Vikan


Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 17.04.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 16, 1947 11 Mignon G. Eberhart: Framhaldssaga. Minningar frá Mel ady-sjúkrahúsinu 10 SAKAMALASAGA „Segið mér, herra Melady,“ sagði dr. Kunce, „hvenær sáuð þér Pétur Melady síðast hér x sjúkrahúsinu ? Eins og þér getið skilið, þá er ég mjög áhyggjufullur yfir hvarfi hans, einkum þó vegna þess að hann var sjúklingur hér í hús- inu.“ Það var eins og Lamb fulltrúi rankaði við sér. „Já, herra Melady. Hvenær sáuð þér hann síð- ast?'“ spurði hann. „Um níu-leytið í gærkveldi, hugsa ég,“ svaraði Court Melady strax. „Hvernig leit hann út þá?“ „Alveg eins og venjulega." „Var hann í góðu skapi?“ „Alveg eins og venjulega," endurtók Court Melady. „Kvartaði hann yfir nokkru sérstöku?" „Nei, það held ég ekki. Nei, alls engu.“ „Hvernig var samkomulagið milli hans og dr. Harrigan?" „Þessu á ég erfitt með að svara, herra fulltrúi,“ sagði Court Melady. „Þó er mér óhætt að full- yrða, að samkomulagið hafi ekki verið sem bezt, enda fóru þeir víst ekkert dult með það.“ „Vitið þér, hvers vegna þeir höfðu horn í síðu hvors annars?“ ,,Nei,“ svaraði Court Melady blátt áfram. „Hvenær fóruð þér út úr sjúkrahúsinu í gær- kvöldi?“ spurði Lamb fulltrúi óvænt. Court Melady hugsaði sig um. „Klukkan hefir verið eitthvað nálægt hálf tíu, hygg ég,“ svaraði hann eftir dálitla stund. „Mættuð þér nokkrum á leiðinni út?“ Court Melady leit snöggt á Lamb fulltrúa og síðan á dr. Kunce og svaraði eftir fáein augna- blik: „Nei, ég man ekki eftir neinum sérstökum. Hvers vegna spyrjið þér?“ „Fóruð þér beint heim?“ „Nei. Ég dvaldi nokkurn tima í Euclid- skemmtigarðinum.“ „Hvað langan tíma, haldið þér?“ „Ég get ekki sagt það með neinni nákvæmni." „Hvað var klukkan, þegar þér komuð heim ?“ „Hún mun hafa verið um ellefu.“ „Hittuð þér nokkurn í húsinu, þegar þér kom- uð heim ? Þér hafið ef til vill talað við einhvern heima?“ „Nei. Ég fór beint inn í herbergi mitt og sá engan.“ „Sá enginn þjónn yðar eða þerna yður, þegar þér komuð?“ „Nei,“ svaraði Court Melady með undrunar- hreim í i-öddinni. „Hvað eiga allar þessar spum- ingar að þýða, ef ég mætti spyrja?“ „Ekkert annað en það, að það gæti komið sér vel fyrir yður, herra Melady, ef einhver hefði séð yður fara út úr sjúkrahúsinu, eða gæti sann- að að þér hefðuð ekki verið þar, þegar dr. Harri- gan var myrtur og tengdafaðir yðar hvarf. Kon- an yðar er einkaerfingi Péturs Melady, þér játið, að þér séuð stundum í f járþröng og þér getið ekki sannað hvar þér voruð milli klukkan tíu og tólf þetta örlagaríka kvöld." Lamb fulltrúi sneri sér að dr. Kunce, „eða hvað finnst yður?“ „O-nei, o-nei,“ svaraði dr. Kunce hikandi. „En gætið þess, herra fulltrúi, að það var ekki Pétur Melady, sem myrtur var, heldur dr. Harrigan." „Ja-á, nú skil ég, hvert þið eruð að fara,“ sagði Court Melady. „Ég vil leyfa mér að fræða ykkur á því strax, að ég var ekki her í sjúkrahúsinu á þeim tíma, sem dr. Harrigan var myrtur, svo ykk- ur mun ganga illa að upplýsa málið, ef þið haldið lengi áfram á þessari braut. Ég get bætt því við, að ég var farinn héðan löngu áður en morðið var framið og að ég veit ekkert um þetta morð. Ég vildi mega ráðleggja ykkur að framkvæma nákvæma leit að Pétri Melady frænda mínum. Ég læt mér ekki koma til hugar, að hann hafi myrt dr. Harrigan og hlaupíð síðan í felur, og ég efast um að það sé heldur. skoðun ykkar. Hvar er hann? Hvað hefir komið fyrir hann? Hefir hann einnig verið myrtur, eða hvað?