Vikan


Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 20, 1947 • HEIMILIÐ • Umferðarslys. Eftir Carry C. Myers Ph. D. Matseðillinn Gulrótasúpa. 2 1. þunnt kjötsoð, 500 gr. gul- rætur, 20 gr. smjörlíki, 20 gr. hveiti. 1—2 eggjarauður, salt, pipar. Gulræturnar eru þvegnar og flysj- aðar, soðnar í kjötsoðinu, þar til þær eru meyrar. Soðið síað, smjörlíkið brúnað, hveitið sett út í, þynnt út með heitu soðinu. Látið sjóða nokkr- ar mínútur. Eggjarauðurnar eru hrærðar vel, og súpan að lokum jöfn- uð með þeim. — Salt og pipar sett út í eftir bragði. — Gulræturnar eru skomar í smábita og settar út í síðast. Síldarbollur í brúnni sósu. 2 síldar. 4 soðnar kartöflur. 1 laukur. 1 matskeið brauð- mylsna eða heilhveiti. % mat- skeið kartöflumjöl. Síldarnar eru hreinsaðar og af- vatnaðar, þerraðar og saxaðar, ásamt lauknum og kartöflunum, brauð- mylsnan eða heilhveitið og kartöflu- mjölið hrært vel saman við, og úr deiginu eru búnar til bollur, sem brúnaðar eru á pönnu í dálítilli feiti við fremur hægan hita. 1 matskeið af hveití er hrærð út með mjólk og vatni í þunnan jafn- ing, nokkrir dropar af sósulit settir saman við. Þessu er hellt yfir boll- umar á pönnunni, þegar þær eru Peggy Miller með pilsgjörð, sem var í tízku et amma hennar var ung. orðnar brúnar. Soðið nokkrar mínút- ur. Bollurnar eru bornar fram í sós- unni og heitar kartöflur með. Sé afgangur af nýjum fiski má saxa hann saman við síldina og kartöflurnar. Tízkumyndir Daglega lesa menn í blöðunum um sorgleg umferðarslys. Á striðstímun- um virðist þó, sem betur fer, draga úr umferðarslysum (sbr. dánarskýrsl- ur í USA). En það er mannfæðin sem veldur þvi. Takmörkun ökuhrað- ans hefir og dregið mikið úr um- ferðarslysum. Mörgum er lent hafa í hryllilegum slysum á styrjaldartím- unum er það nokkur huggun, að hafa slasazt er þeir voru að vinna fyrir góðan málstað eða verja ætt- jörðina. En hvaða gagn er ættjörð- inni í því að ekið sé yfir menn á förnum vegi? Stundum er slíkt afsakanlegt með óviðráðanlegum orsökum, en því mið- ur og alltof oft er óaðgæsla og brot á umferðarreglum aðalorsökin. Skýrslur sýna að þjófnaðir, afbrot, drykkjuskapur og ýmsir óknyttir færast i vöxt á kreppu- og styrjaldar- tímum. Þessvegna mætti búast við því að ýmsir unglingar er sekir hafa orðið um óknytti og afbrot nú á styrjaldarárunum, geti orðið hættu- legir ökumenn, er þar að kemur. Ábyrgð foreldra. Foreldrar gera sér yfirleitt ekki nógu ljóst hve alvarleg ábyrgð hvílir á þeim viðvíkjandi öryggi sinu og þó sérstaklega barna sinna. Það er skylda foreldranna að fræða börn sín um umferðarmál og benda þeim á slysahættuna. að aka bifreið fyrr en um tvítugs- aldur. Svo sem fyrr er sagt verða mörg slys sökum óaðgæzlu og vanrækslu. Margar mæður er lítt hafa skeytt um börn sín og leyft þeim að leika sér á götunni hafa iðrast þess siðar er börnin hafa slasast þar. Ofyrirgefanleg vanræksla er það líka bæði hjá ungum og gömlu að líta ekki í kringum sig þegar geng- ið er yfir götu. Kjöt og grænmeti Á Hringbraut 56 hefir nýlega ver-’ ið opnuð verzlun, sem hefir á boð- stólum kjöt, grænmeti og fisk. Hún selur og smurt brauð og tilbúinn mat og útbýr matarpakka í ferðalög o. fl. Verzlunin hefir nýtizku áhöld og vélar, frystiklefa, kælirúm, hrærivélar o. s. frv. Verzlun þessi heitir Kjöt & Grænmeti og er hluta- félag, en að því standa Hreggviður Magnússon, Axel Björnsson og Odd- ur Sigurðsson. SKRÍTLUR. Maður nokkur kvartaði yfir því að konan hans ferðaðist svo mikið, að hann yrði að láta prenta á bréfhaus- inn sinn, „á ferðalagi." Oft eru sléttustu kjólarnir glæsileg- astir. hi 4 Þetta hattlag er alltaf í tízku, enda mjög hentugt. Brúnir götuskór með kvarthælum og stunginni slaufu. Kvöldskór úr svörtu rúskinni með þykkum sólum. Foreldrar þeirra unglinga sem ----- aka bifreiðum eða öðrum farartækj- Jón: „Því er Ólafur svona óánægð- um skyldu aðvara börn sín og sömu- ur með jafn gullfallega eiginkonu ?“ leiðis sporna við því að unglingar Einar: „Það er ekki alltaf ráðlegt byrji akstur mjög snemma. að dæma eftir myndinni á umbúðun- Bezt væri að unglingar fengju ekki um.“ Lögregluþjónninn: Stakk hann af með eitthvað af kjöti líka?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.