Vikan


Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 15, 1947 13 >> I gegaium jarðgöngin. Smásaga eftir LEO nam staðar fyrir utan jarð- göngin og leit á nýja armbands- úrið sitt. Kaupmaðurinn í mexi- kanska fjallaþorpinu sem var indí- ánskur kynblendingur, hafði fullyrt að úrið væri gott og hafði Leo greitt einn dollar fyrir það. Klukkan var hálf tvö. Þá var ein klukkustund þangað til hraðlestin frá Chihuahua Alex Bræmer. var það furðulegt, að ekkert slys hafði fram að þessu hent hina bí- ræfnu Indíánadrengi, sem hvenær sem var hlupu í gegnum jarðgöngin, en þau voru aðeins fyrir eina lest í einu og því bráðhættulegt að fara um þau, þegar von var á lest. Það var þó ennþá furðulegra að járn- brautafélagið hafði ekkert eftirlit kæmi og hættulaust að fara í gegnum jarðgöngin. Leo hafði oft öfundað Indíánadrengina frá silfurnámunni, þar sem faðir Leos var forstjóri, fyr- ir að fara í gegnum jarðgöngin hve- nær sem var að deginum og án þess að hugsa neítt um hættuna. Með því losnuðu þeir við hálftíma gang nið- ur eftir bröttu fjallshliðareinstíginu, sem lá frá námunni til þorpsins. Nú ætlaði Léo að reyna að stytta sér leið á sama hátt, en auðvitað ekki án þess að vera viss um að engin lest væri væntanleg í bráðina. Þess vegna hafði hann keypt sér úrið. Annars Geturðu haldið vatnsglasi uppi með spili? Haldið spilinu milli tveggja fingra og þumalfingurs og snúið fram að ðhorfendanum. Er mögulegt að láta hálffullt vatnsglas halda jafnvægi ofan á röndinni á spilinu? (Mynd, A). Lausn á bls. lJf. með þessum jarðgöngum, sem voru alllöng. En Mexico var að öllu leyti undarlegt land. Leo lagfærði úrið og gekk inn í jarðgöngin. Það var kalt og næstum dimmt í þeim. Fótatak hans berg- málaði í auðum göngunum og Leo varð allt í einu gripinn hræðslu. Hann hraðaði sér allt hvað af tók. Allt í einu heyrði hann kallað á eft- ir sér: „Como le va? Hvernig hefir þú það ?“ Leo sneri sér snöggt við. Þetta var þá Huerta, einn af Indíánadrengjvm- um við námuna, sem ætlaði að fara Eldspýtnaþraut. Fáið einhverjum kunningjanum 5 eldspýtur og biðjið hann að mynda úr þeim 19, án þess að brjóta nokkra, og mynda síðan 20 með því að taka eina burtu. Lausn á bls. lJf. Glæpamaður, sem lögreglan leit- aði að, hafði verið myndaður á sex mismunandi vegu og voru myndirnar sendar til þeirra staða þar sem búizt var við að bófinn héldi sig. Nokkru síðar barst aðallögreglu- stjóranum skeyti frá smáþorpi nokkru: „Hefi handsamað fimm af bófunum og er á hælum þess sjötta.“ Lögfræðingurinn: „Segið nú rétt- inum, hvar hann kyssti yöur“. Vitnið: „Á munninn." Lögfræðingurinn: „Nei ég á við, hvar voruð þér?“ Vitnið: „I faðmi hans.“ sömu leið og hann. Leo andvarpaði af feginleika. Það var ljómandi gott að fá samfylgd. „Que te ve,“ svaraði hann, en það merkti ágætt. Huerta kom að hlið hans og lölluðu drengirnir svo í hægðum sínum á milli járnbrauta- teinanna og ræddust við. Allt í einu tóku teinamir að titra. Leo sneri sér óttasleginn að Huerta. „Lestin! Það kemur lest,“ hrópaði hann undrandi og skelfdur. „Hvað eigum við að taka til bragðs?