Vikan


Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 21, 1947 PÓSTURINN Kæra Vika! Viltu leysa úr nokkrum spuming- um fyrir mig? Getur þú sagt mér hvenær Judy Garland er fædd og hvar, og hvort hún hefir ekki leikið í „Sundmærin" ? Vænti svars í næsta blaði. Svar: Judy Garland er fædd 10. janúar 1923 í Gr. Rapids í Minnesota í Bandaríkjunum. Nei, hún lék ekki í „Sundmærin." Aðalhlutverkið í þeirri mynd lék Bster Williams. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja mér um fæðingardag og ár Deanna Dur- bin, June Allyson, Sonja Henie, Mickey Ronney og June Haver. Með fyrirfram þakklæti. E. F. Svar: Deanna Durbin er fædd 4. desember 1922, June Alyson 7. októ- ber 1923, Sonja Henie 8. apríl 1913, Mickey Rooney 23. september 1920 og June Haver 10. júni 1926. Kæra Vika! Viltu segja mér, hvað ég á að vera þung? Eg er 16 ára og 165 cm. á hæð. Með fyrirfram þökk. Anna. Svar: Þér eigið að vera 60—61 kg. Kæra Vika! Mig langar að vita hvemig hægt er að ná blekblettum úr silki. Getur þú sagt mér það, Vika mín? Hvemig er skriftin ? Ráðalaus. Svar: Nýjum blettum má ná burtu með vatni. Ef bletturinn hefir legið í, leysið þá tvær matskeiðar af vín- sým upp í 1 dl. af vatni og dýfið blettinum ofan í blönduna. Síðan er hann skolaður með vatni og strauj- að yfir efnið á röngunni. Skriftin er ekki sem bezt; einkum er það seiimi hluti orðanna, sem verður ólæsilegur hjá yður, og verð- ur oft ekki annað en strik. Ætli þér flýtið yður ekki of mikið! Bréfasambönd. Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Vikunni hafa borist mjög margar beiðnir mn bréfasambönd á undan- fömum árum og hefir hún birt þó nokkuð mikið af þeim. Margir hafa sent greiðslu fyrir birtinguna, en upp- hæðirnar hafa verið mjög á reiki, frá 1 kr. upp í 10 kr. Blaðið hefir því ákveðið að skapa fasta venju um þetta, að greiddar verði framvegis fimm krónur fyrir birtingu á nafni, aldri og heimilisfangi, og séu þær sendar með beiðninni. Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska að komast í bréfasamband: Miss Ann Rodley, 52, Shepherds’ Hill, London N. 6, England, óskar að Nemendur á Möðruvallaskóla 1897—'98 (Sjá forsíðu og bls. 3. Myndin er úr bókinni Synda eða sökkva.) Aftasta röð, talið frá vinstri: Jón Jónsson, Hvanná á Jökuldal. Gunnar Matthíasson, fór til Ameriku. Björn Hallsson, Rangá í Hróarstungu. Hallgr, Jónasson Austmann, frá Uppsölum í Eyjaf. Hannes Jónasson, bóksali á Siglufirði. Hákon Finnsson, Borgum í Hornafirði. Pétur Zophaníasson, ættfræðingur, Rvík. Björn Stefáns- son, alþingism. S-Mýlinga. -— 2. röð að aftan: Björgvin Jóhannesson, fór til Ameríku. Sveinbjörn Jakobsson, Hnausum í Þingi. Siðurður Jónsson, skáld, Arnarvatni. Sigurður Arnason, Höfnum á skaga. Sölvi Sigfússon, Snjóholti í Eiðaþinghá. Guðmundur Jónsson, frá Vík í Lóni. Benedikt Bjarnarson, skólastj. á Húsavik. Stein- ólfur Eyjólfsson Geirdal, útvm. í Grímsey. Friðrik Sigurðsson, Reistará, Eyjafirði. — 3. röð að aftan: Jón Er- lendsson, snikkari, frá Ólafsdal í Dalasýslu. Þorsteinn Guðmundsson, frá Finnbogastöðum, Trékyllisvík. Jóhann Sigurðsson, frá Löngumýri í Skagafirði. Lárus J. Rist, kennari á Akureyri. Sveinn Bjamason, Hafrafelli í Fell- um. Tryggvi Ólafsson, Viðivöllum í Fljótsdal. Magnús Elíasson, frá Laufási við Eyjafjörð. Björn Pálsson, frá Hálsi í Fnjóskadal. Gunnar Marteinsson, Kasthvammi í Laxárdal. — Jh röð að aftan: Jóhannes Friðbjarnarson, Brúnastöðum í Fljótum. Ófeigur Snjólfsson, Randversstöðum í Breiðdal. Hallgrímur Kristinsson, kaupfélags- stj., síðar forstj. S. 1. S. Guðmundur Guðm,undsson, frá Nýjabæ í Kelduhverfi. Gísli Jóhannesson, frá Ytri-Á, Ólafsfirði. Jóhannes Kristjánsson, frá Snæringsstöðum, Húnavatnssýslu. Árni Sigfússon, albróðir nr. 5 í 2. röð. 5. röð að aftan: Jón Bergsson, kennari j Ólafsfirði. Þorsteinn Hörgdal, kennari í Glerárþorpi. Steingrímur Ara- son, kennari í Rvík. Stefán Björnsson, frá Veðramóti í Skagafirði. Bjöm Jóhannsson,' kennari á Grenivík (frá Skarði). Benedikt Jóhannsson, verkamaður á Akureyri, Guðmundur Stefánsson frá Möðrudal. — Fremstir krjúpa: Jón Björnsson, albróðir nr. 4 i 5. röð og Þórhallur Bjarnarson, prentari í Reykjavík. skrifast á við 10—14 ára Islending, (bréfaskriftirnar verða að fara fram á ensku). Sigríður Aðalsteins. (20—24 ára) Laugabóli, Ögurhreppi við Isa- fjarðardjúp. Auður Ágústsdóttir (16 ára) Djúpa- vogi S-Múlasýslu. Valdís Sigurðardóttir (19 ára) Djúpavogi, S-Múlasýslu. | Brunabótafélag z * - | Islands vátryggir allt lausafé § (nema verzlunarbirgðir). I í Upplýsingar í aðalskrif- [ I stofu, Alþýðuhúsi (sími í í 4915) og hjá umboðsmönn- = § urn, sem eru í hverjum i \ hreppi og kaupstað. i Veiztu þetta — ? Efst til vinstri: 1 Kína era áttfættir kolkrabbar mikið borðaðir. — Efst til hægri: Hjá Búddatrúarflokki einum í Japan era leyfðar ýmiskonar refsi- aðgerðir, sem þekkjast ekki hjá öðram Búddatrúarflokkum þar í landi. Ein er sú að raða logandi kertaljósum á handlegg manna og láta þau brenna niður í holdið. — Neðst til vinstri: Þegar fugl flýgur upp frá landi eða sjó fer hann á móti vindinum. — Neðst til hægri: Húsaþúsundfætlur lifa á flugum og veggjalúsum. Utgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.