Vikan


Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 15.05.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 20, 1947 13 GL YRNURNAR Barnasaga eftir Axel Bræmer ÞETTA var fyrsta nótt Jacks og Joans í Indlandi. Þau höfðu komið, ásamt móður sinni, með far- þegaflugvél frá Kario til Bombay og síðan tekið aðra flugvél lengra inn í landið til að heimsækja föður sinn, Smith verkfræðing, sem starfaði við vegamál fyrir ensku stjórnina. Nú hafði hann bækistöð sína við Naga- pur og bjó á fögru sveitasetri. Systkinin voru þreytt eftir hina löngu flugferð og gleðina við að hitta föður sinn og voru þess vegna látin hátta snemma. Nú lágu þau undir flugnanetinu í svefnherberginu, sem þau höfðu sameiginlega, og stóðu dyrnar opnar út á svalirnar vegna hins kæfandi hita. En þau gátu ekki sofið. Meðan biksvört hitabeltisnótt- in skall á, lágu þau og ræddu um alla viðburði ferðalagsins. Allt í einu reis Joan upp i rúmi sínu og benti. „Sjáðu Jack," hrópaði hún, það er þetta?" Bróðir hennar gægðist í sömu átt og hún benti og sá beint fyrir utan svaladyrnar tvo glóandi depla, sem virtust sveiflast fram og aftur. Aður en hann fór í ferðalagið hafði hann lesið margar sögur frá Indlandi, og þóttist þvi strax vita, hvað hér væri á ferð. „Slanga," hvíslaði hann æstur, „kannske gleraugnaslanga. Glyrnurn- ar í þeim lýsa í myrkri eins og augu í köttum. Liggðu kyrr, Joan. Ef hún kemur hingað inn og bítur okkur er okkur dauðinn vís." Joan tók andköf og lá alls ekki kyrr. Hún æpti þegar í stað: „Pabbi, mamma, komið, það er slanga hérna fyrir utan." Poreldrarnir komu þjótandi inn og hafði verkfræðingurinn skammbyssu í hendinni. En ekki hafði hann fyrr séð depl- ana en hann rak upp hlátur. „Ö," sagði hann og létti auðsjáan- lega, „þetta eru ekki annað en tvær „eldflugur", skordýr sem lýsa í myrkri og eru á flugi þarna fyrir framan dyrnar. Sofið bara róleg, það eru að vísu slöngur hérna, en síðan ég fékk mér taminn „mungo" hafa þær haldið sig í hæfilegri fjarlægð frá húsinu." Börnin róuðust brátt og ekki leið á löngu áður en þau væru í fasta svefni. i Þegar þau kvöldið eftir fóru að hátta lagði Jack fiðrildanet við hlið- ina á rumi sínu. v „Eg ætla að reyna að veiða nokkr- ar „eldflugur" í skordýrasafnið mitt," sagði hann, ,,ef þær koma þá aftur." Það gerðu þær. Hálftíma síðar glóðu tveir deplar aftur við þröskuld- inn. Jack stökk á fætur í áttina til þeirra, vopnaður netinu. Hann sveifl- aði því snöggt yfir deplana, en hróp- aði í sama bili skelfdur. „Þetta eru ekki eldflugur núna, Joan! Það er stórt dýr í netinu! Það brýst um og hvæsir. Það hlýtur að vera gleraugnaslanga! Hvað á ég að gera?" * Eina svarið sem kom frá Joan var skelfingaróp. Það var líka það vitur- legasta, sem hún gat gert. Aftur komu foreldrarnir þeim til hjálpar. „Hvað er nú á seyði," spurði Smith verkfræðingur, sem hafði skammbyssuna reiðubúna í annarri hendi og vasaljós í henni. „Eg ætlaði að veiða eldflugu," stundi Jack, „en ég hefi fengið gler- augnaslöngu i netið. Hún brýst um af öllum mætti?" Paðir hans beindi vasaljósinu að netinu, sem Jack sveiflaði fram og aftur sem' óður væri. Það heyrðist illskulegt hvæs og í sama bili hróp- aði Jack skelfdur: „Nú slapp hún úr netinu." „Það heldd ég varla," sagði faðir hans hlæjandi, „það er tamdi „muii- goinn" minn, sem þú hefir snarað í netið, drengur minn. Og „mungóinn" er bjargvættur okkar. Hann er areið- anlega móðgaður yfir þessari meS- ferð, ekki sízt þar sem þetta er sá tími sólarhringsins, sem hann notar til slönguveiða." Öll skelfingin snerist nú upp í hlátur. Jack var að vísu skömmustu- legur. Honum var nefnilega farið að skiljast það að fleiri glyrnum hér á Indlandi en glyrnur gleraugnaslöng- unnar gátu verið lýsandi. Hann lét sér það að kenningu verða og svaf rólegur þær nætur sem hann átti eftir að vera á Indlandi. Hann sá nú að í sögunum hafði hættan af gleraugna- slöngunni fyrir fólk verið mjög ýkt. Skautadrottning heimsins Lítil telpa að nafni Barbara Ann Scott, í borginni Ottawa, haf ði snemma mikla löngun til að vera á skautum. Þegar hún var sjö ára, var hún orðin furðu lipur í skauta- íþróttinni, og ellefu ára vann hún í æskulýðskeppni í Canada, og fimmtán, sextán og sautján ára vann hún á kappleikjum fullorðinna kvenna. 1 fyrra var hún kjörin skautadrottning I Canada af íþróttafélögum lands- ins. Á fyrsta" alþjóðakappleik I áhugamanna í skautaíþróttinni síðan stríðinu lauk, mættu 46 keppendur frá 12 löndum. Aílmikil deila reis um það milli dómendanna hvaða karl- manni skyldi dæmdur sigurinn, og endaði deilan með því að Svisslendingurinn Hans Ger- schwiler fékk heiðurinn, þótt öðrum þætti Bandaríkjamað- urinn Dick Button vera betri. En um Barböru var enginn ágreiningur, milli dómendanna. List hennar var svo frábær, og lejknin við að sigrast á hinum erfiðustu atriðum, að enginn vafi var á hver unnið hafði sigurinn í kvennahópn- um. Þetta var í 3. 1. febrúarmánuði að ung- frú Barbara, 18 ára að aldri, vann sinn úrslitasigur í Stokkhóhni og var kjörin skautadrottning heimsins. Iþróttamenn höfðu búizt við þessu hálft í hvoru. Ungfrú Barbara hefir ýmsa góða eigin- leika, sem gera hana að sigurvegara. Hún er hraust og dugleg, og ástundun hennar hefir verið framúrskarandi góð. Fram- koma hennar haf ði líka mikil áhrif á þess- um kappleik, og svo er hún falleg í andliti og vexti, og umgengni hennar eðlileg og látlaus. Svíum leizt ágætlega á hina ungu stúlku, og hópuðust utanum hana til að fá rithöad hennar. Við keppinauta sína í Stokkhólmi kom hún fram eins vingjarnlega og þegar hún var byrjandi í Ottawa. Á milli þátta, meðan stóð á keppninni, fékk hún ósköpin öll af blómum, og yfir- leitt var hrifning fólksins svo mikil, að önnur slík hefir ekki orðið síðan Sonja Henie vann sigra sína. FELUMYND Hvar er hinn maðurinn á myndinni ?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.