef lyfið var enn ekki skrásett, eða einka- leyfi fengið á framleiðslu þess, þá er mjög lík- legt, að hver sem væri, gæti talið sig hafa upp- götvað það, eftir að hafa komizt yfir það á ein- hvern hátt. Menn mundu ef til vill verða undrandi yfir því, að þessi maður hefði uppgötvað svona lyf, en hvað um það? Hver gæti sannað, að hann gæti ekki verið höfundurinn ? Væri hann til dæm- is efnafræðingur, lyfjasveinn eða — — læknir, þá mundi enginn geta rengt hann með réttu. Ég þykist viss um, að enn hefir ekki verið fengið einkaleyfi á framleiðslu þessa lyfs. Pétur frændi mundi ekki hafa sótt um einkaleyfi fyrr en hann var orðinn viss um, að það reyndist eins og búizt var við. Þetta var talið eitthvert merkasta lyfið, sem Melady-stofnuninni hefir nokkurn tíma tek- izt að finna upp, og þau eru þó mörg og merki- leg, eins og þér vitið." „Já, mikil ósköp," svaraði Lamb fulltrúi. „Litli snáðinn minn tekur inn Melady-lýsi og hann þyngdist um heila mörk síðustu viku. — Haldið þér, að Pétur Melady hafi ekki viljað sækja um einkaleyfi fyrr enn hann vissi, að það mundi reyn- ast vel? Ég á við þetta svæfinga-efni.“ „Það er aðeins getgáta hjá mér,“ svaraði Court Melady. „Eins og ég sagði yður áðan, þá trúði . hann mér ekki fyrir neinu, sem nokkru verulegu máli skipti." „Gæti efnafræðingurinn, sem setti lyfið sam- an, búið það til aftur, ef formúlan væri týnd eða henni hefði verið stolið?" Court Melady yppti öxlum. ,,Ég efa það,“ svaraði hann. „Hvað haldið þér um það, dr. Kunce?" „Ég efa það lika,“ svaraði dr. Kunce. „Svona lyf verða að vera rétt sett saman, ef þau eiga að hafa tilætluð áhrif. Verið getur, að efnafræðing- urinn, sem setti lyfið saman i upphafi, gæti fund- ið út samsetningu þess á löngum — já, mjög löngum tíma. Ef einhver hefði komizt yfir for- múluna, mundi hann geta fengið einkaléyfi á framleiðslu þessa lyfs og hann mundi geta fram- leitt það í stórum stíl löngu áður en Melady- stofnunin hefði aftur fundið út hina réttu sam- setningu. Þetta er aðeins mitt álit. Ég er ekki vel að mér í efnafræði og get því ekki fullyrt neitt um þetta.“ „Var ekki Pétur Melady hræddur um, að ein- hver mundi reyna að stela formúlunni?“ spurði Lamb fulltrúi. „Hann var mjög varasamur og tortryggði allt og alla,“ svaraði Court Melady. „En segið mér: Hvers vegna eruð þér með allar þessar spurning- ar um „slæpan" ? Hafið þið ef til vill fundið for- múluna?" „Nei,“ svaraði Lamb fulltrúi, „við höfum ekki fundið hana. Við vitum ekki heldur, hvort formúl- unni hefir verið stolið. Ég hugsaði aðeins sem svo, að þessi formúla gæti verið ástæðan til hvarfs Péturs Melady. Menn hverfa ekki þannig, án þess nokkur ástæða sé fyrir því.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.