Vikan


Vikan - 17.04.1947, Síða 1

Vikan - 17.04.1947, Síða 1
Þorsteinn H. Hannesson söngvari. Hann er heima snögga ferð og ætlar að halda söngskemmtanir á vegum Tónlistarfélagsins. Vikan notaði tækifærið til að hafa tal af honum og fer hér á eftir það, sem hann skýrði blað- inu frá um uppruna sinn, feril og nám. 'C’rá Siglufirði kemur fleira gott en síld ' og skíðagarpar. Söngurinn hefir ver- ið þar í hávegum hafður og þar var í ára- tugi tónskáldið Bjarni Þorsteinsson, sem vann það þarfaverk að safna íslenzkum þjóðlögum og gefa þau út — og þar fædd- ist 19. marz 1917 Þorsteinn H. Hannes- son, sonur Hannesar bóksala Jónassonar og Kristínar Þorsteinsdóttur. ■ Þorsteinn var sextán ára, þegar hann tók að syngja með Karlakórnum Vísi á Siglufirði. Sigurður söngmálastjóri Birkis kom norður og dvaldi með kómum um tíma á ári hverju og hjá honum hóf Þor- steinn söngnám sitt. Síðan hélt Þorsteinn áfram námi hjá Birkis á þann hátt, að hann var með honum á ferðalagi milli kór- anna í tvo vetur, 1939—’40 og 1940—’41, og naut kennslu hans. Varð hann stund- um að „sækja tíma“ á skíðum og þá hef- ir það auðvitað bjargað honum, að hann var frá Siglufirði! Haustið 1941 hélt Þorsteinn til Reykja- víkur. Þar söng han með Karlakór Reykja- víkur. Hann söng og í útvarp og á skemmt- unum. Hlutverk guðspjallamannsins söng Þorsteinn í Jóhaxmesarpassíunni eftir Bach, en hún var flutt á vegum Tónlistar- félagsins vorið 1943. Þorsteinn fór utan og til London haustið 1943 og hóf söngnám á „Royal College of Music.“ Dr. H. Amold Smith hefir verið aðalkennari hans allan tímann. Síðasta ár- ið hefir Þorsteinn lagt sérstaka stund á . óperusöng. í Englandi hefir Þorsteinn sungið tenor- hlutverkin í Judas Maccabæus og Messías eftir Hándel og Elías og Lofsöng eftir Mendelsohn. Hér ætlar hann að halda söngskemmt- anir á vegum Tónlistarfélagsins um miðj- an þennan mánuð. Á söngskránni verður m. a. lagaflokkurinn Ást skáldsins eftir Schumann, en hann er einn af þekktustu Framhald á bla. 7. jLjósm.: Vigfús Sigurgeirsson).

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.