Vikan


Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 21, 1947 Hálfur vinningur Smásaga eftir Ann Napier Skemmtinefnd íþróttafélagsins hafði ákveðið að ekkert hlé skyldi vera á milli skemmtiatriðanna á dagskránni. Danslag- ið, sem hljómsveitin var að spila var ekki alveg búið, þegar formaður nefndarinnar flýtti sér að hátalaranum og tilkynnti: „Háttvirtu áheyrendur! Ég bið hér með eiganda happdrættismiðans númer 686 að gera svo vel og koma hingað." Um leið og hann sagði þétta, lyfti hann upp körfu, sem í var lítill hvolpur, og sýndi fólkinu í salnum. „Hann heitir Victory." Ung stúlka með rauðgyllt hár gekk upp að hlómsveitarpallinum. „Ég er hér með númer 686," sagði hún og rétti fram happdrættismiðann, þar sem tölurnar sáust greiniléga, svartar á hvítu. Formaðurinn varð glaður við og gaf ljósmyndaranum strax merki um að nú ætti myndataka að fara fram. „Ungfrú Jeffreys . . ." byrjaði formað- urinn, en komst ekki lengra, því að í sömu svif um greip hár, ungur maður f ram í f yr- ir honum. „Augnablik. Það er ég, sem á happ- drættismiðann númer 686." Hann rétti fram miða, sem virtist vera alveg eins og hinn, og beið átekta. „Ó, ja-á, já," var það eina, sem formað- urinn sagði. En Geraldine Jeffreys hafði yfirunnið stærri örðugleika, þó að hún væri aðeins 19 ára. Hún sneri sér brosandi að unga mannninum og sagði: „Það var leiðinlegt, að þér skylduð verða fyrir vonbrigðum." „Hvað eigið þér við?" spurði hann. „Að þér fáið ekki hundinn. Við getum ekki skipt honum á milli okkar." „Nei ekki beinlínis, en —" Geraldine fylltist gremju. Hún var þeg- ar búin að fá hvolpinn. Formaðurinn þvoði hendur sínar og kvaðst ekki skipta sér af því, hvernig þau útkljáðu deilu sína. „Já, þetta var mjög leiðinlegt," sagði Geraldine og sneri sér við og bjóst til brottfarar. En hann fylgdi henni eftir og varnaði henni útgöng'u. „Hvolpurinn getur verið helming vik- unnar hjá yður og hinn helminginn hjá mér. Ég kem á þriðjudagskvöldið kl. 6 stundvíslega og sæki hann." Svo gekk hann leiðar sinnar. Þrjá næstu daga hugsaði Geraldine, að hann mundi ekki koma, en undirvitund hennar sagði hið gagnstæða. Hann kom. Seinni hluta þriðjudagsins bjó hún um Victory í körfunni og bað vinnukonuna að af henda hana, ef maður kæmi er spyrði eftir hundi. Svo fór hún upp í herbergið sitt, faldi sig á bak við gluggatjöldin og gægðist út. Hún sá þegar hann kom og fór. Seinna fékk hún að vita, að nafn hans væri Mason. Allt í einu f ór hún að hugsa um, hversu hræðilega tómt og einmanalegt lífið yrði, ef maðurinn kæmi ekki með hundinn til hennar aftur. En þetta var óþarfa hræðsla. Victory kom aftur. Brátt varð það að vana, að hvolpurinn kom á laugardags- morgnum og hvarf á þriðjudögum kl. 6. Þannig leið nokkur tími, en svo fór Ger- aldine að verða f orvitin. Hvers konar mað- ur var þetta? Hún leitaði að nafninu í símaskránni, en hún var.jafn nær, því að þar var f jöldi manna, er hétu Mason, og hún vissi ekki fornafn hans. Þriðjudag nokkurn ákvað hún að veita honum eftir- för, til þess að sjá, hvar hann ætti heima. Hún læddist á eftir honum. Það var dimmt í lofti og hún hélt sig þar, sem skuggsýn- ast var. Þetta leit út fyrir að heppnast ágætlega. Skyndilega varð hún vör við, að hún hafði misst sjónar af honum, og nam staðar og horf ði rannsakandi í kring- um sig. Þá heyrði hún rödd hans úr húsa- garðinum: „Get ég gert eitthvað fyrir yður?" Hún beit á vör sér og sagði snúðug um leið og hún hélt áfram leiðar sinnar eftir götunni. ^MMHMMNIIIIMMMIMIIIMIlMUMIIlMMMMMfMinMnMI VEIZTU—? 