Vikan


Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 19, 1947 EIMIMÐ ^""»"».....iiiinimi.iiiiMii.mnm.i.iinniiiiiiinin,..............„i„,.......„m,.....¦¦iHiuiiiiiiiiiiiuiiitiiiniiii......umi......i Leiðbeinið börnunum. Eftir Carry C. Myers Ph. D. iimmmiiiiiiiiiiMMiiii Matseðillinn Tízkumyndir SúkkuIaði-„souffle"'. 4 egg, 100 gr. sykur, 100 gr. súkkulaði, 50 gr. hveiti, y2 litri mjólk, Yi teskeið salt. Súkkulaðið er soðið í helmingnum af mjólkinni, þar til það er alveg bráðnað, þá er hinum helming mjólk- urinnar, sem búið er að hræra hveit- ið út í, hrært saman við. Þetta er soðið og síðan tekið af eldinum, þá eru eggjarauðurnar (ein í senn), syk- ur og salt sett saman við, og að lok- um eru stífþeyttar hvíturnar hrærð- að út í og bakað í % úr klukkutíma í vatnsbaði. Borið fram með krem- sósu. Gratin með kartöflumauki. Kjötafgangur, 25 gr. smjör, 25 gr. hveiti, 2% 1. soð, Vz kg. kartöflumauk, 3 egg, tvíböku- mylsna. Smjör og hveiti er bakað saman, þynnt með soðinu og soðið i nokkr- ar mínútur. Kjötafgangurínn settur saman við þetta og látiS í smurt gratinmót. Kartöflumaukið er hrært út í með 3 eggjarauðum, dálítið salt •og pipar ásamt stifþeyttum hvítun- um látið saman við. Maukinu er hellt yfir kjötafganginn og þunnu lagi af tvíbökumylsnu stráð yfir. Gratinið ei ;sett í ofn og bakað í vatnsbaði í einn Mukkutíma. Vordragt. Ahugl og hæfni. Venjulegast fer mjög saman áhugi og hæfni nemenda. Þótt margar und- antekningar séu þó á því. Sem dæmi um þær má nefna er foreldrar þvinga börn sín til að leggja stund á eitt- hvað, sem er kannske gagnstætt hugðarefnum þeirra. Sömuleiðis er það ekki þroskavænlegt er nemandi tek- ur að leggja stund á eitthvað sem hann hefir ekki hæfileika til, einung- is sökum þess að nemandi sækist eft- ir að vera í kunningjahóp, sem nem- ur þessa grein. Þetta eru örfá dæmi þess að foreldrar skyldu leiðbeina börnum sínum, ekki aðeins í barna- skólum heldur og er þau eru orðin hálffullorðin og taka að velja sér ákjósanlegt ævistarf. Því er nauðsynlegt að ráðstafanir séu gerðar í tæka tíð, til að beina huga nemenda að þeim starfssviðum sem virðast liggja vel fyrir þeim. T. d. ætti ekki að láta þá nemend- Sumarhattur úr strái, með svört- um flauelisböndum og rósum. Þetta hattlag minnir mjög á tízkuna 1910. ur er „gatað" hafa í frumatriðum stærðfræðinnar í neðri bekkjum, leggja stund á hina æðri og erfiðari stærðfræði. Það er oftast að sóa bæði tíma og erfiði. En vitanlega er ekki hægt að setja neinar ákveðnar reglur um þetta efni, þótt það væri æski- legast svo að hver maður „lenti á réttri hillu". Það er þvi skylda foreldra að fylgj- ast vel með frammistöðu barna sinna í skólum og áhugaefnum þeirra. Sem fyrr segir er það oft mikill kostnað- ur er foreldrar verða að leggja af mörkum i árangurslaust nám nem- andans. Það er þó ekki eingöngu f jár- hagsieg útlát fjölskyldunnar er mestu skipta, heldur hefir sjálfstraust nem- andans beðið hinn mesta hnekki við það að nemandinn „falli", sem sagt er á skólamáli, eða nái ekki æski- legum árangri á því námskeiði, er hann áleit sig færastan til. Sérkennileg vorkápa úr ljósbrúnu ullarefni frá tízkuhúsi í Zúrieh. Eini gallinn við hana er sá, að það er ekki hægt að ganga með hana hneppta