Vikan


Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 17, 1947 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ! • HEIIVIILIÐ • ■ i m ■ ■ uiiiiiMiiiiiiiiimiiiiiiMitiiMiiiiiiiiiiimMMiMiiiiiiifiniiiMiiiiimiiiimHiiimiiiiiiiiiitiiiimuiiiiiiiiiiiiMimiiimiimiiiiimimiM Myrkfœlni barna. S................ Eftir Carry C. Myers Ph. D. ...............I, IUatseðillinn Fisksúpa. 50 gr. smjör, 50 gr. hveiti, % 1. tómatsósa, 2 1. fisksoð, 2 gul- rætur. Litlar fiskbollur. Gulrætumar eru skomar í þunnar sneiðar og brúnaðar lítið eitt í smjör- inu. Hveitinu er stráð út í, tómat- sósunni hrært saman við og þynnt með fisksoðinu. Súpan er nú látin smásjóða í 20 mínútur. í>á er hún síuð í gegnum sáld og suðan siðan iátin koma upp á henni. Fiskbollurnar eru bornar fram í súpunni. Fiskréttur: Bauðsprettufilé. 3 kg. rauðsprettur, 2 egg eða hveitijafningur, 2 til 3 teskeið- ar salt, 300 gr. steyttar tví- bökur og flot til að steikja í. Rauðspretturnar em hreinsaðar, svarta roðið tekið af og það hvíta Húsráð Litirnir I upplituðum teppum skýr- ast, ef þau eru strokin með volgri blöndu af ediki og vatni eftir að þau hafa verið barin. Silkisokkar verða miklu endingar- betri, ef þeir eru þvegnir áður en farið er í þá í fyrsta sinn. > i Gyllta ramma á að hreinsa upp úr ediki og vatni. Flugnablettum af þeim má ná með lauksneið. skafið vandlega. Uggamir klipptir af. Fiskurinn er flattur í fjóra hluta, salti stráð á og látið bíða í fimmtán mínútur. Þá em bitarnir skolaðir í köldu vatni og þurrkaðir með hreinum klút, velt upp úr eggjunum eða hveiti- jafningi og síðan upp úr steyttum tvíbökum. Steiktir á pönnu eða í potti með feiti í, sem á að vera svo heit, að blá gufa rjúki upp af henni. Bitarnir em steiktir þangað til þeir verða ijósbrúnir. Borið á borð með ýmsum ljósum sósum svo sem karrý- sósu, ætisveppasósu o. fl. og hrærðu smjöri. Tízkumyrnd Hentugur, tvilitur kjóll. Fjórir ættliðir dást að þeim fimmta. Langa-langa-langamman frú Shlegel, sem er áttatíu ára gömul og á heima í Philadelphia heldur á Kenneth litla sem er níu daga gamali. Margir foreldrar er gæta þess of vél að böm þeirra verði ekki myrk- fælin, ganga of langt í þessu efni, með því að láta þau fara að hátta í myrkri. Að vísu hafa ungböm fram að iyz árs aldri ekki neina myrk- fælni til að bera, en mörg börn 2—6 ára og jafnvel eldri eru haldin sterk- um ótta við myrkrið, ótta, sem býr í þeim langt fram eftir aldri og get- ur verið þeim hinn mesti hængur ekki sizt ef sá ótti er aukinn eða við- haldið að óþörfu. Foreldrar skyldu venja börnin við rökkrið eða myrkrið með því að slökkva Ijósið í barnaherberginu, en hafa þá dymar opnar að næsta her- beri og hafa þar ljós. Ef bamið er mjög myrkfælið er gott að koma stöku sinnum inn i herbergið til þess. Mörg böm sem krefjast þess að dyrnar að næsta herbergi séu hafðar opnar, venjast þó myrkrinu og nokkram vikum eða mánuðum seinna láta þau sér í léttu rúmi liggja, þótt stundum ,,gleymist“ að opna á milli. Bamið grœtur. Faðir skrifaði greinarhöfundi eftir- farandi bréf: „Fyrir þremur nóttum kom fyrir mig vandamál sem gerði mig kvíðafullan. Litli sonur minn, sem vanur er að sofna fljótlega eftir að hann er háttaður tók til að gráta alveg að ástæðulausu, að þvi er mér virtist í fyrstu. Ég gekk inn til hans og huggaði hann. En ekki var ég fyrr kominn út úr herberginu en grátkviða hófst að nýju. Eg fór aftur inn í herbergið, en fann ekkert sem gæti amað að honum er ég hafði hlúð að honum og huggað fór ég út aftur, en þá tók hann til að gráta í annað sinn. 1 gærkvöldi endurtók sig sama sagan. Hann fór að gráta þegar ég bauð honum góða nótt og lokaði dyr- unum. Ég gekk aftur til hans og kvaðst hann vera hræddur. Ég skyldi dyrnar eftir opnar og fór. Hann var þá hinn rólegasti og tiu mínútum síðar var hann sofnaður." Ur skólastílnum: „Rómverjar lögðu vegi sína þráð- beina, svo að Bretar gætu ekki falið sig við beygjumar." „Shakespeare var mjög kurteis maður. Hann sagði oft: „Farðu til .... en hann lauk aldrei setning- imni. Refsing fyrir tvíkvæni er 7 ár og tvær tengdamæður. Georg Washington var stórmerki- legur maður, vegna þess að hann var Ameríkumaður og sagði alltaf sannleikann. I>etta eru hinar viðurkenndu og margeftirspurðu ACME þvottavindur Fyrir stríð var ACME bezta og fullkomnasta þvotta- vindan er til landsins fluttist. Nú er hún betri og fnll- komnari en nokkru sinni áður. ACME þvottavindan er jafnframt taurulla. Fæst í öllum búsáhaldaverzlunum. Einkaumboð og heildsölubirgðir: Guðm. Guðmundsson & Co. Hafnarstræti 19. Símar 4430 og 6900.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.