“ Hann þagnaði, og spurningar hans virtust bergmála í sléttum og auðum veggjum skrif- stofunnar. Hefir hann einnig verið myrtur? Hefir hann einnig verið myrtur? Hvorki Lamb fulltrúi né dr. Kunce virtust geta svarað þessum spumingum hans. Þeir þögðu, og það leið alllöng stund áður en Court Melady tók aftur til máls og sagði: „Ég ráðlegg yður, herra fulltrúi, að aðhafast sem fyrst eitthvað í þessu máli i því efni, sem mér liggur þyngst á hjarta: Að finna Pétur Melady. Hann er vel þekktur maður hér í borginni, og þér megið vita, að yður verður legið á hálsi, ef þér látið tímann líða og hafizt ekkert að.“ „Skiptið yður ekki af því,“ svai-aði Larnb full- trúi önugur. „Það er mitt að svara til þessa, en ekki yðar. Sjáið þér til, ég mun hafa komizt fyrir allt þetta á næstunni og það áður en þessi nýi lögregluforingi hefir svo mikið sem stigið fæti sínum í þessa borg.“ „Nýi lögregluforingi ? “ spurði dr. Kunce. „Eigið þér við þennan unga náunga, sem nýlega var skipaður í málið?“ „Jamm. Þeir halda að hann sé eitthvert heims- ins tromp og skipuðu hann sérstaklega til að taka þetta mál að sér. Þeir hafa gert hann að lög- regluforingja — það er að segja, hann verður það, þegar hann kemur hingað á föstudaginn. Hann var nú aðeins einkalögreglumaður — og þér getið nærri, hvað þessir leikmenn eru slungn- ir í svona málum!“ „Mér finnst hann hafa verið heppinn að lenda fyrst á þessu máli,“ sagði Court Melady. „Jamm — það má nú segja,“ svaraði Lamb fulltrúi, „en ég hef nú samt ætlað mér að vera búinn að ljúka þessu máli, þegar hann birtist hér. Þessi morðmál eru venjulega einföld, ef menn komast aðeins á sporið.“ „Já — auðvitað," svaraði dr. Kunce. „Það er um að gera að komast sem fyrst á sporið. Heit- ir þessi lögregluforingi ekki O’Leary? Mig minn- ir, að hann væri nefndur svo í blöðunum." „Jú,“ svaraði Court Melady. „Hann heitir víst O’Leary. Það er viðkunnanlegur maður. Ég hef einu sinni verið með honum í kvöldverðarboði. Þeir gera sér miklar vonir um hann.“ „Nú, svo þér þekkið hann,“ sagði dr. Kunce. „Ætli þetta sé vel fær maður?“ „Það getur vel verið, en þó lítur hann ekki út fyrir það. Hann er skemmtilegur maður — það er hann. Grannvaxinn ungur maður, sem klæðir sig vel og ekur í góðum bíl. Hann sagði frekar lítið í kvöldverðarboðinu — og ekkert af viti. Ég býst varla við, að glæpamennirnir okkar skjálfi í buxunum, þótt þeir komi fram fyrir hann.“ „Er þetta Lance O’Leary, sem þið eruð að tala um?“ spurði ég Lamb fulltrúa. „Já, einmitt. Lance O’Leary heitir hann,“ svar- aði Lamb fulltrúi. „Kapnist þér við hann?