Vikan


Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 7
~VIKAN, nr. 20, 1947 7 Bærinn þarf áreiðanlega aldrei að sjá eft- ir landi undir listaverkin hans Ásmundar Sveinssonar. Þau verða honum alltaf til sóma. En Ásmundur er ekki bara að hugsa um sjálfan sig og sína list, þó að það sé ærið verkefni. Hann hefir geysimikinn áhuga á að komið verði upp ríkislistasafni. Ás- mundur var kosinn í nefnd af Félagi ís- lenzkra myndlistarmanna, ásamt Jóni Þor- leifssyni og Sigurjóni Ólafssyni, til þess að vekja áhuga hjá bæ og ríki á myndlist- arsafnsmálinu. Hafa þeir þegar, með stjóm félagsins, skrifað Alþingi og gert ítarlega grein fyrir nauðsyninni á slíku þjóðsafni. Er það skoðun Ásmvmdar, að ekki megi lengi draga að velja stað fyrir slíkt safn, þar eð bærinn þenst ört út. Ásmundur álítur, að stórar höggmyndir þurfi að vera úti, og segist hann ekki þekkja betra um- hverfi fyrir þær en fallegan, íslenzkan gróður og himininn sem þak. Auðvitað mundi fara bezt á því, að byggingin, sem myndlistarsafnið er í, yrði umlukt garði með höggmyndum. En til þess er nauðsyn á miklu rými, ekki sízt ef farið verður að safna afsteypum af erlendum listaverk- um, því að ódýrast og heppilegast er að gera afsteypurnar úr varanlegu efni og hafa þær úti. Raddir hafa heyrzt um, að ekki sé tímabært að fara að hreyfa slíkri safnbyggingu strax, vegna þess að Þjóð- minjasafnið á að leysa úr brýnustu þörf- inni á geymslu á málverkum ríkisins, en það verður aldrei nema til bráðabirgða, því að líklega dettur engum í hug að fara að brölta með ,,þvottakonuna“ hans Ás- mundar upp á hæstaloft í Þjóðminjasafn- inu! Ærsladraugurinn Pöstudaginn 2. maí hafði Leikfélag Reykjavíkur frumsýningu á ..Ærsla- draugnrinn", eftir enska skáldið og leikarann Noel Coward. Þetta er gamanleikur í þrem þáttum, í þýð- ingu Ragnars Jóhannessonar, en leik- stjóri er Haraldur Björnsson. Höfundurinn er fæddur um alda- mótin, í smábæ skammt frá London, hóf nám í ballettskóla níu ára gam- all og fór siðar að leika og hefir stundað leikstörf síðan og að mestu samið leikrit sín, söngva og vísur í hjáverkum. Um „Ærsladrauginn“ seg- ir Bjarni Guðmundsson í leik- skránni:" . . . Á stríðsárunum gaf Coward sig þegar fram sem sjálf- boðaliði til að skemmta hermönnum. En hann lét sér það ekki nægja, held- ur lagði og sitt af mörkum til að skemmta sinu heimafólki, Lundúna- búum. Ákvað hann þegar í stríðs- byrjun, að hann skyldi gera sitt til að létta skap Lundúnabúa með þvi að semja reglulega fyndinn gamanleik. Það tókst jafnvel en betur en hann hafði gert sér vonir um, því að 1941 hófust sýrtingar á „Blithe Spirit" („Ærsladraugurinn"), og stóðu þær samfleytt til 1945. Hafði þá leikrit- ið verið sýnt á fjórum leikhúsum, og síðast var enginn orðinn eftir af upp- Amdís sem miðillinn, madame Arcati runalegu leikurunum, nema vinnu- konan . . .“. Þetta er undarlegt leikrit, því að manneskjur úr öðrum heimi em látnar leika með, sýnilegar sumum á sviðinu, en öðrum ekki, og veld- ur þetta oft spaugilegum árekstrum og misskilningi. Leikurinn er á köfl- um bráðskemmtilegur. Hann fer all- ur fram í setustofu Charlesar rit- höfundar, (Valur Gíslason), sem ætl- ar að skrifa bók um miðlastarfssemi og fær því miðilinn, maddömu Arcati (Amdís Björnsdóttir) til að koma Frá vinstri: Herdís Þorvaldsdóttir sem Elvira (framliðin), Þóra Borg Einarsson sem Ruth og Valur Gislason sem Charles. heim til sín og hafa fund. En þá vandast málið, því að eftir það geng- ur fyrri konan (Herdís Þorvalds- dóttir) hans ljósum logum á heimil- inu, talar við Charles og gerir seinni konu hans, Ruth (Þóra Borg Einars- son) ýmsar skráveifur. Og ekki batnar það, þegar síðari konan deyr og gengur líka aftur — annars er