Vikan


Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 19, 1947 Sýning Félags íslenzkra frístundamálara Framhald af bls. 3. sama, að föndra við liti og línur, þegar dagleg störf gefa tóm til þess. Það mundi verða stolt og heiður félags vors, ef almanna- rómur, einhvern tíma síðar, krýndi einhvern félaga vorn heiðursheitinu listamaður. Vér álítum að félagsskapur við aðra áhugamenn, sé góður undirbún- ingur til að taka þeirri tign og þeim vanda, er hluttaka í ríki hinnar sönnu listar leggur þjón- um sínum á herðar. Vér álítum nauðsynlegt að brýna vel íyrir gestum vorum þessi sjónarmið, því það mundi spilla ánægju skoðandans, ef hann væri hvattur til að leggja listrænt mat á þau tómstunda- verk, sem hér eru til sýnis. Vér vonum, áð gestir vorir finni hér eitthvað, sem þeim er hugstætt, eitthvað, sem gleður auga þeirra, og ef til vill eitt- hvað, sem bendir til meiri frama á leiðum forms og lita. Vér þökkum yður komuna og treystum á velvild yðar og skilning í framtíðinni." Það var gaman að þessari sýningu og margt gott á henni, þótt myndirnar væru mjög mis- jafnar, en aðalatriðið er það, að þessi frístundaleikur eða vinna eða hvað menn vilja kalla það, er mjög holl og merkileg dægra- stytting, sem þroskað getur meira en lítið iðkendur hennar. Winston Spencer Churchill, fyrrv. forsætisráðherra Breta, hefir skrifað bráðskemmtilega grein um þetta efni, „Að mála sér til skemmtunar" og kom hún í „TJrvalsgreinar", sem bókadeild Menningarsjóðs gaf út 1932, en þýðandi var Guðm. landsbókavörður Finnbogason, og fer hér á eftir ofurlítill part- \ir af henni: „Þætti þessa set ég ekki fyr- ir almenningssjónir fyrir þá sök, að ég ímyndi mér að þeir séu mikils virði. Þeir eru ritaðir af manni, sem í tómstundum legg- ur stund á hitt og þetta og hefir hin síðustu árin fundið nýja skemmtun og langar til að segja öðrum frá hamingju sinni. Að hafa náð fertugsaldri án þess að handf jatla nokkurn tíma pensil eða fitla við teikniblý, að hafa horft með fullorðinsaugum á alla málaralist sem leyndardóm, að hafa staðið forviða frammi fyrir krítarmyndum strætapent- arans og verða svo allt í einu gagn- tekinn af nýjum og brennandi áhuga og viðureign við liti, lit- spjöld og málarastriga, og vérða yfirlætisleysi, þvi að í engu efni finn ég betur til auðmýktar eða kem fremur til dyranna eins og ég er klæddur. Ég ætla mér ekki að skýra, hvernig eigi að mála, Ullarþvottur í sveit, eftir Herbert Sigfússon. Úr Þingvallasveit, Þorkell Gíslason. ekki óánægður með árangurinn, það er reynsla, sem bæði er furðuleg og auðgar andann. Ég vona að aðrir geti öðlazt hana líka. Ég þættist góður, ef þess- ir þættir kæmu öðrum til að reyna það, sem ég hefi reynt, og ef sumir að minnsta kosti bæru úr býtum heillandi nýja skemmtun, unaðslega fyrir sjálfa þá og, hvað sem öðru líð- ur, ekki afskaplega skaðlega mönnum né skepnum. Eg vona, að þetta sé nægilegt heldur aðeins hvernig eigi að skemmta sér. Lítið ekki á þessa viðleitni með aðgerðarlausum efa og þótta. Kaupið yður lita- kassa og reynið. Ef þér þurfið eitthvað til að fást við í tóm- stundum, til að snúa huganum frá hversdagsönnunum, til að Ijóma upp hvíldardagana, þá verið ekki of fljótir til að halda, að þér getið ekki þarna fundið það, sem yður vantar. Jafnvel þótt þér séuð orðinn fertugur! Það væri sorglegt að eyða leik- stundum sínum við „golf" og „bridge", dund og slæping, vita ekki í hvorn fótinn á að stíga, eða hvað taka skal f yrir hendur — eins og ef til vill er örlög sumra vesalings manna — þeg- ar alltaf er við höndina, ef að /er gáð, dásamlegur nýr heim- ur hugsunar og listar, sólu skin- inn aldingarður, glitrandi af ljósi og lit, og þér hafið lykilinn að honum í vasanum. Ódýrt sjálfstæði, ævarandi leikfang, sem flytja má hvert á land er vill, ný andleg fæða og íþrótt gamalt samræmi og samsvaran í spánnýjum búningi, aukinn áhugi á hverju sem fyrir augun ber, verkefni fyrir hverja tómstund, óendanlegt ferðalag, fullt af töfrandi uppgötvunum — það eru há verðlaun. Gangið vel úr skugga um það, hvort þér getið ekki náð í þau. Þó að tilraunin mistakist, þá er skaðinn ekki mikill, eftir allt saman. Barna- stofan hremmir það, sem mál- arastofan fleygir. Og þá getið þér allt af lagt af stað og drepið eitthvert dýrið, jafnað á ein- hverjum keppinaut á knattvell- inum, eða féflett einhvern vin yðar við spilaborðið. Þér verðið ekki að neinu leyti verr stadd- ur en áður. I raun og veru verð- ið þér betur staddur. Þér vitið þá með vissu, að þetta er ein- mitt það', sem þér eigið að gera í tómstundum yðar. En ef þér aftur á móti — þó gamall séuð — hallizt að því að kanna nýtt og ótakmarkað svið, þá verið viss um, að hið fyrsta, sem til þess þarf, er dirfskan. Það er enginn tími til langs undirbúnings. Tveggja ára teikninám, þrjú ár við að teikna eftir prentmyndum, fimm ár við gipsmyndir — það er fyrir þá, sem ungir eru. Þeir hafa bein- in til að þola það. Og þessi vandlegi undirbúningur er fyrir þá, sem finna köllun sína í æsku og geta gert málaralist að aðal- lífsstarfi sínu. Sannleikur sá og fegurð línu og forms, sem veru- legur listamaður gefur hverjum drætti í teikningu sinni með minnstu snertingu eða viðviki pensilsins, verður að grundvall- ast á löngu, ströngu og þraut- góðu námi og iðkun, sem orðin er svo inngróin, að hún er eðlis- töm. Vér megum ekki ætla oss of mikið. Vér megum ekki bú- ast við að skapa meistaraverk. Vér verðum að láta oss nægja skemmtiferð í litakass- ann. Og eini aðgöngumiðinn er dirfskan . .."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.