Vikan


Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 15

Vikan - 08.05.1947, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 19, 1947 15 NÝ BENNA-BÓK! Benna-sögurnar eru dálæti allra drengja um gervöll Norðurlönd og hinn enskumælandi heim, enda eru þær bráðskemmtilegar og fullar af spennandi ævintýrum, sem hrífa og heilla hugi allra drengja á þroskaaldri. Benni í leyniþjónustimni hefir farið sigurför um allt Island, og hefir þessi saga verið keypt og lesin framar flestum öðrum unglingabókum. Fyrir skömmu var drengur nokkur í Reykja- vík spurður, hverjum hann vildi helzt líkjast, þegar hann yrði stór. „Benna,“ svaraði hann. Það var hvorki hik né efi hjá dreng! Nú kemur hér sagan af Benna í frumskógum Ameríku, þar sem hver furðulegi atburðurinn rekur ann- an. Þetta er ekki beint framhald af fyrri sög- unni, en hér eru sömu félagarnir þrír á ferð- inni: Benni, Kalli og Áki, á flugi um háloftin og í átökum við ræningja og villidýr á jörð niðri og í hvelfingum neðanjarðar í leit að f jár- sjóðum. Þeir eru svo sem ekki athafnalausir, piltarnir þeir arna! Gefið drengjunum BENNA- sögurnar í sumargjöf. Þeir munu meta þá gjöf vel og lengi. IViálverkasýning Magnúsar Þórarinssonar. Hann hafði sýningu í Listamannaskálanum 23. apríl til 4. maí. .Sýndi hann 94 oliumálverk og yfir 60 vatnslitamyndir. Magnús hefir aldrei áður sýnt opinberlega. Hann er sonur Þórarins alþm. á Hjaltabakka, fæddur 1915, var í teikniskóla Jóhanns Briem og Finns Jónssonar, dvaldi við nám í Danmörku í eitt ár. Magnús hefir stundað aðra vinnu með máluninni, en hefir þó að mestu helgað sig henni þrjú síðustu árin og mun hafa fullan vilja á að afla sér meiri menntimar. Sumar myndirnar á sýningunni eru allt að tíu ára gamlar, en aðrar frá þessu ári, og því ekki að furða, þótt svipurinn sé ekki samur yfir þeim öllum. — Efri myndin heitir títþrá, neðri Vetur. því hugur hennar var gagntekinn af þeirri hamingju, að hafa son sinn sitjandi við hlið sér. Já, hún var hamingjusöm, — en þó var skuggi á gleði hennar. Hún sat og hugsaði um öll liðnu árin, ef hún hefði haft dreng- inn hjá sér, þá hefðu margir dagar líkst þessum degi. Les horfði með athygh á myndimar, sem birtust á hvíta léreftinu og hló stundum dátt. Joan horfði á son sinn og andvarp- aði.-------- Þegar þau komu út úr bíóinu, sagði Les henni, að hann þyrfti að hitta kunningja sinn, en það væri samt nógur tími til þess, að þau fengju sér hressingu í veitingastofu, sem var í húsi beint á móti. „Nú býð ég þér, mamma,“ sagði hann og brosti til hennar. „Það er auðvitað ekki upp á svo mikið að bjóða.“ Þegar þau voru búin að drekka úr sítrónglösunum, sneri hún sér að honum. „Les, get ég ekkert gert fyrir þig? Ég veit, að amma þín er afar góð við þig, — en samt sem áður ... þá, vantar þig ekki peninga? Eða get ég ekki gefið þér eitt- hvað, sem þig langar til að eiga?“ „Ó, nei.“ Hann hristi ákafur höfuðið. „Ég spjara mig vel.“ Hann hikaði. „En viltu í raun og veru gera dálítið fyrir mig ? Gera mikið fyrir mig?“ Hjarta Joans sló hratt. „Auðvitað,“ sagði hún og tók andann á lofti. „Segðu hvað þú villt fá, Les, það er alveg sama hvað það er.“ Drengurinn hikaði aftur við að bera fram bón sína. „Já, ef þú vilt gera það, þá mundu strákamir í skólanum öfunda mig. Viltu gefa mér mynd af þér, þegar þú danzaðir í balletttinum ?“ Wilson og fatasalinn. Jakob Goldstein, lítill hégómlegur en heiðarlegur fatasali í New York hafði grætt of fjár á styrjaldarárunum 1914— 1918 og gortaði mikið af auði sínum og barst mikið á. Woodrow Wilson var þá forseti Banda- ríkjanna og hann hafði dálítinn ímugust á þessum „nýríku“ mönnum, sem skutu þá upp kollunum. Wilson forseti sagði oft eftirfarandi sögu um þennan Jakob Goldstein og hafði gaman af: „Ég hefi fjóra þjóna,“ sagði Goldstein eitt sinn er hann borðaði hádegisverð með mörgum stórmennum, meðal þeirra var Wilson. „Fjóra þjóna, sem gera ekkert annað en að sjá um baðið mitt. Sá fyrsti kemur með baðsloppinn minn, annar sér um að allt sé'til reiðu í baðherberginu, sá þriðji að vatnið sé mátulega heitt. „En sá fjórði, hvað gerir hann?" spurði Wilson. „Sá fjórði? Jú, hann hefir þýðingar- mesta starfið með höndum, hann fer í bað fyrir mig. Ég skal segja yður, að ég þoli ekkiböð!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.