ekki vert að rekja efnið nánar, til að spilla ekki ánægjunni við að horfa á leikinn. „Ærsladraugurinn" er yf- irleitt ágætlega á svið settur og vel leikinn. Auk þeirra leikenda, sem áð- ur eru taldir, leika þau Emilía Borg og Brynjólfur Jóhannesson herra og frú Bradman og Nína Sveinsdóttir vinnukonuna. Arndís Björnsdóttir sýnir enn einu sinni nýja hlið á leik- hæfileikum sinum í þessu leikriti og Nína Sveinsdóttir fer mjög skemmti- lega með hlutverk vinnukonunnar. Þetta virðist okkur með beztu hlut- verkum Þóm Borg Einarsson og Herdís Þorvaldsdóttir stóð sig prýði- lega. Mikilhæfur Iistamaður Framh. af bls. 3. Þegar Ásmundur hafði lokið tréskurð- amámi, fór hann, haustið 1919, til Kaup- mannahafnar. Þar var hann í teikniskóla einn vetur, gekk á söfn og teiknaði eftir listaverkum. Að þeim undirbúningi lokn- um hélt hann til Stokkhólms og tók haust- ið 1920 próf inn í Listháskólann þar. Ás- mundur var nemandi sænska myndhöggv- arans Carls Milles, prófessors við Lista- háskólans, í sex ár. Ásmundur fékk, ann- að árið sitt við háskólann, silfurheiðurs- merki. Var það fyrir hafmeyjarmynd, er hann gerði í sænskan marmara. Ásmundur fór til Parísar vorið 1926, að loknu námi í Stokkhólmi. Þar var hann í þrjú ár. Naut hann kennslu þekktra franskra myndhöggvara, var við nokkra listaháskóla, mest þó Academie Scandin- ave, hafði sjálfur vinnustofu og gerði mörg listaverk. Hann tók þátt í alþjóða- listsýningum, sem haldnar voru haust og vor, fengu verk hans ágæta dóma í þekkt- um listtímaritum frönskum. Hefir dvölin í París verið mjög menntandi og þroskandi fyrir Ásmund. Auk þess fór hann á þeim árum suður til Italíu og Grikklands. Eftir tíu ára námsdvöl erlendis kemur Ásmundur svo heim til íslands árið 1929 og setst að sem myndhöggvari og hefir dvalið hér síðan, að undanteknum stutt- um ferðum til Danmerkur og Frakklands, gert höggmyndir, skreytt byggingar með lágmyndum, Austurbæjarbarnaskólann, stöðvarhús við Sogið, Akureyrarkirkju, að ógleymdum hinum bráðskemmtilegu „járn- myndum“ í Laugamesskólanum — og reist tvö hús með eigin höndum og það engin smásmíði! Ásmundur Sveinsson hefir ekki verið að- gerðarlaus, en hitt er svo annað mál, að mörgum, sem unna list hans, ofbýður, að hann skuli þurfa að eyða sinni dýrmætu listamannsævi í að vinna almenna bygg- ingavinnu, til þess að hafa þak yfir höf- uðið og verk sín. Undanfarin ár, eða síðan 1942, hefir Ásmundur verið að reisa sér íbúðarhús og vinnustofu við Sigtún. Er þetta mjög óvenjuleg bygging, eins og sést á forsíðu- myndinni, og gerð á óvenjulegan hátt, því að segja má, að Ásmundur hafi unnið að henni einn, a. m. k. íbúðarhúsinu og hvolf- þakinu, en í því er vinnustofan. 1 fyrravor réðst hann í að reisa tvo pýramíða norð- anvert við húsið og er sú bygging 20 metra löng. Húsið er byggt í arabiskum og egypzkum stíl og verður mörgum star- sýnt á það. En það þarf enginn að verða hissa á þessum tiltektum í Ásmundi, hann hefir sýnar ákveðnu skoðanir á lífinu og listinni og er óhræddur við að túlka þær. Eitt sinn mun hafa staðið um hann í frönsku blaði, að hann væri norrænn mað- ur, sem vaggaði sér á bárum Miðjarðar- hafsins. — Engin ástæða er til að amast við því, þótt allt sé ekki í sama stíl í sama landi! Var ekki laust við, að sumum þætti einkennilegar aðferðirnar við bygginguna, því að Ásmundur notaði hrærivél, er hann hafði gert sjálfur og gekk hún fyrir vindi! Vegna þessara frumlegu vinnuaðferða gat hann unnið einn við steypuna. Nú er Ásmundur byrjaður á að setja myndir sínar niður fyrir utan húsið og vonandi fær hann þar nægilegt landrými, svo að myndir hans þurfi ekki að standa eins þétt og þær voru á Freyjugötunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.