Vikan


Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 7
VTKAN, np. 16, 1947 7 Þorsteinn Hannesson. Framhald af forsíðu. lagaflokkum, sem samdir hafa verið. Auk þess verða á söngskránni íslenzk lög og óperu-aríur eftir Verdi og Wagner. Dr. Urbantschitsch aðstoðar hann. Þorsteinn hefir nú senn lokið námi og eru mestar líkur til þess að hann verði að setjast að erlendis, því að hér heima eru lítil tækifæri fyrir söngvara, og er slæmt að þurfa að missa svona menn, þegar þeir eru búnir að læra. En þrátt fyrir það eru þeir ekki tapaðir Islandi, því að íslending- ar eru þeir, hvar sem þeir verða og við og við snýr far þeirra flestra heim — til að gleðja með söng sínum. Þegar Þorsteinn var spurður, hvað hann hefði gert annað en syngja um ævina, þá svaraði hann brosandi, að hann hefði verið verkamaður, ritstjóri, dyravörður, skrif- stofustjóri, afgreiðslumaður (í rafmagns-, bóka- ogvefnaðarvöruverzlunum) bílstöðv- arstjóri, eftirlitsmaður hjá verðlagseftirlit- inu og stundað nám í Samvinnuskólanum — en alltaf hafi söngurinn svifið yfir vötnunum (eða réttara sagt hljómað!). Þorsteinn er kvæntur Huldu Samúels- dóttur frá Súðavík. í skugga hengingarólarinnar. Framhald af bls. 4. „Austur er austur og vestur er vestur.“ „Hvað meinið þér?“ „Ég sagði Gordon að við notuðmn aðrar aðferðir hérna, en þeir þarna vesturfrá. Við skulum nú reyna eina af okkar.“ Þeir tóku þegar að bera saman ráð sín. Gordon varð að hírast í klefa sínum þar til líða tók á daginn, þá var hann sóttur. Hann stökk á fætur, kastaði frá sér blað- inu, sem hann hafði verið að lesa og brosti háðslega. Hann hafði gaman af þessum árangurslausu rannsóknum þeirra, sem alltaf entu með kurteislegri afsökun. Sér- staklega naut hann þess að segja lögreglu- þjónunum svolítið til syndanna í kveðju- skyni. En brosið hvarf af vörum hans er tveir einkennisklæddir lögreglumenn leiddu hann þögulir á milli sín að skrifstofu leynilögreglustjórans. En honum brá all- mjög er hann mætti Malaja-Jones í skrif- stofudyrunum. Malaja-Jones var fluttur burt í handjárnum. Þó var það versta eftir ennþá. Inni á skrifstofunni sátu Mc Todd, sakadómari og tveir aðstoðarmenn hans, og á borð- inu lá gömul skammbyssa, vasabók og silfurúr. Annar aðstoðarmaðurinn sat og skrifaði en leit nú upp og sagði við yfir- mann sinn: „Á ég að skrifa að hann minntist ekki neins sökum ofdrykkju?“ „Nei — nei. Hann minntist þess þó að hafa heyrt hljóð af skotinu. Þegar maður finnst með „herfangið“ meðferðis og með skammbyssu, sem tveimur skotum hefir nýlega verið skotið úr, þá er enginn vafi á því hver sé morðinginn." Aðstoðarmaðurinn sneri sér skyndilega að Gordon og sagði: „En þér haldið því ennþá fram að hafa verið með Jones allt kvöldið milli kl. 10 og 12?“ Gordon deplaði augunum og Mc Todd, sem athugaði hann gaumgæfilega, gat les- ið hugsanir hans. Loks svaraði hann: „Nei ég yfirgaf her- bergið eina stund og fór út um bakdyrnar, ég hélt að Jones svæfi.“ „Hvert fóruð þér?“ „Ég þurfti að hitta kunningja minn.