Vikan


Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 21, 1947 „Synda eða sökkva" Sjá forsíðu og bls. 2. Skýrt hefir verið hér svo nákvæmlega frá fyrstu árum Lárus- ar J. Rist, til þess að sýna, á hve miklum hrakningi hann var í æsku, en ómögulegt er að halda svona áfram, því að þá yrði ekki annað efni í blaðinu! Verður því hér á'eftir aðeins stiklað á sumu hinu stærsta. Áður en lengra er farið, skal gefið yfirlit um efni bókarinnar, eftir kaflafyrirsögnum hennar, því að þær gefa nokkra hugmynd um f jölbreyttni þessara endurminninga. Kaflarnir eru þessir: Fyrstu veraldarkynnin. Langferð. Nýtt Framháld á bls. 7. Islendingar á Askov veturinn 1901/—05. Standandi (talið frá vinstri): Hannes Jónsson, síðar dýralæknir, Jónas Rafnar, síðar læknir, Tómas Tómasson, síðar slátrarameistari í Reykjavík, Þórhallur Bjarnarson, síðar prentari á Akureyri og í Reykjavík. — Sitjandi (í miðröð): Oddur Rafnar, siðar framkvæmda- stjóri Sambands ísl. samvinnufélaga í Kaupmannahöfn og Halldór Vil- hjálmsson, síðar skólastjóri að Hvanneyri. — Sitjandi, (fremst): Páll Jónsson, siðar landbúnaðarkandíat og kennari að Hvanneyri, og Lárus J. Rist, síðar fimleikakennari. — Myndin er úr Synda eða sökkva). •- ¦ • . —-"— Lárus J. Rist ferðbúinn til sunds yfir Eyjafjörð 6. ágúst 1907. Um sundið segir m. a.:.....XJm klukkan 11 lagði ég til sunds frá syðstu bryggjunni á tanganum, og voru þá bátar minir sinn á hvora hlið, en bátar áhorfendanna þar út frá á víð og dreif. Ég var klæddur eins og venjulega, en auk þess í hnéháum vaðstigvélum, oliubuxum, kápu og með sjóhatt á höfði. Eftir að ég hafði synt 10—20 tök, byrj- aði ég að klæða mig úr smátt og smátt, um léið og ég mutraði áfram. Sparkaði ég fyrst niður af mér stigvélunum, fór síðan úr kápunni, olíu- buxunum og treyjunni. Fann ég þá, að ég var orðinn léttari til sundsins og miðaði betur áfram en áður, en var ekki nægilega háll og varð auk þess að drasla miklu vatni með mér í fötunum, sem eftir voru. Taldi ég þá bezt að losna við þau öll, en það varð að gerast með gætni, þvi að nærfötunum, og þó einkum bux- unum, er hætt við að lenda í bendu utan um limina. Pór ég fyrst úr sokkunum, en það er nauðsynlega að gera, áður en farið er úr bux- unum, til þess að þær smokrist auð- veldlega niður af fótunum og ekki sé hætta á haf ti. Næst kom röðin að buxunum og síðast skyrtunum tveim, hvorri á eftir annarri, og tókst mér að framkvæma þetta allt án þess að fá nokkra skvettu eða dýfu, nema rétt á meðan ég smeygði skyrtunum yfir höfuð- in. . . . Þegar ég var laus við fötin, gat ég tekið sprett, en á honum ent- ist ég aðeins skamma stund og velti mér á bakið sem snöggvast. En það var ekki lengi, því að ég fann, að höfuðið dofnaði af kuldanum, en við það sljóvgast vitund og þróttur. Var ég þá kominn rúmlega miðja vegu og synti á bringusundi það, sem eftir var leiðarinnar. . . ." Sundpollurinn á Akureyri 1907. (Myndin er úr bókinni Synda eða sökkva).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.