Vikan


Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 17, 1947 13 ERFIÐUR MORGUMIM. Barnasaga eftir Axel Bræmer. Or LI og ég stukkum upp úr rúm- unum klukkan sjö um morgun- inn, því að þetta var afmælisdagur- inn hennar mömmu og við höfðum ákveðið að færa henni te í rúmið. Vel útsofnir og ákafir læddumst við út í eldhús. í>að átti auðvitað að koma mömmu á óvart að við sáum um morgunverðinn. Óli byrjaði með því að setja upp tevatnið „Þessi gashani er hálflaus," sagði hann. „Við verðum að herða á hon- um. Mamma verður fegin því.“ Hann náði í gamla, ryðgaða nagl- bítinn okkar og herti svo hressilega á hananum ' að naglbíturinn fór í sundur. En haninn varð svo fastur, að við gátum naumast skrúfað frá honum, en að lokum tókst það þó og vatnsketillinn komst yfir logann. Þegar vatnið tók að sjóða, gátum við bara ekki skrúfað aftur fyrir gasið. Við ryktum og toguðum, en allt fór á sömu leið. Hann bifaðist ekki. „Þetta er að gera mig brjálaðan," sagði Oli að síðustu. „Eg verð að hjóla til gaseftirlitsmannsins, hann getur áreiðanlega lagað þetta á svip- stundu. Svo get ég keypt brauðið um leið." Hann þaut af stað og ég stóð einn eftir og horfði á vatnið sem bullsauð, þvi að stöðugt logaði á gasinu. Það leið drykklöng stund og ekki kom Oli. Að lokum varð ég órólegur og fór niður til að svipast um eftir hon- um. Hann stóð rétt fyrir utan dyrn- ar — á hjólinu — og var aumingja- legur á svipinn. „Er nú fjandinn laus?“ spurði ég hann. „Já, en ég er fastur,“ svaraði hann fúll. „Hjólhesturinn minn sprakk, svo að ég tók hjólhest mömmu. En á leiðinni frá gaseftirlitsmanninum, sem getur þar að auki ekki komið fyrr en eftir klukkustund, festi ég aðra skálmina á buxunum minum í keðjunni og get nú ekki losað hana aftur. Við verðum að skrúfa keðju- hlífina af.“ Eg gat ekki stillt mig um að hlæja. „Þú hefir þá þurft að mjaka þér heim, svona fastur í keðjunni!" „Já,“ fnæsti hann, „ég varð að ýta mér meðfram rimlagirðingunni. En farðu nú og sæktu skrúfjárn." Eg sótti skrúfjárnið og tók að bjástra við keðjuhlífina. Þegar ég hafði reynt við allar skrúfurnar og brotið á mér margar neglur, gafst ég upp. „Þetta tekst aldrei," sagði ég. „Já, en hvað á ég að gera?“ sagði Öli. „Eg get ekki staðið hér í allan dag — auk þess er afmælisdagúrinn hennar mömmu. Það fer áð koma fólk á götumar." „Þú verður að fara úr buxunum," sagði ég. Oli glápti illskulega á mig, en annað var ekki hægt að gera. „Þú verður að minnsta kosti að hjálpa mér inn í ganginn," samþykkti hann að lokum ólundarlega. Með miklu erfiðismunum gat ég tosað honum og hjólhestinum inn fyrir úti- hurðina. Það fór nú ekki hávaða- laust fram og heyrðist mér Oli við- hafa ljótan munnsöfnuð, þegar hann skall í vegginn. Nokkrar myndir féllu líka niður af veggnum með miklum gauragangi. Að lokum komst Oli þó heill á hófi úr buxunum og þaut upp til að fara í gamlar buxur. „Jæja, þá,“ andvarpaði hann af feginleika, „bara að gaseftirlitsmað- urinn komi nú!“ „Ketillinn!" hrópaði ég skelfdur. „Hann er líklega orðinn ónýtur. Vatn- ið hlýtur að vera allt soðið úr hon- um.“ „Heimskur ertu,“ sagði Oli „hvers vegna tókstu hann ekki af loganum?" Við þutum kvíðafullir fram í eld- hús. Þarna stóð þá mamma. „Góðan daginn," sagði hún, „hvað gengur eiginlega á fyrir ykkur. Þið ætlið að setja allt á annan endann — þið haf- ið eyðilagt gashanann.“ Okkur var litið á gasið — það logaði ekki á því. „Hvernig — hvernig slökktir þú á gasinu," stamaði Oli. „Eg skrúfaði fyrir alla leiðsluna til vélarinnar," sagði mamma bros- andi, „það gat ykkur ekki dottið í hug að gera!" Við horfðum sneyptir á hvorn annan. „Þið hafið farið of snemma á fæt- ur,“ hélt mamma áfram, móðurlega, „Leggið ykkur útaf aftur. Svo skal ég færa ykkur te í rúmið.“ Við hlýddum orðalaust, þvi að við voruð dauðþreyttir eftir þetta. Seinna um _ daginn gáfum við mömmu konfektkassa og blómvönd og átti hún það sannarlega skilið eftir allt þetta. Hún sagði ekki eitt reiðiorð út af „morgunverkunum" okkar — en hún skildi að tilgangur okkar með þessu hafði verið góður og það þótti henni mest um vert. ’ Veiztu þetta — ? Amerískur skopteiknari líkir hungursneyðinni i heiminum viðbotnlausahit. Efst til vinstri: Mílusteinar í Tíbet sjást í tuttugu mílna ijarlægð. — Neðst til vinstri: Hvað veldur þvi að sum skordýr geta hlaupið á vatni, án þess að sökkva? Teygjanleg skán, sem myndast á yfirborði vatns og getur haldið dýrunum. — Efst til hægri: öllum bömum á Admiraltyeyj- imum við Nýju Guíneu er kent að synda jafnvel áður en þau ganga. — Neðst til hægri: Fáir fuglar fljúga hærra en 3000 fet. Skrítlur Gesturinn: „Það er leitt að maður- inn yðar skuli ekki vera heima núna, ég hefi heyrt að hann segi oft sögur eftir máltíðir." Frúin: „Já minnist þér ekki á sög- umar hans, þær em svo hræðilegar að ég hefi ekki haft þjónustufólk í síðustu 4 ár!“ „Hvernig fótbrotnaði Georg?" „Sérðu stigann þama?" „Já." „En það gerði Georg ekki." Hjúkranarkonan: „Sjúklingurinn á nr. 109 er mjög fríður sýnum." Yfirhjúkrunarkonan: „Já en fyrir alla muni þvoðu honum ekki í fram- an, þær hafa gert það fjórar í morg- un.“ Farandsalinn hringdi heim og sagð- ist vera veðurtepptur. Framkvæmdarstjórinn svaraði: Sumarleyfið þitt byrjar frá og með deginum í dag. Vandlátur kaupandi: „Mér lízt ekki á þennan fisk.‘ Fisksaiinn: „Jæja frú, ef þér eruð aðeins að hugsa um útlitið, þvi kaup- ið þér þá ekki gullfisk?" fietur spil haldið uppi fullu vatnsglasi? Takið tvö vatnsglös og setjið spil- ið ofan á það, þannig að dálítið bil sé þó milli glasanna. Ef þið setjið fullt vatnsglas ofan á spilin mun það falla niður. En þetta er þó mögulegt hvernig? r , , _ Lausn a bls. lJf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.