Vikan


Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 19, 1947 ÓFRÍÐA STLLKAN. Smásaga eftir Jens Locher. ‘Ú'G verð að tala við þig, Ema, það er mjög mikilvægt málefni. Til að byrja með vissi ég ekki hvort ég gæti talað um það við þig og í nótt gat ég ekki sofið, en mér er orðið það ljóst að eins og sambandi okkar er háttað þá get ég ekki leynt þig neinu. Annars værum við ekki vinkonur." „Góða Karen, þú gerir mig forvitna.“ „En það kostar mig baráttu við sjálfa mig að koma orðum að þessu við þig. Og ég bið þig að grípa ekki fram í fyrir mér, heldur lofa mér að koma með útskýring- ar.“ „Sjáðu nú til, Ema, ég er ófríð ...“ „Nei, það ertu alls ekki!“ „Það er fallegt af þér að bera á móti því, en ófríð er ég samt!“ „Hver segir þið.“ „Spegillinn. Og jafnvel þótt ég liti aldrei í spegil fengi ég að vita það á annan hátt, ekki sízt þegar ég er með þér!“ „Ég hefi aldrei sagt...“ „Auðvitað hefir þú það ekki, en þú ert falleg — mjög falleg, það veiztu sjálf.“ „Það má vel vera að ég sé snotur...“ „Já, Erna mín þú ert tvímælalaust fall- egasta stúlkan í bænum, og sem bezta vin- kona þín hefi ég sannarlega fengið að vita, hvað það er að vera ófríð. Við vomm alltaf saman og umkringdar af ungrnn mönnum, það er að segja þú varst það, því enginn var á eftir mér. Fyrsta árið, sem við vor- um saman hélt ég að ég ætti líka tilbiðjend- ur í þeim hóp, en ég komst að raun um að svo var ekki. Það var napurt fyrir mig að finna að enginn kærði sig um mig og ég vona að þú hafir ekki orðið vör við bitur- leika minn þá.“ „Nei, ég tók ekki eftir neinu.“ „En þar sem ég er gædd holdi og blóði eins og þú, hefi ég grátið marga nóttina við að sjá hvemig allir biðla til þín. Um tíma hugsaði ég mér að hætta að vera með þér, en þá hefði ég aldrei getað hitt þá, sem ég var ástfangjn af. Þegar ég var með þér vom þeir neyddir til að tala líka við mig og vera vingjamlegir. Ég var eins og dimmur hnöttur, sem snerist í kringum þig og lifði á þeim ljóma, er stafaði af þér.“ „Það hefi ég aldrei vitað.“ „En svona var það samt. Ó, Erna, ég hefi hatað þig.... einkum þegar Poul Nielsen biðlaði til þín ..!“ „Ertu ástfangin af Poul?“ „Þú lofaðir að spyrja mig ekki, en lofa mér að útskýra þetta eins vel og ég gæti. Þetta síðasta ár höfðum við verið saman næstum því á hverjum degi og hefir það verið mér hreinasta víti. Að vísu hefi ég átt sælustundir, sem ég hefði ekki viljað vera án. Ég vonaði að einhver einn af öll- um þínum biðlmn — að — það er bezt að vera ekki með málalengingar. Ég vonaði að Poul Nielsen færi að geðjast að mér, enda þótt honum þætti fallegri lítil nef. Það sagði hann einu sinni af því að þú hefir lítið nef. Þess vegna hefi ég í þrjá mánuði haft þvottaklemmu á nefinu á næturnar, með þeim afleiðingum að það varð bæði skakkt og blátt, og ekki minnk- aði það .. .“ „Ertu gengin af göflunum ...!“ „Já, ég hefi verið brjáluð, og meira en það, því að ég hefði mátt vita að þetta var vonlaust, þangað til á miðvikudag .. “ „Hvað skeði þá?