Vikan


Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 9

Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 17, 1947 9 Fréttamyndir Unga stúlkan á myndinni hljóp burt frá eiginmanni sínum eftir 48 klukkustunda hjónaband og krafðist skilnaðar. Hinar myndimar eru af eiginmanninum og móður stúlkunnar. Truman forseti á veiðum við Bermudaeyjar. Þegar einn af fyrstu flugmönnum heimsins, forvígismaðurinn Orville Wright, var spurður um flugmál á 75 ára afmæii sínu, sagðist hann nú hafa mestan áhuga á að friður héld- ist í heiminum. Pyrir 2 árum er Wright gamli var 73 ára flaug hann eitt sinn að gámni sínu Constellation- flugvél. Þykir honum sem vonlegt er mikill munur á nútímaflugvélum eða skrapatólum þeim, er hann flaug sjálfur skömmu eftir aldamót. George Wilkinson háttsettur starfs- maður hjá Scotland Yard átti að gæta þess að Molotov kæmist örugg- lega um borð í Queen Elizabeth í Englandi, en þegar um borð kom krafðist rússneski ráðherrann þess að hann færi með sér vestur um haf. Varð svo að vera og fór Wilkinson án þess að hafa svo mikið sem aðra skyrtu með sér en þá, sem hann stóð í, þar sem honum vannst ekki tími til að fara aftur í land. Bamið á myndinni er yngsti farþegi, sem flogið hefir yfir Atlants- haf og er aðeins 10 vikna gamalt. Faðir þess kom með það, en móðirin, sem var brezk dó skömmu eftir fæðinguna. Þarna sést hvar afi og amma er að taka á móti föðumum og baminu í Chicago,. 4 Varaforseti eins stærsta sláturfélagsins í Chicago, R. G. Haynie sést hér á myndinni útskýra fyrir landbúnaðarráðinu kjötskortinn í landinu. Meðal annars sagði hann að kjötkaupmenn seldu nú 98% minna en fyrir 5 ámm. T. h. á myndinni er öldungadeildarþingmaðurinn Elmer Thomas frá Oklahama. Thomas E. Dewey (t. v.) fylkisstjóri í New York, sem líkt og Truman forseti er fylgjandi frjálsum innflutningi Gyðinga til Palestínu, sést hér á tali við Samuel Hausman áður en þeir lögðu fram áskorun þess efnis að „nokkur hundruð þúsund" Gyðinga fengi landgöngu i sínu fvrir- heitna landi."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.