Vikan


Vikan - 22.05.1947, Page 5

Vikan - 22.05.1947, Page 5
VIKAN, nr. 21, 1947 5 .——" Ný framhaldssaga: ........ SPOR FORTÍÐARIIMMAR ........-........ ÁSTASAGA eftir Anne Dnffield 8 a inmtMin''* Já, hún hafði átt kollgátuna — það voru komn- ir gestir eða öllu heldur gestur, sem steinþagði þegar Linda birtist. Þetta var lítil, ljóshærð kona, í íburðarmiklum kjól úr ljósbláu silki. Ljós- blár hattur bar skugga á frítt andlitið, sem minnti Lindu á kettling — stálpaðan kettling, sem þegar bar öll merki kattareðlisins. Ókunnuga konan starði á Lindu, sem kom vin- gjarnlega í áttina til hennar með útrétta hönd- ina — og var það amerísk venja sem Linda gat ekki vanið sig af. „Komið þér sælar — afsakið að ég skildi ekki vera við þegar þér komuð. Ég var í garðinum — Sybil hefði átt að kalla á mig.“ Hún talaði eins og hún væri á sínu eigin heimili — hún gleymdi á þessari stund að hún var ekki í húsinu sínu á Englandi, enda'var hún brátt minnt á það. „Það gerði ekkert til,“ svaraði konan kulda- lega, og rétti Lindu eftir augnabliks hik mjúka, hanzkaklædda hönd sína. „Eg kom til að heilsa upp á ungfrú Grey Jones. Þér eruð líklega lags- mær ungfrúarinnar ? “ og hún horfði á Lindu frá hvlrfli til ilja. „Já, ég heiti Summers.“ „Þetta er frú Lacy, ungfrú Summers,“ flýtti Tony Severing sér að segja. „Hún er nýkomin frá Englandi.“ „Ég frétti um komu ykkar, þegar ég borðaði í sendiráðinu í Kairo,“ sagði frú Lacy, „ég hugsaði með mér að ég skyldi óðara fara og heilsa upp á blessað bamið. Hvers vegna hefir hann neytt hana hingað í þessa einveru, það skil ég ekki.“ „Hann á nú heima héma sjálfur,“ sagði Linda brosandi. Frú Lacy beindi öllu tali sínu að Sybil og lét sem hún sæi ekki Lindu. „Og á svona piparsveina- heimili. Hann hlýtur að vera sjálfur eins og fiskur á þurru landi. Eg vona að hann hafi reynt að gera vistlegt fyrir yður hérna, ungfrú Grey- Jones — hann er ekki vanur að hafa kvenfólk í húsum sínum. Það hefir alltaf verið honum þvert um geð.“ „Já, við höfum það að vissu leyti þægilegt,“ svaraði Sybil, „en er þetta ekki afar afskekkt?“ „Jú, það hélt ég nú. Það var líka þess vegna sem majórinn tók búgarðinn á leigu — hann vill vera frjáls og óháður. En að fara með yður hingað — það var honum líkt. Hann hefði átt að spyrja mig ráða — en ég var raunar ekki heima. En ég ætla nú að sjá hvað ég get gert fyrir yður. Hvar er majórinn annars ? Felur hann sig í bókaherberginu?“ Hún renndi gulgrænum kattaraugunum um allt. i „Kaye majór hefir verið að heiman í nokkra daga, en við búumst við honum heim á hverri stundu," sagði Linda. „Hann er að koma,“ bætti hún við um leið. „Hvar ?“ „Eg heyri í flugvélinni hans,“ svaraði Linda. „Ja, þér hafið næma heym,“ gall í Sybil, „ég heyri ekkert.“ „Kannske er það hann og kannske ekki — ef þetta er þá ekki misheyrn hjá yður,“ greip frú Lacy inn I. „En eitthvað heyri ég samt — það fara margar herflugvélar hér um á dag.“ „Einmitt það. En þetta er áreiðanlega flugvél majórsins,“ svaraði Linda róleg. „Afsakið mig stundarkom — ég ætla að sjá um að te verði borið fram.