Vikan


Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 20, 1947 Mignon G. Eberhart: — Fraraydssaga. Minningar frá Melady-sjúkrahúsinu 14 SAKAMALASAGA 11 „Notuðu nokkrir fieiri lyftuna, svo þér munið, eftir klukkan níu þetta kvöld?" „Enginn nema Teuber, sem fór upp í henni til að ná í — einn sjúklinginn, sem hafði andazt." „Sáuð þér nokkurn annan en þessa sem þér hafið nefnt, koma í námunda við lyftuna?" „Nei — ó, jú. Ungfrú Page, ungfrú Keate og ungfrú Jones námu staðar við lyftudyrnar, þegar þær komu frá kvöldverði og hringdu á lyftuna, en hún kom ekki niður, svo þær hættu við að bíða eftir henni og gengu upp stigann." „Eruð þér vissar um að engir aðrir hafi komið að lyftunni?" ' „Já, ég er alveg viss." „Getið þér einnig séð stigann frá skiptiborð- inu?" „ Já, neðstu þrepjn, svona fjögur til fimm neðstu prepin." „I>á getið þér^ylgst með, hverjir fara upp og ofan etigann?" „Já, herra. í>að get ég." „Skýrið mér frá því, hverjir fóru upp eða ofan stigann frá klukkan níu og þar til morðið var framið." „Eg býst ekki við, að ég muni eftir öllum, sem komu í heimsókn. Eg þekki þá heldur ekki alla með nafni. Gestirnir eiga að vera farnir burt klukkan háHttíu. Eftir þann tíma man ég ekki til að nokkur hafi farið um stigann fyrr en hjúkr- unarkonurnar fóru til kvöldverðar. Siðan fóru þær aftur upp að loknum kvöldverðinum og hjúkrunarkonurnar fóru niður. Um það leyti mun morðið hafa verið framið, eða litlu siðar. Rétt áður en hjúkrunarkonurnar fóru niður, hafði ungfrú Jones, yfirhjúkrunarkonan í vestur- álmu þriðju hæðar, hringt til mín og beðið mig að senda einhvern starfsmann upp með sjúkra- börur til að taka lík blökkumanns, sem andazt hafði rétt áður, niður í líkhúsið og bað mig jafn- framt að gera líkmönnunum aðvart. Þessi blökku- maður átti enga ættingja, svo vitað væri, svo ekki var hægt að tilkynna neinúm vandamanna •um látið. Jakob Teuber svaraði, þegar ég hringdi niður og kom nokkru síðar upp í lyftunni með sjúkravagn með sér." „Hvað haldið þér að klukkan hafi þá verið?" „Ungfru Jones hringdi um tólf-leytið og Teub- er hefir farið fram hjá í lyftunni á að gizka fimm mínútum síðar." „Hvenær kom hann aftur." „Eg sá hann ekki, þegar hann kom aftur nið- ur. Mér er sagt hann hafi orðið að nota vöru- lyftuna." „Hver sagði yður það?" „Ungfrú Flance sagði mér það. Eg var að furða mig á þvi, að Teuber skyldi ekki hafa komið niður í lyftunni aftur svo ég sæi, og þá sagði ungfrú Blance mér, að hann hefði farið niður í vörulyftunni í vesturálmunni." „Þekktuð þér herra Courtney Melady?" „Já, herra," svaraði Marie Hill ákveðið. „Sjáið þér hann hér í salnum núna?" „Já, herra," svaraði Marie svo ákveðið, að það var eins og hún benti á hann með fingrunum. Allir litu í áttina til Court Melady, en hann lét þetta ekkert á sig fá og engin svipbrigði sáust á andliti hans. Kenwood Ladd, sem sat við hlið hans, varð mjög vandræðalegur. „Sáuð þér herra Melady fara út úr sjúkrahús- inum um kvöldið 7. júlí" „Nei, herra." „Hefði hann getað komist út án þess þér