“ „Ég stundaði hann einu sinni, þegar hann var veikur,“ svaraði ég, því ég sá enga ástæðu til að nefna það, að ég hafði kynnst Lance O’Leary, þegar hann var að rannsaka glæpamál, sem gerst hafði í einu sjúkrahúsi, sem ég starfaði við. Ég hef sagt frá því máli annars staðar og ég vona, að mér sé óhætt að kveða svo að orði, að ég hafi þá haft tækifæri til að gefa honum nokkrar smávægilegar upplýsingar, sem að gagni komu. Lamb fulltrúi horfði á mig rannsakandi aug- um. „Heyrið þér nú, hjúkrunarkona góð,“ sagði hann. „Þér skuluð ekki stinga neinu undan fyr- ir mér, þó þessi O’Leary sé góður vinur yðar.“ „Ég get fullvissað yður um það, herra full- trúi,“ svaraði ég, „að ég hef enga löngun til að stinga neinu undan fyrir yður, ef þér eigið með því við, að ég haldi leyndum fyrir yður einhverj- um upplýsingum, sem leitt gætu til þess að upp hefðist á morðingjanum. 1 fyrsta lagi hef ég engu að leyna og í öðru lagi krefst ég þess aldrei að verða vinur þeirra, sem ég stunda sjúka.“ Court Melady hafði kveikt sér í öðrum vind- lingi og saug hann nú svo mjög, að honum svelgd- ist á af reyknum og hóstaði kröftuglega. Lamb fulltrúi reyndi að afsaka orð sín og sagði: „Nei, ungfrú. Þér lítið ekki út fyrir að vera . . .“ Ég heyrði eklti lok setningarinnar, þvi nú reis dr. Kunce skyndilega á fætur og gekk til dyranna að almennu skrifstofunni, gægðist fram og spurði, hvort herra Ladd væri kominn. Kenwood Ladd var kominn, og þegar Court Melady heyrði það, stóð hann upp og horfði spurnaraugum á Lamb fulltrúa, eins og hann væri að spyrja, hvort hann mætti ekki fara. „Vilduð þér gera svo vel og gera mér aðvart, ef þér komist að einhverju sérstöku ?“ spurði Court Melady. „Fyrst og frepxst langar mig til að frétta eitthvað um Pétur Melady. Konan min er mjög kviðin og taugaæst vegna hvarfs hans.“ Hann sneri sér nú að dr. Kunce, sem konl í þessu: inn á gólfið ásamt Kenwood Ladd. „Vilduð þér gjöra svo vel og líta til konu minnar einhvern- tíma í dag, dr. Kunce? Hún mundi verða yður mjög þakklát fyrir það. — Komið þér sælir, herrá Ladd.“ „Komið þið sæl,“ sagði Ladd. Court Melady flýtti sér út. Kenwood Ladd lit- aðist um í skrifstofunni og fékk sér síðan sæti eftir bendingu dr. Kunce. „Ég er kominn hingað samkvæmt beiðni yðar, dr. Kunce,“ sagði Kenwood Ladd. „Vilduð þér tala eitthvað við mig?“ Engum mundi hafa komið til hugar, að Ken- wood Ladd væri skelfdur. Honum hafði ekki gengið sérstaklega vel undanfarið, en morðið á dr. Harrigan var þó hámarkið á allri óheppni hans. Að vísu var aðstaða hans nokkuð góð í því máli og hann stóð sig vonum framar, en þó var hann eitt sinn hætt kominn. „Já — ég gerði það,“ svaraði dr. Kunce hægt. „Eins og þér getið skilið, erum við skyldir til að afla okkur allra upplýsinga um þetta hræðilega atvik, sem fyrir kom í gærkvöldi. Það er aðeins til málamynda, sem við köllum yður hingað.“ „Ég skil það,“ svaraði Kenwood Ladd. „Það hlýtur að vera erfitt fyrir ykkur að rannsaka þetta mál, þegar þess er gætt að sjúkrahúsið er stórt og fjöldi manns gengur þar út og inn dag- lega.“ „Erfitt?“ gall Lamb fulltrúi við. „Ekki svo erfitt, góði minn. Við erum smám saman að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.