Vikan


Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 17, 1947 5 ---- ]\ý framhaldssaga: ...... SPOR FORTÍÐARINNAR ................ ÁSTASAGA eftir Anne Duffield Stóri borðsalurinn var næstum auður, en mat- urinn mjög íburðarmikill. Kaye majór valdi mat- arréttina og var það mest léttmeti, sem þau borð- uðu og meðan á máltiðinni stóð töluðu þau glað- lega saman. Sybil óð bamalega elginn og varð Tony þá jafnan fyrir svörum. öðru þverju lagði Linda brosandi orð í belg og sneri sér að majórn- um og dró hann inn í samræðumar. Kaye var mjög kurteis og umhyggjusamur veitandi, en hann talaði ekki mikið — hann var enn þá hálf ringlaður og reyndi að átta sig á ungfrú Summers. Hann sá, að hún var þama alveg eins og heima hjá sér. Auðvitað kærði hann sig ekki um að hún færi að sýna honum auðmýkt. Það var auðséð að hún var af sömu stétt í þjóðfélaginu og hann, enda þótt örlögin hefðu ráðið því svo að hún var í þjónustu hans. En samt kom þessi rósemi hennar og öryggi honum á óvart. Hann vildi ekki að hún væri feimin vegna þessarar stöðu sinnar sem lagsmær Sybil. Það var öðm nær. En — jseja, þetta var nú samt staða henn- ar og því varð ekki breytt. Hann hafði verið henni velviljaður og verið ákveðinn að gera allt sem hann gæti til að hún kynni vel við sig meðal þeirra — en þessi góðu áform vom alveg óþörf. Ungfrú Summers var hæglát og tranaði sér ekki fram, en hann hafði aldrei kynnzt neinum, sem var eins ömggur og blátt áfram. Hverra manna var hún? Hargreaves hafði mælt með henni og Kaye majór hafði með þökk- um þegið ráðleggingar hans í því efni — svo hafði ekki unnizt timi til að gera frekari fyrir- spumir um hana. Þessu hafði verið slegið föstu í símskeyti. Majórinn hafði talið það víst að ung- frú Summers væri vön þessu starfi og stöðu og að það væri heppileg tilviljun að hún væri óráðin og vildi taka Sybil að sér. Nú var hann farinn að efast um að svo væri. Ungfrú Summers virtist ekki, eftir framkomu og útliti að dæma, hafa haft það að lífsstarfi að vera lagsmær og kenslu- kona — það var öðm nær. Kaye majór andvarpaði. Þetta var auma klíp- an. Bölvaður karlinn hann Sam Jones! Hann varð að gera allt sem hann gat fyrir þetta bam hans, en hann óskaði þess af heilum huga að Sam hefði lagt þessa skyldu á herðar öðmm en hon- um. 4. KAFLI Þau gengu nú aftur út á pallinn til að drekka þar kaffið og reykja vindlinga. Severing stakk upp á að þau fæm á eitthvert annað hótel þar sem dansað væri. „Hvað segið þið um það ungfrú Summers og Kaye majór?“ spurði Tony. „Það er ekkert á móti því að þið Sybil farið þangað svolitla stund,“ svaraði majórinn. „Ég vil gjaman tala við ungfrú Summers i ró og næði, ef yður er sama.“ „Auðvitað," svaraði Linda brosandi, en ame- ríski hreimurinn í rödd hennar var talsvert áber- andi. „Þér emð alltaf svo amerískar," sagði Sybil háðslega. „Þessi hreimur er mér ranninn í merg og bein, Sybil," svaraði Linda fjörlega. „Ég get aldrei losnað við hann.“ Kaye majór hlustaði á þetta með hmkkað enni. Amerískur hreimur. Var þá þessi ungfrú Summ- ers amerísk? Majórinn varð enn þá meira hugs- andi. Hann fyrirleit Ameríkumenn frá fomu fari, eins og margir Englendingar gera, sem hvorki þekkja lönd né þjóðir Vesturheims. Amerísk! Og hún átti að ala Sybil upp og gera hana að enskri hefðarstúlku. Hargreaves gamli átti skilið að vera hengdur. Tony og Sybil fóm og skildu hin tvö eftir á pallinum. Þau sátu andspænis hvoru öðru við lítið borð úti í dimmu homi. „Vindling?" Kaye majór bauð Lindu úr vindl- ingahylki sínu. „Nei, þakka yður fyrir, ekki strax." • Hann kveikti sér sjálfur í vindlingi og hélt lóf- anum fyrir loganum á eldspýtunni til að verja hann fyrir kvöldgolunni. Blossinn lýsti allt í einu upp andlit hans, þannig að það glampaði á augun, en svo varð allt dimmt aftur. Linda vafði þunnri slæðunni fastar að sér og spennti greipar í kjöltu sér til að forðast að majórinn sæi hvað hendur hennar skulfu. Hún sat grafkyrr og róleg að því er virtist, en slagæðamar á hálsi hennar slóu ört og hún blessaði myrkrið, sem huldi geðs- hræringu hennar fyrir majórnum. „Það var fallegt af yður, ungfrú Summers að koma alla þessa leið með svona stuttum fyrir- vara," hóf Kaye majór mál sitt, dálítið vand- ræðalega. „Mér var það sönn ánægja," svaraði hún, og ég er Hargreaves mjög þakklát fyrir meðmælin, sem hann gaf mér og að þér skylduð taka mig. Það er ekki gott að fá atvinnu nú á dögum." „Þér vomð þá atvinnulausar — já, auðvitað. Það var heppilegt fyrir okkur." Síðustu setning- unni bætti hann við dálítið fljótmæltur. „Ég hefi ekki fram að þessu þurft að vinna fyrir mér," svaraði hún. „En núna þurfti ég þess.