hefðuð tekið eftir því?" „Já, hann hefði getað það," svaraði Marie hik- laust, „ef hann hefði farið um leið og aðrir gestir í sjúkrahúsinu þetta kvöld. Það er lika mest að gera hjá mér við símann um það leyti." „Þekkið þér herra Kenwood Ladd í sjón?" „Já, herra," svaraði hún áköf og leit á Ken- wood Ladd og brosti. Allir aðrir litu í áttina til Ladd, en hann brosti ekki, heldur horfði alvarlegur á svip beint fram fyrir sig og roðnaði eins og unglingur. „Sáuð þér Kenwood Ladd fara út úr sjúkra- húsinu umrætt kvöld?" „Nei, herra," svaraði hún akveðið. „Eruð þér vissar um það ? Þér voruð ekki viss- ar um hr. Melady." „Já, ég er alveg viss," sagði skrifstofustúlkan strax. ,,Ég mundi hafa tekið eftir hr. Ladd." Nokkrir í salnum fóru að hlæja, og andlitið á Kenwood Ladd varð mun rauðara en áður. „Eruð þér þá vissar um, að hr. Ladd fór ekki fram hjá skrifstofu yðar á leiðinni út úr sjúkra- húsinu þetta kvöld? Hefði hann ekki getað kom- ist fram hjá án þess þér sæuð hann, þegar aðrir gestir voru að fara, á þeim tíma, sem þér segizt hafa mest að gera?" „Eg tók auðvitað ekki eftir öllum gestunum, eins og ég hef sagt yður aður. Eg skal heldur* ekkert fullyrða um hr. Melady, en ég er viss um að hr. Ladd fór ekki fram hjá á leiðinni út þetta kvöld." „Hvernig getið þér verið svona vissar um þetta." „Vegna þess, að ég var að hugsa um, hvað það væri skrítið að hann skyldi ekki koma út þetta kvöld eins og jafnan áður, svo ég áleit að hann hefði alls ekki komið í heimsókn þá. Eg skal segja yður, við veitum honum sérstaka athygli hérna í sjúkrahúsinu. Hann kemur svo oft og svoleiðis — " Dr. Kunce sat skammt frá mér og hann bærði ekki á sér, en dökku augun hans leiftruðu af bræði, og hefði ég verið vesalings vitnið, mundi ég hafa tekið til fótanna. Eg hygg, að hún hafi líka haft svipaða löngun, því hún stóð nú skyndi- lega á fætur, leit óttaslegin í kringum sig og settist svo hikandi aftur, eins og hún þyrði ekki að fara vegna allra þessara lögregluþjóna. „Kemur hann svo oft?" spurði sá, sem yfir- heyrði. „Já — til að heimsækja frú Harrigan," svar- aði stúlkan hægt. Við þessi orð stúlkunnar varð talsverð breyt- ing í salnum. Lögfræðingur frú Harrigan laut niður að henni, og hjúkrunarkonan við hlið henn- ar ræskti sig nokkrum sinnum. Prú Harrigan bar snjóhvítan og bróderaðan vasaklút upp að augum sér. Dr. Kunce hvíslaði einhverju að Lamb lögreglufulltrúa, sem síðan hvíslaði einhverju að sjálfum sakadómaranum. Blaðamennirnir litu hver á annan, en Kenwood Ladd starði beint.fram fyrir sig og svipur hans bar þess vitni, að hon- um fanst allir horfa á sig. Veslings skrifstofu- stúlkan sá nú að hún hafði sagt helzt til mikið, hún var orðin æst og óróleg og vildi gefa skýr- ingu á þessum framburði sínum, en bætti alls ekki úr skák með því að segja nú upp úr eins manns hljóði: „Dr. Kunce hefir að vísu bannað okkur að tala nokkuð um sjúklingana eða gesti þeirra, en þetta er svo sérstakt, þegar ungur maður kemur svona oft í heimsókn, hlaðinn blómum og —" „Sáuð þér Kenwood