Vikan


Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 2
VTKAN, nr. 16, 1947 PÓSTURINN Kæra Vika! Af því að þú ert gvo góð að leysa úr öllum vandamálum getur þú ekki gefið mér einhverjar upplýsingar um kvikmyndaleikarann Comel Wilde og hvar hann á heima. Ég vona að fá svarið I næsta blaði. Læla. Svar: Comel Wilde er fæddur í New York þ. 13. okt. 1915. Hann er 6 feta hár og 87 kg. að þyngd. Hann hefir brún augu og brúnt hár. Kvænt- ur er hann Patriciu Knight og eiga þau eitt bam. Áður en hann varð kvikmyndaleikari var hann skilm- ingakennari. Helztu myndir sém hann hefir leikið í em: 1000 og 1 nótt, Chopin, Látum drottin dæma, Sonur Hróa Hatttar. Hann leikur hjá 20th C. Fox, Culver City, Califomía. Kæra Vika. Heldurðu að þú vildi ekki vera svo góð að birta fyrir mig vísumar sem sungnar vom í útvarpið á laug- ardaginn fyrir hvítasunnu í sumar sem leið. Þær byrja svona: Það var um aldamótin. Og svo visumar: Blærinn í laufi. Með fyrirfram þakk- læti. Sigga. Svar: Því miður getum við ekki birt fyrir yður fyrra kvæðið þar sem endurprentun á því er bönnuð. En hér fer á eftir „Blærinn i laufi" eftir Jón frá Ljárskógum, tekið úr bókinni Hörpuljóð. Blærinn í laufi, hvíslandi hljótt, hörpuna stillir um vorljósa nött. Niðar við strönd af hafölduhreim, hlæjandi stjömuskrúð sindrar um geim. Þrösturinn kvakar kvöldljóðin sín, kliðurinn berst inn um gluggann til mín. Fögur er nóttin, hljóðlát og hlý — heilög sú stund, er við mætumst á ný. Dís minna vona, yndið mitt allt! Án þín er vorskrúðið litlaust og kalt, öll þessi fegurð, öll þessi dýrð, eyðist og gleymist, ef burtu þú flýrð. Vina mín, drotttning ljóðs mins og lags! Löng er ei stundin til komandi dags, fund okkar aðeins vomóttin veit — vittu nú, ljúfa, hve ást mín er heit. Bréfasambönd. Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska að komast í bréfasaraband: Ung svensk man önsker brewaxla pá svenska, engelska eller tyska med img man eller flicka frán Island. Intressen: Böcker, friluftsliv, dans, frimárksamling. — Svar till Börje Brandstedt, Bragev. 8, Fagersta, Sverige. Fanney Sigurjónsdóttir (18—20 ára), Kleppjárnsreykjum, Borgarfirði. Sólbjörg Sigfúsdóttir (18—20 ára), Kleppjámsreykjum, Borgarfirði. Lovísa Bíldal (11 ára). (Helzt i Hafn- arfirði). Eyrargata 1, Siglufirði. Þórunn Traustadóttir (19—21 árs), Suðurgötu 22, Siglufirði. Sigríður Eiríksdóttir, Hverfisgötu 8, Siglufirði. ioooooooooooooeooooooooooo&oooooooooooooooooooooooooo Rafvélaverkstæði * Halldórs Olafssonar Njálsgötu 112. — Sími 4775. Framkvæmir: allar viðgerðir á rafmagnsvélum og tækjum. Rafmagnslagnir í verksmiðjur og hús. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQi Hulda Jónsdóttir (17—20 ára), Hólmavík, Steingrímsfirði. Steinunn Guðbrandsdóttir (17—20 ára), Hólmavík, Steingrimsfirði. Svana Friðjónsdóttir (17—20), Hólmavik, Steingrímsfirði. Guðmundur Helgason (13—15 ára, helzt í Rvík), Heiðavegi 20, Vest- mannaeyjum. Ása Guðmundsdóttir (12—13 ára), Rangá, Djúpárhreppi, Rangárvalla- sýslu. Óskar Friðbjarnarson, (16—18 ára), Grunnavík, N.-Is. Benedikt Alexandersson (14—16ára), Dynjanda, Jökulfjörðum, N.-ls. Ingi Jóhannesson (14—16 ára),Dynj- anda, Jökulfjörðum, N.-ls. Bjarkey Sigurðardóttir (13—17 ára), Stóra-Ármóti, Hraungerðishreppi, Ámessýslu. Sigurbjörg Geirsdóttir; Hallanda, Hraungerðishrepp, Ámessýslu. Sigurður Sigurðsson (16—18 ára), Hillerödgade 72 III, Köbenhavn, N, Danmark. Valgard J. Jörgensen (15—16 ára), Laugavegi 20 B, Reykjavík. Hollenzk skátastúlka óskar að kom- ast í bréfasamband við skátastúlku hér. Hún er 17 ára, hefir mikinn áhuga á bréfaskriftum og skrifast á við stúlkur frá fimm löndum. Hún skrifar ensku. Nafn og heim- ilisfang hennar er: Willy Piet, Langestraat 90, Alkmaar, Neder- land, N.-Holland. Hann fann sérstaklega daufa stjörnu og ætlar að nefna hana eftir mér! Fermingargjafir í fjölbreyttu úrvali | Gottsveinn Oddsson \ úrsmiður. - Laugavegi 10. 1 (Gengið inn frá Bergstaðastr.6. Látið Ponds auka fegurð yðar. Einkaumboðsmenn fyrir Island G. Helgason & Melsted h.f., Reykjavík. Sími 1644. Útgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.