Vikan


Vikan - 15.05.1947, Síða 3

Vikan - 15.05.1947, Síða 3
VIKAN, nr. 20, 1947 3 Hlikilhæfur listamaður Framh. af forsíðu. Járnhandriðið í Laugarnesskóla i Reykjavík. Myndirnar eru 23 að tölu og sýna börn við allskonar nám. Þetta eru beygðir járnteinar, soðnir saman, og verka einsog svartar teikningar. Ásmundur vann að þessum myndum i fyrravetur. Myndin vinstra megin (f. v.): Drengur með vinkil, drengur við steðja, drengur með sirkil. — Myndin hægra megin (f. v.): Drengur að draga út nagla, drengur að reka nagla. Ásmundur myndhöggvari Sveinsson er fæddur að Kolsstöðum í Dalasýslu 20. maí 1893, sonur Sveins bónda Finnssonar og Helgu Eysteinsdóttur, er bjuggu allan sinn búskap að Kolsstöðum. „Sveinn faðir Ásmundar var smiður hinn bezti og jafn hagur á járn sem tré, og var hann alla sína búskarpartíð annar aðalsmiður sveit- ar sinnar. Móðir Ásmundar var einnig einkar handlægin og listhneigð. Saumaði hún mikið og óf glitofna dúka og teppi. Hafa margir munir sést eftir hana hér á iðnsýningum. Lægni og listgáfu á Ás- mundur því í báðum ættum. Á uppvaxtar- árunum kynntist Ásmundur mikið smíði og hverskonar handavinnu og sjálfur byrj- aði hann að telgja, þegar hann gat haldið á hníf...,“ segir Guðlaugur Rósinkranz í ingangsorðum í bók með myndum lista- mannsins, en hana gaf Isafoldarprent- prentsmiðja út. Á æskuárunum mun Ásmundur hafa stundað allmikið smíði, bæði með föður sínum og bræðrum, en þeir voru allir smiðir. Ásmundur fór til Reykjavíkur árið 1915. Hóf hann þá tréskurðarnám hjá Ríkarði Jónssyni og stundaði það um fjögurra ára skeið og lærði teikningu í Iðnskólanum, undir handleiðslu Þórarins B. Þorláks- sonar málara. (Framh. af bls. 7). Myndirnar sjö, lengst til hægri á síðunni, eru lágmyndir í Akureyrarkirkju, gerðar sumarið 1940. Má af þeim sjá, hve hæfur Ásmundur er til að skapa kirkjulega list. Frá sýningu á Freyjugötunni fyrir nokkrum árum. F. v.: Víkingur, Hafmey, Venus, Einar Bene- diktsson, Sæmundur á selnum, Eggert Stefánsson, Kossinn, Kona, Huldukonur, Kona með Amor. Smámyndir eru til hliðanna og á veggjunum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.