“ „Hvem?“ — þetta hljómaði sem byssu- skot í þöglu herberginu. Það var grafarþögn í herberginu drykk- langa stund og lögregluþjónarnir hreyfðu hvorki legg né lið. Loks tautaði Gordon gremjulega: „Ég neita að svara þessu! Ég hefi rétt til þess.“ „Alveg rétt. En það verður erfitt fyrir yður að afsanna að þér hafið verið á veð- lánaskrifstofunni hjá Levi, hjá Levi sál- uga ætti ég frekar að segja. Sérstaklega þegar nokkrir menn fullyrða að þið Jones voruð saman frá kl. 9 til kl. 12. „Já en, Jones hlýtur þó að vita að — — — Hann þagnaði og skynjaði hve aðstaða hans var vonlaus. Jones, svínið það! hafði gert einhverja skyssu meðan hann — Gordon — var burtu. Jones var alltaf með skammbyssu í vasanum og í þetta skipti hafði hann verið dauðadrukkinn. Og hin óhjákvæmilegu lög greindu ekki á milli þess sem var hinn raunverulegi morðingi og hins meðseka. Þetta gat kostað þá báða Veiztu þetta hengingarólina. Meira að segja höfðu eitt sinn þrír menn verið hengdir fyrir aðeins eitt skot. Ég get sannað að ég var ekki með. Ég laug áður. Ég var á skrifstofunni hjá P. & O. og stal indversku steinunum. Ég beið komu bátsins og framdi innbrotið milli kl. 10 og kl. 12 Aðstoðarmaðurinn yppti öxlum: „Verið þér ekki að ljúga upp á yður sök- um, við höfum heyrt svo margar lygasög- ur yðar að------“ „Já en ég hefi sannanir. I skónum mín- um. Hælamir eru holir að innan og------“ Með óðslegu fáti þreif hann af sér skóna, tók innri sólann af, í hælnum voru geymdir hinir dýrmætu steinar. Mc Todd stóð upp brosandi. „Takk fyrir, nú mega vitnin fara, þeirra er ekki lengur þörf. Thompson verður hér eftir meðan við skrifum ákæmna. Takið dótið af borðinu og setjið aftur í sýnis- homaskápinn.“ Gordon hvítnaði af bræði. . „Þetta getur kostað yður stöðuna! Þetta em svik! Þetta er aðeins þriðja stigs yfir- heyrsla. Ég kæri þetta,“ hvæsti glæpa- maðurinn. „Kæra hvað?“ spurði Mc Todd blíðlega. „Kæra upplestur Thompson, eða hvað? Það er aðeins daglegt starf að lesa hér upp slík skjöl. Þetta var aðeins lítill leikur til að kynna sér hina „heiðarlegu atvinnu.” Ef til vill hefir Jones gefið yður rangar upplýsingar, en hann losnar þó aldrei úr gömlum jámum.“ „Er Levi dauður?“ spurði Gordon titr- andi. „Nei hreint ekki, hann er við beztu heilsu það er ég veit og hann verður á- reiðanlega glaður að sjá yður, þegar þér komið út aftur eftir 7 ár.“ __ ? Efst t. v. Júní er hvergi ,,gift- ingarmánuður" nema í Banda- ríkjunum og Kanada. Að ofan í miðju. Hvaða kona gekk fyrst í pokabuxum (Bloom- ers). Svar: Frú Ametia Bloomers. Að ofan t. h. ,,Lúður“-svanurinn er nú aðeins til í Yellowstone- garðinum I Bandarikjunum. Neðan t. v. Samvöxnu síams- tvíburana hafa margir heyrt um, en færri vita að til eru aðrir sam- vaxnir síamtvíburar, sem eru skjaldbökur! Neðan t. h. Indíánar hrærðu í vatninu í laxafljótum með mull- einplöntum til að veiða fisk. Fisk- urinn neyddist til að koma upp á yfirborðið til að fá loft.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.