“ Jarðgöngin voru of mjó til þess að það væri hættulaust að þrýsta sér upp að klettaveggnum og láta lest- ina fara framhjá. Loftþrýstingurinn myndi feikja þeim um. Huerta brosti. „Það sem við erum vanir að gera,“ svaraði hann og lagðist endilangur á milli teinanna. Hávaðinn frá lestinni nálgaðist óð- um. Leo starði um stund ráðalaus í kringum sig. Svo sá hann að það eina skynsamlega var að fara að dæmi' Indíánadrengsins. Þeir urðu að láta lestina fara yfir sig. Leo varpaði sér til jarðar bak við Huerta. Hann þrýsti sér eins fast og hann gat niður og stóð á önd- inni. „Que Dios te guarde, guð varðveiti þig,“ heyrði hann Huerta segja. Svo ætlaði allt um koll að keyra af há- vaðanum frá lestinni. Það skrölti, brakaði og brast yfir höfði Leos, eins og heimsendi væri að koma. Leo lá flötum beinum og þorði ekki að hreyfa sig einn millimeter meðan hraðlestin frá Chihuahua skrölti yfir hann. Að lokum hætti há,vaðinn. Lest- in var farin fram hjá. Leo stóð skjálfandi á fætur. Hann heyrði glað- legan hlátur fyrir framan sig. „Eigum við ekki að halda áfrarn," sagði Huerta, eins og það að láta járnbrautalest „aka yfir sig“ væri daglegt brauð. „Mille gracias, kærar þakkir," stundi Leo og hraðaði sér á eftir Indí- ánadrengnum. Skömmu síðar voru þeir báðir komnir heilir á húfi út úr göngunum. Leo varpaði öndinni af feginleika. Hann athugaði úrið. „Ég skil þetta ekki,“ sagði hann, „úrið mitt er varla tvö og hraðlestin á í fyrsta lagi að fara um jarðgöngin klukkan hálf þrjú.“ „tírið gengur skakkt," sagði Hu- erta. „kaupmaðurinn, sem þú keypt- ir það af er svikahrappur. Þetta er slæm vara.“ „Það hlýtur að vera," sagði Leo reiðilega. „Það kostaði mig nú næst- um lifið. Vilt þú eiga úrið?“ Huerta tók viðbragð. „Gott úr fyrir Indíána en ekki fyrir hvítan dreng," sagði hann og ljómaði af gleði þegar Leo gaf honum úrið. Þeir urðu nú samferða til þorps- ins, en Leo reyndi aldrei framar að stytta sér leið með því að fara í gegnum jarðgöngin. Hann hafði feng- ið nóg af þvi. Það þurfti sterkari taugar en hans til að þola það. 1. En ef bróðir þinn syndgar á móti þér, þá far og vanda um við hann að þér og honum einum sam- an; láti hann sér segjast, þá hefir þú unnið bróður þinn. 2. Þá gekk Pétur til hans og mælti við hann: Herra, hversu oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, er hann hef- ir syndgað á móti mér? Allt að sjö sinnum? Jesús segir við hann: Ekki segi ég þér, allt að sjö sinnum, held- ur allt að sjötíu sinnum sjö. 3. Þá ganga þeir til hans Jakob og Jóhannes Zebedussynir og segja við hann: Meistari, okkur langar til að þú gjöl’ir fyrir okkur það, sem við ætlum að biðja um. En hann sagði við þá. Hvað viljið þér að ég gjöri fyrir ykkur? En þeir sögðu við hann: Veit okkur að við fáum að sitja annar til hægri handar þér og hinn til vinstri handar í dýrð þinni. En Jesús sagði við þá: Þið vitið ekki hvers þið biðjið. Að sitja mér til hægri handar eða vinstri handar, er ekki mitt að veita, heldur veitist það þeim, sem það er fyrirbúið. 4. Og er þeir tíu heyrðu þetta, vaknaði hjá þeim gremja við Jakob og Jóhannes. Og Jesú kallaði þá til sín og segir við þá: Sérhver sá, er vill yðar á meðal vera fremstur, hann skal vera allra þræll.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.