Ladd þá alls ekkert þetta kvöld?" greip yfirheyrandinn fram í. „Nei, herra. Alls ekki." „Munduð þér hafa tekið eftir þvi, ef einhver hefði farið út úr sjukrahúsinu eftir að morðið var framið?" „Já, já — ábyggilega." Eftir að hún hafði svarað nokkrum spurning- um viðvíkjandi því, hvað klukkan hefði verið, þegar ég hringdi til hennar, en hún sagði, að klukkan hefði þá verið tvær mínútur yfir hálf eitt, svo og nokkrum spurningum viðvíkjandi því, hvað ég hefði sagt, var henni leyft að fara. Næst var ungfrú Jones yfirheyrð, einkanlega viðvíkjandi því, hvað klukkan hefði verið, þegar hún gerði boð fyrir starfsmanninn um að sækja lik blökkumannsins. „SjúkUngurinn dó klukkan tólf," sagði hún, „og ég gerði strax boð eftir starfsmanni til að sækja líkið. Siðan fór ég niður til kvöldverðar. Ungfrú Leming, hjúkrunarkonan í ölmusudeild- inni, sagði mér, að Teuber hefði komið eftir 5 tll 10 mínútur, en síðan beið hann eftir mér, þar til ég kom frá kvöldverðinum, til þess að fá nánari fyrirskipanir. Dr. Kunce hafði skoðað sjúkling- inn fyrr um kvöldið, þegar við sáum að honum var að versna. Það leið nokkur stund þar til Teuber gat lagt af stað með sjúkravagninn og hann mun hafa farið úr deildinni rétt fyrir klukk- an hálf eitt" „Rétt fyrir klukkan hálf eitt, segið þér? Getið þér ekki sagt þetta nákvæmlegar?" „Jú — svona tveimur eða þremur minútum fyrir klukkan hálf eitt. Eg var frammi í gangin- um og horfði á eftir Teuber, þegar hann ók vagn- inum með líkinu á fram eftir ganginum og ég sá, að hann mætti ungfrú Keate frammi við lyft- una og mér virtist hún stöðva hann. Eg sá lika,, að hún lyfti blæjunni upp af líkinu, en lét hana, brátt falla niður aftur og gekk síðan burt," Teuber var mjög vandræðalegur, þegar hami var yfirheyrður og hóstaði meira en venjulega. Pramburði hans bar saman við frásögn ungfrú Jones, en hann bætti því við að ungfrú Keate hefði farið upp á loft, eftir að hún hefði stöðvað hann þarna í ganginum, en hann hefði þá snú- ið við og farið inn eftir vesturálmunni að vöru- lyftunni. „Eg varð að fara niður í henni," sagði hann og leit afsakandi til dr. Kunce. „Að vísu skröltir mjög mikið í þessari lyftu og okkur er bannað að nota hana að nóttu til, en ég varð að komast með likið niður, því ég vissi, að líkmenn- irnir mundu biða þar eftir mér, því þeim hafði verið gert aðvart. Ungfru Lillian Ash var þarna í austurálmunni, þegar ég fór og hún sá til mín. Ungfrú Blane var í vesturálmunni og hún spurði mig, hvers vegna ég ætlaði að nota vörulyftuna, það væri ekki venjan að nota hana að nóttu til, enda algerlega bannað. Hún sagði, að ég mundi vekja sjúklingana með þessu. Eg sagði henni, að hin lyftan væri biluð og sæti víst föst einhvers staðar milU hæða og ég yrði að komast niður með sjúkrabörurnar." „Hvað leið langur tími frá því að hringt var til yðar og þar til þér voruð komnir upp á þriðju hæðina?" „Eg veit það varla. Eg varð fyrst að klæða mig og síðan þurfti ég að fará eftir sjúkravagn-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.