Vikan


Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 17, 1947 3 Hið íslenzka prentarafélag var stofnað 4. apríl 1897. Stofnendur voru þessir tólf prentarar: Aðal- björn Stefánsson, Benedikt Páls- son, Bergþór Bergþórsson, Davíð Heilmann, Einar Kristinn Auðuns- son, Priðfinnur Guðjónsson, Guð- jón Einarsson, Hafliði Bjarnason, Jón Árnason, Stefán Magnússon, Þórður Sigurðsson og Þorvarður Þorvarðsson, sem var forgöngu- maður mn stofnun félagsins og fyrsti formaður þess. Af stofnend- unum eru nú aðeins tveir á lífi, Friðfinnur Guðjónsson og Jón Árnason. Fyrsta stjóm félagsins var skip- uð þessum mönnum: Form. Þor- varður Þorvarðsson, ritari Þórður Sigurðsson, gjaldkeri Friðfinnur Guðjónsson. Samkvæmt 2. gr. fyrstu laga H. I. P. var tilgangur félagsins: „að efla og styrkja samheldni meðal prentara á íslandi; að koma í veg fyr- ir að réttur vor sé fyrir borð borinn af prentsmiðjueigend- um.; að styðja að öllu þvi, er til framfara horfir í iðn vorri, og, að svo miklu leyti sem hægt er, tryggja ýelmegun voraífram- tíðinni.“ Fyrir stofnendum vakti, að félagið næði til allra prentara á landinu. Þessu tak- marki var þó ekki náð að fullu fyrr en árið 1920. Á 3. fundi prent- arafélagsins, er hald- inn var 15. apríl 1897, vakti formaðurinn (Þ. Þ.) máls á stofnun sjúkrasjóðs fyrir fé- lagsmenn og lýsti kynnum sínum af siíkum sjóðum erlend- is. Var kosin nefnd til þess að at- huga málið og semja reglur fyrir væntanlegt sjúkrasamlag. Endan- lega var gengið frá þessu máli 18. ágúst 1897 og Sjúkrasamlag Hins íslenzka prentarafélags stofnað — fyrsta sjúkrasamlagið hér á landi. Starfaði það til mikilla hagsbóta fyrir félagsmenn um 40 ára skeið, eða þangað til lögin um alþýðu- tryggingar gengu í gildi, 1. janú- ar 1937. Síðan hefir sjúkrasjóður H. I. P. starfað sem styrktarsjóð- ur, aðallega goldið dagpeninga í veikmdum og dánarbætur. Skömmu eftir að Sjúkrasamlag H. I. P. var tekið til starfa, tók félagið að athuga möguleika fyrir stofnun atvinnuleysisstyrktarsjóðs og voru reglur fyrir hann sam- þykktar 1. apríl 1900. Nokkur ár liðu þó áður en frá stofnun þessa sjóðs var gengið að fullu, því það var ekki gert fyrr en 9. nóvember 1909. Pyrsta stjórn Htns ísl. prentarafélags (talið frá vinstri): Friðfinnur L. Guðjónsson, gjaldkeri. Er fæddur 21. sept. 1870, hóf prentnám 1886 í prentsmiðju Bjamar Jónssonar á Akureyri. — Þorvarður Þorvarðsson, formaður. Hann var fæddur 23. mai 1869, hóf prentnám 1884 hjá Sig- mundi Guðmundssyni. — Þórður Sigurðsson, 'ritari. Hann var fæddur 5. okt. 1868, hóf prent- nám hjá Einari Þórðarsyni 1884. Þórður var formaður sjúkrasamlags prentara í meir en tvo áratugi. Hús Hins ísl. prentarafélags við Hverfisgötu 21. Það var keypt I ársbyrjun 1941. Sjóðnum var gefið nafnið Atvinnuleysisstyrkt- arsjóður Hins íslenzka prentarafélags. Þessi sjóður hefir reynzt einhver öflugasti bakhjall- ur við framsókn fé- lagsins í hagsmuna- baráttu prentara- stéttarinnar. 1904 bundust 20 prentarar samtökum um stofnun prent- smiðjunnar Guten- berg. Hún tók til starfa 1905 og hafði ómetanlegt gildi fyr- ir framgang stéttar- innar. Fyrstu samningar H. I. P. eru undirrit- aðir 19. desember 1906. Er sá samning- ur vafalaust fyrsti vinnusamningur hér á landi milli iðnfélags og atvinnurekenda. — Samkv. samningnum er vikiikaup sveina 18—23 kr„ 10 klst. vinnutími á dag, greiðsla fyrir alla al- menna helgidaga og hálfsmánaðar veik- indi á ári. Framhald á bls. 7. Hið íslenzka prentarafélag 50 ára Stofendur Hins íslenzka prentarafélags voru tólf. Af þeim eru tveir á lífi og var þessi mynd tekin rétt fyrir fimmtugsafmæli félagsins. — T. v. Friðfinnur Guðjónsson (sjá mynd af fyrstu stjóminni), t. h. Jón Arnason. Hann er fæddur 5. júní 1875, hóf prentnám í Isafoldarprent- smiðju 1893. Núverandi stjóm Hins ísl. prentarafélags. — Fremri röð (frá vinstri): Meyvant Ó. Hallgrímsson, gjaldkeri, Stefán ögmundsson, formaður, Árni Guðlaugsson, ritari. Aftari röð (frá v.): Gestur Pálsson, meðstjómandi, Pétur Stefánsson, meðstjórnandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.