Vikan


Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 21, 1947 en það fékk ekkert á hana. Majórinn sat þægi- lega í einum hægindastólnum — hann hafði auð- sjáanlega notið hressingarinnar vel og átti í vænd- um góðan miðdegisverð. Hún hafði aldrei séð hann eins hressan og glaðan. Hann hafði verið að heiman nokkrum sinnum siðan þær komu, en þetta var í fyrsta sinn, sem hann virtist vera innilega feginn að vera kominn heim aftur. Þetta var Lindu nóg og friður og ró ríkti í huga hennar. Hún var hamingjusöm, þar sem hún sat þarna steinþegjandi og fyrir utan allar samræð- ur. Eve Lacy, þessi illkvittnislega kerling, sem sat þarna í bláum kjól, hafði ekkert að segja. Eve Lacy hugsaði margt meðan hún lét dæluna ganga. Það hafði ekki farið fram hjá henni, hvað majórinn var glaðlegur þegar hann kom. Hún sá augnaráðið, sem hann sendi grannvöxnu konunni, sem beygði sig yfir teborðið, og hversu majórinn hlammaði sér með mikilli ánægð ofan í hægindastólinn, en í hann var kominn nýr, út- saumaður koddi. Henni var ekki um það gefið að majórinn fæU þessari ókunnugu stúlku, sem auðsjáanlega vissi ekki, hver hin raunverulega staða hennar var, alla umsjá með heimilinu. Þetta var kvenmaður, sem hún vildi ekki að dveldi á heimili majórsins. „í fyrsta lagi er hún alltof ung, enda þótt hún sé eldri en hún lítur út fyrir að vera," hugs- aði frú Lacy, „og hún er of lagleg." Að visu var Linda ekki ímynd þeirra kvenna sem Eve dáðist mest að, heldur alveg andstæða við hana sjálfa, sem var mjög smágerð og ósjálfbjarga, að því er virtist. En Linda var þannig útlits, að allir hlutu að veit henni athygli. Eve fannst hárgreiðsla Lindu næstum hlægileg, en þó minntist hún þess og varð um leið órótt innanbrjósts, að í síðustu ferð sinni til Evrópu hafði hún rekizt & konur frá París og Vín með svipaða hárgreiðslu. Kannske var þetta ný tízka! Henni flaug í hug hvað hið úfna og stuttklippta hár á henni sjálfri yrði lengi að vaxa, til að hún gæti sett það upp á þennan hátt. „En það færi mér aldrei vel — það færi engri okkar hérria í Abbou Abbas vel. En hvernig get- ur hún verið svona glæsileg með þessa hár- greislu?" Hin kringlóttu, fallegu kattaraugu Eve flöktu til og frá, og heili hennar var önnum kafinn. Hún var alltaf að leita að ráði til að f jarlægja þennan óvelkomna kvenmann frá „Friðarlundi" — en á meðan lét hún móðan mása, kom majórnum til að hlæja og skjallaði Sybil. Að lokum stóð hún á fætur til að kveðja. Þá þóttist hún allt í einu muna eftir tilveru ungfrú Summers og kvaddi hana kurteislega. Majórinn, Tony og Sybil gengu með henni niður að hlið- inu, þar sem bifreið og innfæddur ökumaður Evu beið. Linda stóð eftir á svölunum og var þar í sömu sporum, þegar majórinn kom einn til baka. „Tony fór út að aka með Sybil," sagði hann. „Hún kvartaði um hitann og þau héldu að það væri kannske svolítill andvari við eyðimörkina." Hann settist aftur í sama stólinn. „Jæja, hvernig gengur yður," hélt hann áfram og bauð henni vindling. „Ég hefi aldrei haft tækifæri til að tala við yður síðan þér komuð." „Þér hafið mest verið að heiman," svaraði Linda. „Þér hafið alltaf svo mikið að starfa." „Og þegar ég kemst loks heim fáum við aldrei frið til að rabba saman í ró og næði á kvöldin," sagði hann hlæjandi. „Ó, nei, Sybil sér um það og ungu mennirnir, sem eru að snúast í kringum hana. Hún kann alveg ljómandi vel við sig, sem betur