“ „Ó já, ég skil. En ég hélt — hélt —.“ „Að ég væri vön að taka að mér ungar stúlk- ur?“ greip hún fram í fyrir honum. „Mér þykir fyrir því, ef Hargreves hefir sagt yður það. Það hefði hann ekki átt að gera." „Hann — ég hélt að það væri alveg sjálfsagt." „Og nú segið þér við sjálfan yður, að ég sé alveg óhæf, að ég geti ekki------.“ Hann sá spé- kopp koma í aðra kinn hennar. Hvers vegna var spékoppurinn þar sem spékoppar voru ekki vanir að vera? „Nei, alls ekki, ég hefi ekkert sagt,“ mótmælti hann og gat ekki annað en brosað á móti. „En þér emð kvíðinn —.“ Honum fannst hún brosa fallega, einkum hvemig bros hennar náði til augnanna. „Sjáið þér til ungfrú Summers. Hver eruð þér eiginlega ? Hvaðan komið þér og hvers vegna gerizt þér lagsmær dóttur Sam Jones?" „Ég heiti Linda Summers og bý í litlu hús á landareign bróður mins í Somerset. Tekjur mínar -—■ þær, sem ég hafði — fékk ég af eignum í Ameríku. En nú þegar ég missti þær varð ég að leigja hús mitt og leita mér að atvinnu. Hargrea- ves er lögfræðingur bróður míns og hjálpaði hann mér. Þess vegna er ég nú hingað komin." „En býr bróðir yðar í Englandi?" spurði hann. „Eruð þið þá ekki amerísk?" „Ég er fædd þar og var vestan hafs þangað til eftir stríðið. Faðir minn var enskur og móðir mín írsk. Pabbi var starfsmaður hjá ensku fyrir- tæki í New York. Ég veit ekki hvort ég á að telja mig ameríska." „Nú — þessu er þá þannig varið," sagði hann með svo auðsæum hugalétti, að hún hló. „Yður geðjast ekki að Bandaríkjamönnum ? “ „Jú, sem einstaklingum — en ekki sem þjóð. Svo að þér eigið hús í Somerset — það er yndis- legt hérað. En hvers vegna — bróðir yðar hlýtur að hafa getað —.“ „Auðvitað," greip hún fram í fyrir honum, því að henni var ljóst, hvað hann var að fara. „Mér geðjast ekki að því að liggja uppi á ætt- ingjum mínum.“ „Það skil ég vel,“ sagði hann hann, en það var engin sannfæring í rómnum. Hann gat ekki ennþá skilið þetta. Honum fannst að það hefði verið hægt að hjálpa henni í vandræðum hennar á annan betri hátt. „Og nú — nú?“ spurði Linda glaðlega. Hún var nú búin að fá fullt vald yfir sjálfri sér og þó að hjarta hennar slægi óeðlilega ört, skein ekki annað en gamansémi út úr svip hennar. Hún var ákveðin að taka þessu ekki með viðkvæmni og hörmungarsvip — hún var ekki svo heimsk! „Jæja þá,“ sagði hún aftur, „hvemig hljóðar þá dómur- inn, að yfirheyrslunni afstaðinni? Haldið þér að ég geti staðið í stöðu minni?“ Hann þagði við þessari spurningu. Hann sat um stund þegjandi og reykti vindling sinn. Honum veittist erfitt að gera sér grein fyrir tilfinningum sínum. Þó hafði hann það á undirvitundinni að það væri mjög vafasamt, hvort ungfrú Summers gæti staðið í stöðu sinni. Hugmyndum hans um lagskonu, sem hiaut að vera leiðinleg, en þannig að hægt væri að ganga fram hjá henni með kaldri kurteisi, var nú með öllu kollvarpað. Þessi kona var atkvæðamikil og bar mikla persónu og varð þvi að taka tillit til hennar. Það yrði aldrei hægt að gleyma nærvem hennar og virða hana að vett- ugi. Hún var aðlaðandi — eða svo fannst honum eftir þessa stuttu viðkynningu — næstum því heillandi. Mönnum er yfirleitt illa við að hafa slíkar konur sem þessa meðal starfsliðs síns. Fyr- ir miðaldra piparkarl, sem hann var, var það mjög ískyggilegt. „Hún umhverfir öllu á heimilinu eftir sínum geðþótta," hugsaði hann. Hann hafði líka van- traust á henni að einu leyti, sem sagt á hrein- skilni hennar. Hún virtist ekki taka skjólstæðing sinn föstum tökum — hún hafði verið neydd til að leita atvinnu og Austurlönd höfðu freistað hennar. Með því að taka Sybil að sér hafði hún slegið tvær flugur í einu höggi — fullnægt þörf sinni og löngun. Majórinn hafi meira rétt fyrir sér með þessum grun sínum en hann hafði hugmynd- um. Hann leit snöggt upp og horfði alvarlega á aðlaðandi andlit hennar, sem var nú ekki lengur glettnislegt. Kaye fór líkt og Lindu — hann ákvað að koma strax fram við hana á sama hátt og hann hafði hugsað sér að umgangast fylgi- konu Sybil í framtíðinni. Hann kannaðist þó við fyrir sjálfum sér að þetta yrði ekki mæðulaust starf fyrir unga stúlku af hennar stétt ■— sem auk þess var óvenju aðlaðandi — en hún hafði tekið þetta að sér og varð að skilja að hlutverk hennar var að ala Sybil upp og ekkert þar fram yfir. Ef hún skoðaði þetta egypzka ævintýri sem skemmtiferð, þar sem hún mætti lifa og láta sem henni sýndist, varð hann strax að svipta hana þeim tálvonum. „Ég er sannfærður um, ungfrú Summers, að þér munið geta gegnt starfi yðar sómasamlega,"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.