“ Hún fór inn í húsið, en frú Lacy starði á eftir henni. „Hvemig er hægt að gera mun á flugvélum í þessari fjarlægð?“ spurði hún. „Það veit ég ekki heldur,“ svaraði Sybil. „En vitið þér til — þetta er majórinn. Ungfrú Summ- ers hefir alltaf rétt fyrir sér og það er alveg óþolandi.“ „Já, einmitt það,“ frú Lacy hló — „kennslu- kona — lagsmær — eða hvað sem hún heitir — á að hafa rétt fyrir sér. Það tilheyrir stöðu henn- ar. Henni er borgað fyrir það.“ „Það er satt,“ jánkaði Sybil, sem fann að þarna var kona, sem var henni andlega skyld. Henni féll prýðilega við frú Lacy. En hvað sem öðra leið þá hafði Linda á réttu að standa. Dranumar i flugvélinni nálguðust. Flugvélin fór yfir húsið og hvarf. Linda kom aft- ur út og settist bak við lágt tágaborð. Fáum mínútum síðar kom majórinn gangandi út á milli mangotrjánna. Hann tók flughjálminn af sér og þerraði svitann af enninu. „Komið þið sæl!“ Hann hoppaði upp á svalirn- ar, kinkaði kolli og sneri sér að Eve Lacy. „Þetta var óvænt ánægja — ég vissi ekki að þér vorað komnar heim. Nei — það er varla hægt að taka í nönd jiína fyrir óhreinindum,“ — hann tók var- lega í hanzkaklædda hönd hennar, sem hún rétti honum. „Er teið tilbúið, ungfrú Summers? Eg ætla bara að skola Sahara-rykið af mér fyrst. Ég kem aftur eftir stundarkom.“ Hann hraðaði sér inn í húsið — þau heyrðu létt en föst skref hans á flísagólfinu og síðan hurðarskell. Suffragi í síðum, hvítum kufli með rauðan vefjarhött ók inn litlu teborði. Linda stóð á fæt- ur og tók að hella í bollana. Þegar majórinn kom inn aftur varpaði hann sér þreytulega í einn hægindastólinn. En hann horfði forvitnislega á teborðið. „Hvað er þetta!“ hrópaði hann. „Hvað hefir gripið Vewfisk gamla. Rósabrauðið og þurra madeirakakan era horfin.“ „Nú höfum við borðað rósabrauð og madeira- köku á hverjum degi í meira en þrjár vikur. Mér fannst vel viðeigandi að breyta til.“ Það var Linda, sem varð fyrir svöram. Frú Lacy sperrti rakaðar augnabrúnimar lítilsháttar, þegar hún heyrði þetta. „Jæja, svo að þetta er yður að þakka?“ Kaye brosti til Lindu. „Þér erað hugrakkar, það verð ég að segja. Ég hefði sjálfur aldrei þorað að orða við Tewfisk hina minnstu breytingu. Hvernig fórað þér að þessu?“ „Með svolitilli lipurð og lagni,“ sagði Linda rólega og hellti í bollana. „Ég vona að þér haldið áfram þessari umbóta- starfsemi," sagði majórinn og tók við bollanum, sem Tony rétti honum. „Ég hefði ekki trúað að sá gamli gæti búið þetta til. „Hann beygði sig yfir teborðið, en á því stóðu diskar með kexi, heitum tebollum og fagurlega skreyttri tertu. „Hann getur það líka ekki,“ svaraði Linda brosandi, „en hann er að læra það.“ „Hver hefir þá búið þetta til.“ „Ég sjálf.“ „Leggið þér stund á matreiðslu, ungfrú Summers?" spurði frú Lacy elskulega. „Þér megið ekki —tók majórinn til máls. „Hún veit ekkert skemmtilegra en að dunda í eldhúsi. Hún vinnur öll heimilisstörf heima hjá sér — þær eru vanar þessu í Ameríku þær hafa ekki vinnukonur og þjóna þar.