frá sér. Hún: Er ástand hans alvarlegt? Læknirinn: Við vitum það ekki fyrr en hann vaknar. En blessaðar vekjið þér hann ekki með þessum hávaða, því við megum ekki vera að því að athuga hann fyrr en eftir kaffi! Hugrakkur íélagi Þetta var á miðjum Mexicoflóa, að ég sá hákarlinn á leiðinni til mín, og ég gat séð það á bakugganum, að hann synti hratt. En það er bezt að byrja á byrjun- inni. Mér hafði verið sagt upp stöðunni á skipinu sem ég var á, og flæktist nú um New York og leit eftir hlut- unum. Dag nokkurn gekk ég niður að höfn, og vonaði að hitta einhverja landa mina á skipum sem lágu þar. En ég hitti engan og varð því bæði leiður og niðurdreginn. Rétt í þessu tók ég eftir að eitthvað straukst við fótinn á mér. Þetta var hundur, og hann var þannig á sig kominn, að mér fannst þarna vera kominn fé- lagi minn. Augsýnilega ráfaði hann um álíka einmana og ég, sem átti hvorki vini eða kunningja í New York, og ekki heldur peninga. Þegar ég fór heim um kvöldið, var hundur- inn á hælum mér, ög þannig var það, þá f jóra mánuði sem ég dvaldi í New York. Eg kallaði hann „Kaster", því heima hjá foreldrum minum var hundur sem hét því nafni. Það var erfitt að fá eitthvað að gera. Það voru ekki margir skip- stjórar hrifnir af því að taka mig með hundinum, en ég vildi ekki láta skrá mig á skip nema hann væri með. Dag nokkum fór ég um borð í franskt skip, og eftir að ég hafði talað við skipstjórann góða stund um mig og hundinn fékk ég pláss. Við áttum að sigla um Mexicoflóann. Þrem vikum síðar vorum við á sigl- ingu á flóanum. Ég stóð út við borð- stokkinn, og var að ausa sjó upp á dekkið með fötu. Kaster var þarna skammt frá mér eins og venjulega. Ég veit ekki hvernig það atvikað- ist, en allt í einu missti ég jafnvægið og steyptist á höfuðið í sjóinn. Til allrar hamingju tók maður á þilfarinu eftir þessu, og gjörði undir eins viðvart. Þegar mér skaut upp aftur, og ég leit í kringum mig, sá ég bakugga á hákarli skammt frá sem nálgaðist óðum. Kaster, sem var vanur að fylgja mér hvert sem ég fór, hugsaði sig ekki lengi um, heldur stökk í einu vetfangi yfir borðstokk- inn, og lenti í sjónum milli mín og hákarlsins. Með eldingarhraða kast- aði hann sér yfir Kaster, og það síð- asta sem ég heyrði var ýlfur, og síðan hvarf allt í djúpið. Skipsmennirnir fiskuðu mig aftur upp á skipið, en ég óskaði næstum að það hefði ekki tekist. Ég hafði mist trygga félagann minn. Hann hafði fómað lífi sínu til að bjarga mér, og meira verður ekki krafist af hundi. Eg minnist alltaf Kasters með þakklæti og virðingu. Skrítlur. Hjúkrunarkonan segir prófessorn- um að hann hafi eignast son. Prófessorinn (annars hugar): „Já, já, en ég er upptekinn núna. Spurðu hann hvað hann vilji." * Nóra: „Ekki get ég skilið hvernig þú ferð að því að fá svona mikla peninga hjá manninum þínum." Jane: „Það er ofur auðvelt, ég segist bara ætla að fara aftur heim til mömmu, og hann greiðir mér far- gjaldið strax." Reiður eiginmaður: „Því tókstu ekki einhvern af þessum fíflum, sem bað þin, áður en við giftum okkur?" Konan: „Það var einmitt það sem ég gerði." * „Leyfist mér að biðja um ánægj- una af næsta dansi, ungfrú?" „Já, vissulega, hún er öll yðar."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.