fer, og skemmtir sér ágætlega." „Það verður gaman fyrir hana ef frú Lacy tek- ur hana að sér, og það er auðséð að Eve ætlar sér það. Hún er ágætis kona." „Hún er mjög aðlaðandi," sagði Linda vin- gjarnlega, „og lagleg." „Já, það er hún og einnig góð kona," sagði majórinn, „hún er ekkja — maður hennar dó fyrir tveimur árum. Það var undarlegur, fúll náungi — ég held að hún hafi ekki verið ánægð með hann. En harm skildi henni eftir miklar eignir, og ferðast hún um á sumrin og dvelur alltaf í Abbou Abbas yfir veturinn. Það er í raun og veru hún, sem setur svip á félagslífið hér hjá okkur." „Það verður ágætt fyrir Sybil ef frú Lacy tek- ur hana undir sinn verndarvæng. Ég vil gjarnan að stúlkan fái að skemmta sér." Majórinn horfði um stund á hana hugsandi og sagði svo skyndilega: „Þér eruð góð kona, ungfrú Summers." Þetta var það versta, sem hann gat sagt. Góð kona! Ætli hann segi ekki svo að hún hefði við- kunnanlegt andlit! „Ég þakka," sagði hún hæðnislega. „Hvers vegna haldið þér það." Hann tók ekki eftir hvað hún var háðsleg. „Þér eruð ungar og laglegar," sagði hann, „og aettuð einnig skilið að skemmta yður. En samt eyðið þér allri orku yðar í þessa leiðinlegú stelpu." „Já — en," stamaði Linda. „Ég er ekki blindur," hélt Kaye áfram brosandi. „Þcgar Sybil er viðstödd — já, ég veit ekki hvern- ig ég á að orða það — dragið þér yður inn í skel — kastið yfir yður ellibelg og þegar þér horfið, þá á Sybil eldist þér um tíu ár." „Þetta er starf mitt," svaraði hún. „Yður tekst það vel!" svaraði hann stuttlega. „Þér eruð þá ánægður með mig?" Hún roðn- aði lítið eitt í kinnum og það kom gleðiglampi í augu hennar. „Þurfið þér að minna mig á þetta!" sagði hann ásakandi. „Ég var heimskingi ¦—." „Nei það finnst mér ekki. Þér voruð aðeins hreinskilinn og létuð í ljós álit yðar." „Ég var kvíðinn," játaði hann. „Ég vissi að Sybil var óvenju erfið og 'einþykk eins og þegar hefir komið í ljós. Eg vil sjálfur ekki taka neina ábirgð á henni. 1 fyrstu hélt ég að þér væruð ekki starfinu vaxin, en nú verð ég að biðja yður afsökunar á því sem ég sagði við yður daginn sem þér komuð. Ég vona að þér og Sybil kunnið vel við ykkur hérna." „Þetta er mjög vingjarnlegt af yður," Linda leit niður og dökk augnahárin huldu alveg augu hennar. „Ég er afar hamingjusöm hérna. Ég elska „Priðarlund". Mér þykir bara fyrir því að við Sybil komum til með að raska ró yðar. Ég hefi sjálf búið ein í mörg ár og get því vel imynd- að mér, hvað þetta heimili yðar er yður mikils virði •— yður einum." „Eg ætla að biðja yður að gera yður ekki neitt slíkt í hugarlund," svaraði majórinn brosandi. „Ég er glaður yfir að hafa ykkur hérna — það er ég í raun og veru. Ég — ég held að við séum þegar orðnir góðir vinir, ungfrú Summers." Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Ö, ég er svo fegin, að þú ert komin heim, elskan, Pabbinn: LilU hefir grátið í allan dag og mér er dauðillt í höfðinu. maður! Pabbinn: Eg skal taka hann að mér. Lilli, sjáðu, hvað pabbi er skemmtilegur Maðurinn uppi: Ég tapa vitinu, ef þetta barn þarna niðri hættir ekki að grenja! Svona hefir það gengið í allan dag! Maðurinn: Ég ætla að láta þau vita, að ég er orðinn þreyttur á þessu. Umsjónarmaðurinn: Fólkið niðri er að kvarta yfir því, að það hafi ekki næði, af því að þú ert að hengja upp myndir! Maðurinn: Nú þykir mér týra!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.