Vikan


Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 1

Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 1
Verð 1.50. 16 síður Nr. 21, 22. maí 1947 **STI K AN „SYNDA EÐA SÖKKVA ** Lárus J. Bist, einn merkilegasti fimleika- og sundkennari landsins, hefir skrifað endurminningar sínar og eru þær nýgef nar út á Akureyri. Kennir þar margra grasa og fróð- legra, sem vænta má, þegar slíkur maður á í hlut, og birtum við nokkrar myndir úr bókinni, ásamt forsíðumynd af höfundi hennar, sem er einn helzti brautryðjandi sundíþróttarinnar hér á landi. Lárus er fæddur 19. júní 1879, að Selja- dal í Kjós, sonur Ingibjargar Jakobs- dóttur frá Valdastöðum í Kjós og Jóhanns Jakobs Rist Sveinbjarnarsonar, Guð- mundssonar frá Hvítárvöllum í Borgar- firði. Móðir Lárusar dó úr mislingunum vorið 1882 og varð þá f aðir hans að bregða búi og koma drengnum fyrir hjá móður sinni, Petrínu Regínu Rist, sem bjó að Læk í Leirársveit, en Ristnafnið hafði hún úr föðurættinni, er sögð var gömul aðalsætt sunnan úr Bæjaralandi. Fimm ára fluttist Lárus með föður sínum útá Akranes, en aftur, átta ára, til ömmu sinnar að Læk. Drengurinn átti eftir að ferðast lengra, þegar í æsku, því að nú var ráðgert, að þeir feðgar færu norður í Eyjafjörð, til séra Jónasar Jónassonar, síðar á Hrafnagili, og Þórunnar, konu hans, en faðir Lárusar og hún voru systkinabörn og vinátta með frændsemi. Var hann fyrst hjá þeim að Stokkahlöð- um og síðar á Hrafnagili, en þegar faðir Lárusar kvæntist aftur fluttist hann með honum að Stokkahlöðum, svo að BJtru í Kræklingahlíð, þaðan aftur, vorið 1892, að Botni, næsta bæ við Hrafnagil. Hafði þessi hrakningur farið illa með fjárhag föður hans, en gott þótti þeim að vera komnir aftur í nábýli við frændfólk sitt. Framh. á bls. 3. Lárus J. Rist, fimleika- og sundkennari.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.