Vikan


Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 17, 1947 7 50 ára afmæli Prentarafélagsins Framh. af hls. 3. Hinn 31. des. 1908 er undirritaður nýr samningur. Mikilvægasta breytingin er 9 klst. vmnutími á dag, en þriggja daga sum- arleyfi með fullu kaupi næst ekki fyrr en með samningum 29. jan. 1915. Árið 1910 stofnaði félagið stéttarblað sitt ,,Prentarann“. Hefir það komið út flest árin síðan, að undanskildu tíu ára tímabili (1917—26). Tímabilið 1914—18, meðan Norðurálfu- ófriðurinn geisaði, kom tilfinnanlega nið- ur á prenturum, ekki síður en öðrum vinnustéttum, því kaupgjaldiið hækkaði þá hvergi nærri í hlutfalli við dýrtíðina. Var afkoma f jölskyldumanna sérstaklega slæm á þessu tímabili. 8 stunda vinnudagurinn fékkst viður- kenndur með samningum 1920. Gekk hann í gildi 1. jan. 1921. Þá náði félagið og samningum um 6 daga sumarleyfi með fullu kaupi. Frá 2. febr. 1922 til 29. apríl 1929 var H. í. P. skipt í deildir, og var Reykjavíkur- deildin vitanlega langstærst. Fulltrúafund- ir, sem haldnir voru á Jónsmessu ár hvert, fóru með æðsta valdið í félagsmálum, en stjórn félagsins var kosin hlutbundinni kosningu meðal allra félagsmanna. Þetta fyrirkomulag þótti nokkuð viðamikið í ekki stærra félagi, og var því afnumið, en jafnframt var meðlimum stjórnarinnar fjölgað um tvo, upp í fimm menn. 1929 var Ellistyrktarsjóður H. 1. P. stofnaður. Fyrsti ellistyrkurinn var veitt- ur 1934. Undanfarin 10 ár hafa 5—7 menn verið á föstum ellistyrk. 1933 fékkst sumarleyfistíminn lengdur upp í 12 virka daga á ári. En með samn- ingunum 1944 náðist samkomulag um 15 virkra daga orlof fyrir þá sem unnið höfðu að iðninni í 10 ár, en 18 daga fyrir þá sem unnið höfðu 18 ár eða lengur. 1940 minntust prentarar 500 ára afmælis prentlistarinnar með pílagrímsför að Hól- um í Hjaltadal, en þar var fyrsta prent- smiðjan stofnsett hér á landi. Við það tæki- færi gáfu prentarar Hóladómkirkju prýði- legt eintak af Guðbrandarbiblíu, sem ávallt verður talin meðal beztu kjörgripa í ís- lenzkri prentlist. I ársbyrjim 1941 keypti H. I. P. hús- eignina á Hverfisgötu 21 og sama ár um haustið jörðina Miðdal í Laugardal. Er „Prentarahúsið" hugsað sem framtíðar fé- lagsheimili, en Miðdalur fyrir sumarskála félagsins og sumarbústaði prentara. Eru Gleðilegt sumar! þar nú risnir upp 14 smekklegir sumar- bústaðir, en félagið hefir hug á að koma þar upp sumarskála við fyrsta tækifæri. Árin 1919, 1923, 1942 og 1944 átti fé- lagið í vinnudeilum, og stóð sú lengsta í sjö vikur. Má segja að félagið hafi komið einhuga og sterkt úr þeim öllum. En sterk- asti bakhjarl félagsins hafa sjóðir þess verið og samhugur allra, þegar á hólminn hefur verið komið. Eins og að framan getur, voru stofnend- ur félagsins 12. Nú vinna að prentiðn 126 setjarar, 44 prentarar, 65 nemendur og 37 aðstoðarkonur í prentsmiðjum. Árið 1919 samdi félagið í fyrsta skipti um kaup prentsmiðjukvenna og hefir jafn- an gert það síðan. Um kaup prentnema hefir það samið undanfarin 10 ár. Að öðru leyti en hér er tekið fram, vís- ast til einstakra greina í afmælisblöðum Prentarans 1937 og 1947. Núverandi stjórn H. I. P. skipa: For- maður Stefán Ögmundsson. Ritari Árni Guðlaugsson. Gjaldkeri Meyvant Ó. Hall- grímsson. 1. meðstj. Pétur Stefánsson. 2. meðstj. Gestur Pálsson. VIKAN Fermingargjöf Passíusálmar Nýlega er komin út sér- óskar öllum lesendum sínum gleðilegs sumars. Gleðilegt sumar! Kexverksmiðjan Frón h.f. staklega falleg vasaút- gáfa, búin undir prentun eftir handriti Hallgríms Péturssonar af Sigurbirni Einarssyni dósent. Hin ákjósanlegasta ferming- argjöf! Passíusálmana þurfa allir íslendingar að eiga. Bókagerðin LILJA. Gleðilegt sumar! Verzlunin Edinborg. Veiðarfæragerð Islands. Heildverzl. Ásgeirs Sigurðssonar. . ' ..-.: ~~'J t Gleðilegt sumar! Litla Blómabúðin. „„„....................................................................................................................................................................................................................................................

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.