“ „Því verður maður að venjast hérna — það er ekki hægt að búa til mat og vinna við heimilis- störf hér í Egyptalandi. Þag getur engin kven- maður — sama hverju hún er vön heima hjá sér.“ „Ég er ekki vön hirðulausu og lötu þjónustu- fólki,“ Linda fölnaði í kinnum, „Tewik getur búið til góðan mat, en hefir komizt upp með þetta.“ „Já, einmitt það,“ muldraði Eve. „En hann er þó matreiðslumaður majórsins. Ég á við að hann hefir verið hér í fjögur ár.“ „Það er auðvitað afsökun fyrir hann,“ Linda átti bágt með að stilla sig og brosa. „Afsaka hvað“ Kaye majór, sem var að drekka te sitt og tók ekkert eftir hvað lá í þessum mein- leysislegu orðum kvennanna, leit letilega upp frá bolla sínum. „Afsakar vonda matinn hjá Tewfik.“ „Þjónustufólk á heimilum piparsveina er alltaf meira eða minna spillt. Það þarf að hafa konu til að reka á eftir því og segja því fyrir verkum.“ „Nei, hættið nú —“ tók Eve aftur til máls, en Kaye greip fram í fyrir henni. „Þér hafið leyfi til að segja Tewfik fyrir verk- um eins og þér viljið, ef árangurinn af því verð- ur aldrei lakari en þessi kaka, ungfrú Summers. En hættum nú öllu gamni! Ég vil ekki að þér séuð að þreyta yður úti i heitu eldhúsinu. Það stóð ekkert um það í samningnum, eins og þér vitið.“ „En mér finnst gaman af því,“ svaraði Linda stuttlega. „Hún er sjálf svo mikill sælkeri,“ sagði Sybil hlæjandi. Þið ættuð að sjá hvað hún hámar í sig heima hjá sér —.“ „Réttið mér bolla majórsins, Sybil,“ sagði Linda hörkulega, „og bjóðið frú Lacy aftur af kökunni.“ Sybil starði reið og með opinn munn á Lindu. En síðan gerði hún eins og henni hafði verið sagt, og auðsjáanlega var það henni þvert um geð. Frú Lacy brosti til hennar með meðaumkun meða hún fékk sér aftur af kökunni. Sybil geifl- aði sig i framan, en sagði ekki fleira. Frú Lacy sneri sér þá að majórnum og ræddi um kunningjana í Kairo og Abbou-Abbas og um skemmtanimar, sem Sybil yrði að taka þátt í. „Þér verðið að lána mér hana um tíma, majór,“ sagði hún. „Ég yrði svo vinsæl, ef ég hefði svona fallega stúlku undir verndarvæng mínum. Hún er alveg ómótstæðileg." Sybil hristi lokkana frá enninu. Fjárhaldsmað- ur hennar varð forviða á svipinn, en auðsjáan- lega glaður. Honum hefði sjálfum aldrei dottið í hug að segja að skjólstæðingur sinn væri ómót- stæðilegur, þótt hann viðurkenndi að Sybil væri óvenju lagleg stúlka. Það var gott að frúnni geðj- aðist að henni, þvf að Eve Lacy mátti sín mikils í samkvæmislífinu í Abbou-Abbas og það var gott fyrir nýkomið fólk að láta hana kynna sig þar. Severing, sem Eve dró óðara inn í samræðurn- ar fannst það skammarlegt hvernig Linda var sett hjá. Hann var reiður, en fékk ekkert að gert. Hann vildi sjálfur tala við hana, en fékk ekkert tækifæri til þess — Eve hélt honum föstum með masi sínu, þannig að hann gat ekki snúið sér frá henni án þess að vera ókurteis. Hann gat að- eins brosað til ungfrú Summers og vonað að hún tæki ekki eftir hvemig frú Lacy virti hana að vettugi. En Linda tók eftir þvl — hún gat ekki annað,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.