Vikan


Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 17, 1947 sagði hann, „ef þér skiljið. rétt hlutverk yðar. Þér þurfið að vera Sybil annað og meira en fé- lagi.“ „Það skyldi ég strax á. Hargreaves," svaraði hún rólega. Hún talaði nú eins og hún væri að ræða við hann um viðskipti — hún hafði orðið vör við vantraust hans gagnvart henni. „Viljið þér nú ekki,“ hélt hún áfram, „segja mér hvernig þér urðuð fjárhaldsmaður Sybil og eitthvað um hana sjálfa?" „Faðir Sybil var skólabróðir minn. Hann var þrár og einþykkur piltur, sem átti ekki sjö dag- ana sæla í skólanum fyrir það að hann var ekki úr sömu stétt í mannfélaginu sem við hinir. Hann hefði aldrei átt að fara í þann skóla — þér vitið hvað drengir geta verið miklir spjátrungar." Lánda kinkaði kolli. „En þér tókuð hann undir yðar verndarvæng,“ sagði hún. „Mér geðjaðist vel að honum," svaraði hann blátt áfram. „Við urðum vinir, en það yrði of langt mál að segja yður frá því öllu, það myndi þreyta yður. Við misstum ekki sjónar af hvorum öðrum -— vorum saman í striðinu. Síðar tók hann við verksmiðju föður síns og græddi á tá og fingri. Fjölskylda mín lenti í mikilli fjárþröng 1925, það er að segja, hefði lent í henni, ef Sam hefði ekki hjálpað okkur. Ég á honum allt að þakka." „Og hann gerði yður að fjárhaldsmanni Sybil?" „Já, þvi miður." „Hversvegna hafið þér aldrei fyrr séð skjól- stæðing yðar?“ „Ég hafði ekki hugrekki til þess,“ svaraði hann hreinskilnislega. „Ég fór einu sinni að heimsækja þau skömmu eftir giftinguna, en gerði það ekki aftur. Eftir það hittumst við Sam alltaf í London — en það var mjög sjaldan." „Geðjaðist yður ekki að konu hans?“ „Ég gat ekki þolað hana! Hún var óviðfeldin, slungin og oflátungsleg. Þér þekkið þá mann>- tegund. Ég vissi að þau áttu barn, hafði aldrei séð það— og ég hafði ekki minnstu hugmynd um fyrir en Sam dó, að hann hafði valið mig til að vera fjárhaldsmaður hennar. Hann skildi eftir bréf til min — og það var ekki hægt að skorast undan." „Eru ekki tvö ár síðan hann dó?" spurðr Linda. „Jú, og kona hans dó einu ári á undan honum. Ég var erlendis, þegar Sam dó og gat ekki komið heim. Hargreavs tók Sybil og fjárhald hennar a® sér. Hún fór til London eins og þér vitið, til að fara í listaskóla." „Já, mér var kunnugt um það.“ „Og auðsjáanlega hefir hún ekki hegðað sér sem bezt, stúlkan. Hargreaves var áhyggjufullur og sagðist ekki geta haft lengur hemil á henni. Þar sem ég á hérna fast heimili, var ekki annað fyrir mig að gera en að láta hana koma til mín.“ „Hvað heimtið þér svo af mér fram yfir það að vera henni félagi?" spurði Linda. „Ég vil að þér fágið framkomu hennar, kennið henni góða siði og framar öilu öðru venjið hana af götumálinu, sem hún talar. Þér eigið sem sagt að ala hana upp.“ „Það er nokkuð seint að byrja á því núna,“ Linda brosti, „lítið á mig, ég hefi búið í Englandi síðan 1920, en ég nota ennþá amerisk orðatiltæki og framburð eins og Sybil segir." „Það er allt annað," sagði K. stuttlega, „þér vitið vel við hvað ég á með Sybil." „Ef til vill. Yður finnst hún illa siðuð?" „Ég er ekki dómbær á það eftir svona stutta viðkynningu. En — jæja, það var í hæsta máta ókurteist af henni að segja það, sem hún sagði um konur á fertugsaldri. Ég var bæði undrandi og reiður." „Hún er nú aðeins átján ára og það er ekki nein ný bóla að jafnaldrar hennar nú á dögum komi með slíkar athugasemdir. Ég man meira að segja eftir að ég komst eitthvað líkt þessu að orði, þegar ég var átján ára.