1. Það er ekki sama tign að vera undir- foringi í sjóher og landher Bandaríkj- anna. Hvor er hærra settur? 2. Er orðið ölmusa íslenzkt? 3. Hvenær leiddi Móses Gyðinga út úr Egyptalandi ? 4. Hvenær uppgötvaði Newton þyngdar- lögmálið ? 5. Hvað er fjallið Aconcagua hátt og í hvaða heimsálfu er það?' 6. Hve margir ferkilómetrar er Kyrra- haf ið ? 7. Hver var Anthonis van Dyck, hvar fæddist hann og hvenær var hann uppi ? 8. Hvaðan er þetta: Hljóðs biðk allar helgar kindir. 9. Hvenær var Búnaðarbálkur Eggerts Ólafssonar fyrst prentaður og hvar? 10. Hver var Spinoza og hvenær dó hann ? Sjá svör á bls. 14. '< jMmmiiiimimhmmi iiiiiiiniiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiHiiHiiilliiiiHiiiniHi^ „Nei, þakka yður fyrir." „Augnablik," kallaði hann á eftir henni.. „Ég heiti Miles Mason og bý í Dorking Street." „Það kemur mér ekkert við," svaraði Geraldine. „Ég bý í þakherbergi," hélt Mason áfram. „Ég sem sögur fyrir vikuritið „Heimilið" — og stundum fyrir önnur tímarit." „Verið þér sælir, Mason," sagði hún. „Verið þér sælar, ungfrú Jeffreys," sagði hann. Hún vonaði að sér hefði misheyrzt, að hann hefði hlegið lágt í dimmunni. Á laugardagsmorguninn, er Victory kom, fann hún bréf í körfunni. Hún reif það strax upp. „Kæra ungfrú Jeffreys! Fyrsta daginn vildi Victory ekkert éta. Ég bið yður vinsamlegast að sjá um, að hann éti ekki yfir sig hjá yður. Miles Mason." Á fimmtudaginn sendi hún honum svö- hljóðandi línur: „Kæri herra Mason! Victory hefir ekki étið yfir sig hjá mér. Það hefir hann aldrei gert. Vilji hann ekki þann mat, sem þér gefið honum, þá staf- ar sá kvilli ekki frá maganum, heldur hjartanu. Hann sagnar mín. Geraldine Jeffreys." Á laugardaginn kom svar: „Kæra ungfrú Jeffreys! Bréf yðar lýsti óþarflega mikilli tilfinn- ingasemi. Verið rólegar. — Miles Mason." Hún skrifaði langt bréf, en reif það í sundur í smátætlur og kastaði því í bréfa- körfuna. Að síðustu festi hún miða við körfuna, og á honum stóð aðeins: „Heimskulegt þvaður!" Svo leið langur tími án þess að nokkuð bæri til tíðinda, og á meðan kenndi hún hvolpinum að sitja. Hann lærði þessa list óskiljanlega fljótt, og hún skrifaði: „Vic- tory kann að sitja." Á laugardaginn fékk hún svar: „Auð- vitað, því að ég hefi kennt honum það." Hún svaraði: „Ekki þér, heldur ég." 1 næsta skipti skrif aði hann aðeins eitt orð: „Ég!" Og þar með var málið útrætt. Hún sat við gluggann, horfði út í loftið og ímyndaði sér, að hún yrði gömulkerl- ing og Miles gamall karl með hvítt, langt skegg, sem blakti í golunni, þegar hann kæmi á þriðjudögum og laugardögum til hennar. Þetta var auðvitað eintómur hug- arburður, því að ekki gat Victory lifað svo lengi, í hæsta lagi gat hann lifað í tíu ár, og svo voru bara minningarnar, sem lifðu. Victory hafði þegar birzt í dulargerfi í einni smásögu Miles. — Hún las allt, sem hún gat náð í eftir hann. Þetta var ágæt smásaga, og aðalsöguhetjan var stúlka með rauðgyllt hár. Honum hlaut að þykja vænt um hundinn hennar. Og það var satt. Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.