Vikan


Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 21, 1947 „Synda eöa sökkva" Frh. af bls. 3 heimkynni. I f jölmenni að Hrafnagili. Nýir hrakningar. Fyrstu árin á Botni. Ferming- in. Fullorðinn maður. Á Möðruvöllum 1897 —'99. Hafnir á Skaga. ReykjadalUr og Mý- vatnssveit. Noregsför. Rek á reiðanum 1901 —'03. Tvö ár að Askov. Kennaranám í Kaupmannahöfn. tHeimkoman. Harmsaga. Öræfagönguförin 1908. Kennslustörfin. Kennarastofan. Hjúskapur og búskapur. Ameríkuförin. Römm er sú taug. — Auk þessa er skrá um blöð, bækur, félög og menningarstofnanir, sem koma við sögu í bókinni, og skrá um mannanöfn. Yfir þrjá- tíu myndir eru í bókinni og ágætur fengur í sumum þeirra, einsog sjá má á þeim, sem fylgja þessu orðum. Eftirfarandi kafli er framarlega í bók- inni, í kaflanum Nýtt heimkynni: „ .. Það varð mér mikið happ í fámenninu á Stokkahlöðum, að þangað réðst ungur og efnilegur, næstum fulltíða maður til latínu- náms. Það var Sigtryggur Guðlaugsson, síðar prestur á Núpi í Dýrafirði og stofn- andi héraðsskólans þar. Hafði hann tekið bá ákvörðun, að ganga skólaveginn og nema til prests. Ég hændist fljótt að hon- um, því að mér þótti hann sérlega skemmtilegur og svo vel að sér um alla hluti, að undrun sætti. Hann kunni öll ósköp af sögum, er hann sagði í rökkrinu á kvöldin. Þær voru svo skemmtilegar, að ég hefði helzt aldrei viljað láta kveikja. Þetta voru sögur af tröllum, útilegu- mannasögur og ævintýri. Mest var gaman af Grámanni í Garðshorni. Sigtryggur söng mikið, kunni falleg kvæði og skrýtn- ar gátur, sem hann lét fólkið ráða. Þegar hann hætti að lesa á kvöldin, lék hann ser á bitanum í baðstofunni. Þar fór hann í gegnum sjálfan sig, og var það mikið und- ur. Hann fór þar á kjöl og kerlingu, stang- aði hrúta, hékk á tánum og gerði sitthvað fleira. Á gólfinu þræddi hann nál sitjandi á flösku, gekk undir sauðarlegg og kyssti kóngsdóttur. Frammi í skála járnaði hann „pertu" sitjandi á kaðli, sem strengdur var milli tveggja stoða. Þetta var dásam- legur maður, sem allt gat, það var áreið- anlegt. Auðvitað fór ég að apa ýmislegt eftir honum af þessu tagi, en gat lítið ann- að en undrazt yfir öllu, sem hann gerði. En ég var þó alltaf að reyna að hafa eftir listirnar og læra gátur og léttar söngvís- ur mér til mikillar ánægju ..." Úr kaflanum „Hjúskapur og búskapur": „ ... Um miðjan ágúst 1909 efndi ég til hópferðar í Vaglaskóg með sundnemend- um mínum og þeim ungmennafélögum, sem vildu slást í hópinn. Fórum við á smábát- um yfir fjörðinn frá Oddeyrartanganum og drógum þá á land, er yfir kom. I hópn- um mun hafa veriðum 40—50 manns, mest ungt fólk á aldrinum 12—30 ára. Rólega var farið að öllu, en þumað í áttina. Krakk- arnir tóku smáspretti milli berjalautanna og úðuðu í sig berjunum af ánægju. Hinir eldri röbbuðu saman, virtu fyrir sér útsýn- >ið og verksummerki náttúrunnar, lásu blóm eða fleygðu sér á bakið til þess að hvíla sig og horfa út í endalausan geim- inn. Þegar í skóginn var komið, dreifði fólkið sér í smáhópa um skógarjóðrin, sem þar eru mörg og falleg. Ég lenti í einum hópnum, því að einhvers staðar þurfti ég að vera, þó að ég væri fararstjóri og hálf vegis utanveltu. Við þetta var ekkert að athuga og ekki heldur við það, að ég borð- aði af góðri lyst úr nestispinklinum, og þarna var skrafað og hlegið og býtti höfð á brauðsneiðum með osti og brauðsneið- um með rullupylsu. Það var ekki fyrr en upp var staðið, að tíðindi gerðust. Þá varð ég þess allt í einu var, að