“ „Það getur verið, en ég held varla að þér hafið sagt það við stúlku, sem var eldri en þér sjálfar, ungfrú Summers." „Nei, áreiðanlega ekki." „Sybil er allt of fljótfær og frökk," sagði hann. „Hún gefur sér ekki tíma til að hugsa." Linda hefði getað sagt honum að Sybil gæfi sér góðan tíma til að hugsa og ekki nóg með það, heldur reyndi hún eftir megni að hafa athugtsemdir sínar sem mest særandi. En hún var of hyggin til að segja það við þennan mann — og yfirleitt við nokkum. „Þér verðið að kenna henni að hugsa," sagði K. að endingu. „Ég skal reyna það,“ svaraði hún dauflega. „Ég leyfi mér líka að láta þá skoðun í ljós, að það sé betra að vera strangari við hana." „Ég er ekki viss um að það gagni að beita hana hörku," svaraði hún varlega. „Ég skal gera allt, sem í minu valdi stendur, Kaye major, en þér megið ekki búast við að ég geri neitt kraftaverk. Ég get ekki — og það getur enginn — breytt innræti hennar og lundarfari." „Hún er ekki annað en bam, sem auðvelt er að hafa áhrif á og það til góðs ef hún er í réttum höndum." Linda svaraði þessu engu og lét ekki uppi hugs- anir sínar. Kaye majór brosti aftur óvænt — „Ætli við séum ekki búin að ræða þetta vandamál nægilega. Eruð þér þreyttar, ungfrú Sommers? Viljið þér fara upp í herbergi yðar?“ „Nei, ég er ekki hið minnsta þreytt." „Viljið þér vindling ? “ „Þakka yður fyrir." Hann kveikti á eldspýtu — loginn lýsti upp andlit þeirra og majórinn beygði sig fram til að kveikja í vindlingi hennar. „Ég vona að Tony verði ekki of lengi úti með Sybil," sagði hann svo. „Við verðum að leggja af stað klukkan átta í fyrramálið, því að við eigum langt ferðalag fyrir höndum. Þér vitið að ég bý úti í óbyggðum." „Ég hélt að þér byggjuð í Abbou Abbas. Er það ekki allstór bær?“ „1 Abbou Abbas er járnbrautarstöðin og er hún næsta borg við heimili mitt. Það er góður vegur að búgarði mínum — einnar klukkustund- ar akstur í bifreið. Ég vona að yður þyki ekki um of einmanalegt þar.“ Það var engin hætta á því, hugsaði Linda, hún gæti búið á eyðieyju ef majórinn væri aðeins hjá henni. „Hvenær komum við þangað?" spurði Sybil. Klukkan var hálf níu morguninn eftir, þegar Blessað barniðl Teikning eftir George McManus. Mamman: Elsku vinur, viltu gefa Lilla mjólk ? Hann er að gráta, en ég er svo þreytt, að ég get ekki farið á fætur. Pabbinn: Æi, ég er svo syfjaður. Pabbinn: Drottinn minn, engin mjólk í ís- skápnum. Ætli það sé ekki eitthvað hjá ná- búanum ? Pabbinn: Ég tek hana bara. Hann veitir því enga athygli. Ég bæti honum þetta upp. Lögregluþjónn: Ertu að stela mjólkurflöskunni ? Komdu til dómarans og stattu fyrir máli þínu. Pabbinn: Góður dómari þetta.Hann Mjólkurpósturinn: Góðan daginn, herra minn leyfði mér að fara og sagði: „Hafðu Þú ert snemma á fótum núna, sé ég. Hvað viltu með þér flöskuna." margar mjólkurflöskur ? Ég hefi nóg.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.