“ „Þú mátt ekki spyrja. Sjáðu til, Ema, á miðvikudaginn hélt ég, að nú væri ég loks að verða gæfusöm, en — nú finnst mér það vera stolin hamingja!“ „Frá hverjum?“ „Frá þér!“ „Nei, það get ég fullvissað þig um,“ „Jú, því að ég veit að Poul Nielsen þykir einnig vænt um þig.“ „Einmitt það.. hvað áttu við með þessu? Poul og ég höfum verið trúlofuð í einn mánuð.“ „Það vissi ég ekki.“ „Það átti líka að vera leyndarmál!" „En ég kem með leyndarmál mín og trúi þér fyrir þeim.“ I VEIZTU —? I 1. Lindbergh varð ekki fyrstur manna til = að fljúga viðstöðulaust yfir Atlants- 1 hafið. Hvað flugu margir það á. und- = an honum? f 2. Hvaða heimsfrægur heimspekingur átti i við mikið konuríki að búa? 3. Fyrir hvað er Harley Street í London | þekkt? 4. Hverrar þjóðar var Mata Hari, njósn- = arinn frægi frá fyrri heimsstyrjöldinni ? 1 5. Hvert var seinna nafn Michelangelo ? f 6. 1 hæl hvers stakkst ör Achillusar? 7. Hvaða fræg leikkona hélt áfram að f leika á gamals aldri og þá búin að f missa annan fótinn? = 8. Hver var Aesculapius? 9. Hvaða land framleiðir mest kjöt? 10. Hvað vegur nýfæddur fíll mikið ? Sjá svör á bls. 14. f „Má ég nú fá að vita hvað fór á milli ykkar Poul á miðvikudaginn ?“ „Ekkert — alls ekkert.“ „Ef þú heldur að þú sleppir við svo búið, þá skjátlast þér hrapalega.. ! Láttu það koma. Ég hefi rétt til að vita það, hvort Poul er líka að draga sig eftir þér!“ „Eftir því sem þú segir . ..“ „Auðvitað." „Ég skil þetta ekki, en það var víst heimskulegt af mér að halda.. “ „Hvað hélstu?" „Að Poul væri hrifinn af mér ... “ „Poul!“ . „Hlæðu að mér. Laglegum stúlkum getur þótt svo margt fleira hlægilegt en ófríðum stúlkum!“ „En gaf Poul þér í raun og veru tilefni til að ætla að hann ... þú segir á miðviku- dag, en þá vorum við öll þrjú í boði hjá frænku.“ „Einmitt... og Poul stakk upp á því við mig að við færum í gönguferð í tungls- ljósinu.“ „Já, nú man ég það. En hvernig gaztu tekið það svona hátíðlega?“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ungur maður hefir beðið mig að koma í göngu- ferð í tunglsljósi!“ „En skeði nokkuð? Ég á við hvort hann hafi kysst þig eða beðið þín ... ?“ „Nei, alls ekki, en ég var hamingjusöm." „Elsku Karen mín, þú verður að fyrir- gefa mér, því að þetta er allt mér að kenna. En hvernig gat ég vitað að þetta bragð mitt myndi valda þér svona miklum þjáningum ...!“ „Bragðið þitt!“ „Já, auðvitað. Frænku hefir lengi grun- að að það væri eitthvað á milli Poul og mín, og þar sem ég vildi leyna hana þessu bað ég Poul að biðja þig að koma í göngu- ferð svo að frænka heyrði til!“ „Það var þá þess vegna... “ „Já, auðvitað, vegna hvers hefði hann annars átt að gera það?“ „Þú hefir rétt fyrir þér . . . það gat ekki neitt annað legið þar á bak við ..“ Myndin er af pólskum útlaga, Stanislaw Ballon, sem tekinn var fastur í Þýzkalandi. Var hann gnmaður um morð á 43 mönnum, en hann hafði hótað að drepa 50 Þjóðverja í hefndarskini fyrir foreldra sína, sem nazistar drápu í Póilandi. Ball- on var fyrirliði óaldarflokks, sem fór um með rán- um.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.