ég stóð afsíðis hjá elskulegum kvenmanni. Ég þekkti þessa stúlku ekkert að heitið gæti, en hún hafði fyrir mörgum árum vakið á sér eftir- tekt mína, þá sem sjö til átta ára barn. Eitt sinn sem oftar hafði ég verið sendur í kaupstað frá Botni og reið löturhægt í gegnum Akureyrarbæ með eggjakassa á hnakknefinu. Þá sá ég þessa ungu stúlku koma frá leik ásamt nokkrum jafnöldrum sínum. Hún gekk upp háar tröppur, hamp- aði bolta og kastaði langri og þykkri hár- fléttu aftur á bakið með snöggri höfuð- sveiflu, um leið og hún mælti sér mót við leiksysturnar. „Anzi er þetta falleg stelpa," hugsaði ég með sjálfum mér og fannst ég helzt vildi grípa hana, en hendurnar voru tepptarviðeggjakassana og ég svo fastgró- inn niður í hnakkinn, að hún var horf in inn um dyrnar, áður en ég vissi af. Nú stóð þessi fallega stúlka hjá mér undir fögru birkitré í sumarblíðunni, og var báðum orðfátt í bili. Við litum til birkihríslunnar og fundum þar ofurlitlar greinar með lauf- um og brumhnöppum. Við slitum þær af og skreyttum hvort annað. Síðan slógumst við í för með fólkinu og létum sem ekkert hef ði komið f yrir og um- gengumst ekki hvort annað þann dag, f yrr en á heimleiðinni, en þá létti það svo mik- ið gönguna að verða samferða upp brekk- una. Samræður okkar voru léttar og fjör- legar, og við fundum, að við attum sam- eiginleg áhugamál. Hún hafði verið eitt ár í Kaupmannahöfn og æft þar leikfimi um skeið, svo að ekki skorti umræðuefni. Ég vissi, að hún hét Margrét Sigurjónsdótt- ir, fædd að Sörlastöðum í Fnjóskadal, og að móðir hennar hét Anna Þorkelsdóttir frá Flatatungu í Skagafirði, en þau hjón höfðu bæði farið til Ameríku vorið 1898 og afhent Pálínu, systur Önnu, dóttur sína til fósturs. Nú var PáHna fyrirvinna hjá bróður sínum, Páli, sem hafði verzlun í Hafnarstræti nr. 33. Ekki datt mér í hug að spyrja hana, hvað hún væri gömul, og fékk ég ekki að vita það fyrr en löngu síðar, að hún var fædd 9. ágúst 1888, og því níu árum yngri en ég. Hvað mig snerti, gerðist ekki fleira sögulegt í þessari ferð, en hvort aðrir hafa nokkurs slíks að minnast þaðan, veit ég ekki, þó að ánægjubros léki um allra varir, þegar hópurinn kvaddist . . .". Tírval , 2. hefti 1947. er komið í bókabúðir. E F N I : Dáleiðsla. Fáir líuniui betur en Kínverjar listina — Að njóta lífsins. Hún er hoU og bætiefnarík, Plöntumjólkin. Útburðarvæl er óhngnan- legt hljóð. Á draugaveiðum. Dýr geta líka verið slysiu. Slysfarir í dýraríkinu. Fúðnrtnnnan Falcstína. Arabar bua þar einnig. Á margan hátt má ávaxta fé sitt. Fjársjóður í frímerkjum. Nýtizkn skopstæling gamals atbarðar. Kolumbus finnur Ameríku. Hvað á að gera við Vanþroska börn. Misjafnt höfumst við að . . . Ég er lokræsa-rotta. Ellin og æskan mætast á hrífandi hátt í þessari grein hins aldna, danska rithöfundar. Hamingjusöm æska. Kinn mesti óvinur jarð- ræktarinnar er — Kartöflubjallan. Mikill er máttur trúarinnar. Faðir minn skaut helgan tarf. Hjónaband er oft val n ett af tvennu: Koss eða kökukef li. I>eir eru nú horfnir. Hundarnir í Kohstantinopel. Fáir forstöðnmenn brjóta 811 þessi boðorð, en allir brjóta eitthvert þeirra. Tíu höfuðsyndir yfirmanna minna. Hún er mikil, Orkan, sem í jarðskjálftum býr. Snillingur á lágu gáfnastigi. Málgef na konan í Lansdowne-tröðinni Yfir 70% brindra Islendinga eru blindir af völdum sjúkdémB þess, er nefnist — Gláka. BÖKIN : Til miklis að vinna. Nútímaskáldverk eftir Upton Sinclair.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.