Vikan


Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 21, 1947 HEIMILIÐ ii......iiiiriiiiiiiiiiniiiin.......Hiiiiililliliiniiiiiii.......ixiiiiiiiiiiuiiiuililill.....llll Hvíldin er húsmæðrunum nauðsynleg. Eftir Carry C. Myers Ph. D. Matseðillinn Karry-súoa. 2 1. fisksoð, 40 gr. smjörlíki, 40 gr. hveiti, 2,5 dl. rjómi, dálítið af karry. Smjörlíkið er brætt, hveitið hrært saman við og þynnt með soðinu. Karryið er hrært út með dálitlu af súpunni, síðan hellt út í hana og krydd látið í eftir vild. Þegar súpan er búin að sjóða vel, er henni hellt í skál. Rjóminn er þeyttur og látinn ofan á í skálinni. Soðin hrísgrjón eru borðuð með. Vanilluís. 1 1. rjómi eða mjólk, eða helm- ingur af hvoru, 8 eggjarauður, V, kg. flórsykur. Rjóminn eða mjólkin er soðin í 10 mínútur. Eggjarauðurnar og sykur- inn er þeytt vel, síðan er sjóðandi mjólkinni eða rjómanum hellt saman við; síðan er allt látið í pott og hitað upp að suðumarkinu. Kreminu er hellt í gegnum síu og þeytt stöðugt, Þar til það er orðið kalt. Að lokum er vanillu úr einu bréfi hrært vel saman við. Kremið á síðan að frysta, og má gera það með því að láta það í ísmót eða fötu fulla af is. Kálfskjötskótelettur með tómötum. 1 kg. kálfslæri, 50 gr. smjörlíki, 2 dl. súr rjómi, 3 tómatar, salt og pipar. Kjötið er þvegið, þurrkað og skorið í mátulega stórar kótelettur, sem eru svo barðar og stráð á þær salti og pipar. Smjörlíkið er brúnað á pönnu, kóteletturnar steiktar í því. Húðin er tekin af tómötunum og þeir skornir í sneiðar. Síðan látnar á pönnuna asamt súra rjómanum og kótelett- urnar látnar liggja í þessu i 10 min- útur. Tízkumynd Kvikmyndadís sýnlr kjólatízku Mikið erfiði er það mörgum mæðr- um að þurfa sifellt að vera að sefa börn sín og hugga þau. Þessar mæður hafa aldrei frið- stund, meðan barnið vakir. Þetta er auka erfiði, sem mæðurnar hafa skapað sér sjálfar óafvitandi, en sem vel hefði mátt komast hjá, hefði rétt- um tökum verið beitt. Félagslynt barn. Greinarhöfundinum barst svohljóð- andi bréf frá móður tveggja ára barns: „Sonur minn er mjög félags- lynt barn. Bezta skemmtun hans er að vera í margmenni.En honum geðj- ast ekki að því að leika sér einn. Þeg: ar við erum aðeins tvö heima, sem oft er, þá eltir hann mig hvert sem ég fer og grætur mikið, ef ég yfir- gef hann stutta stund. 1 stuttu máli sagt, hann er ekki ánægður nema ég veiti honum stöðugt athygli. En þar eð ég þarf alltaf að sinna heimilisstörfunum get ég ekki alltaf haft gætur á honum. Hann er mjög kröfuharður við mig, en því miður hefi ég ekki alltaf tima eða getu til að uppfylla hinar margvíslegu óskir hans. Hvernig á ég að kenna honuni að leika sér einn? Þetta er að vísu sjálfri mér að kenna, því að þegar hann var yngri og ég hafði meiri tima aflögu, þá lék ég mikið við hann og gerði aldrei tilraun til að venja hann á að leika sér einan." Svar dr. Myers: „Þér eruð í allmiklum vanda stödd, þar eð barnið hefir fengið að fara sínu fram um margra mánaða skeið, og hefir þegar vanizt því að því sé athygli veitt. Reynið að yfirgefa herbergið nokkrar mínútur í fyrstu, en komið brátt aftur, og látið sem þér vitið ekki af því, að barnið hafi TIL GAMANS. Ljós, stutt vorkápa. Kvikmyndadisin Díana Lynn sýnir útikjólatízku. Kjóllinn er grár og hvítur og við hann notar hún hvita hanzka, en brúna tösku og brúna skó. Þennan skemmtilega karl eruð þið fljót að búa til ef þið hafið nokkur mismunandi stór tvinnakefli. Þið byrjið á höfðinu, gerið stóran skúf, sem á að vera hatturiiin á karlinum. Gætið þess að hafa garnendana nógu marga, sem þið þræðið í gegnum höf- uðið og búkinn, því að þið skiptið þeim i tvennt fyrir fæturna. Milli keflanna hafið þið hnúta. Handlegg- ina festið þið við hálsinn og búkinn eins og þið sjáið á myndinni. Að lok- um er málað andlit og hnappar á karlinn. grátið, sem það hefir vissulega gert. Aðferð þessi kann , að vera nokkuð hörkuleg við barnið, en heppnist hún hefir mikið áunnizt. Brátt mun barn- ið fara að veita því athygli, að þótt þér gangið út úr herberginu stu£ta stund, þá komið þér fljótt aftur og gráturinn er alveg þýðingarlaus. Krefjist barnið einhvers af yður meðan þér vinnið að hússtörfum, þá segið því skýrt og skorinort að það verði að bíða þar til verkinu sé lok- ið. Endurtakið það, en látið ekki und- an, þótt barnið fari að væla. Setjið takmarkið lágt í fyrstu, t. d. segið barninu að þér skulið leika við það eftir 5 mínútur, síðan 10 o. s. frv. og sýnið þvi hvar vísirinn sé á klukk- unni. Lengið þannig takmarkið og endurtakið þetta oft þar til barninu hefir skilizt, hvað átt sé við. Beitið þolinmæði og lipurð við barnið og þér munið þá öðlazt fleiri hvíldar- stundir en ella. Málfar barna Því miður álíta margir foreldrar að börnin séu nokkurskonar leik- föng, en ekki nýir uppvaxandi ein- staklingar. 1 stað þess að kenna börnunum og leiðbeina, þá brosa for- eldrarnir að því, sem börnin gera rangt eða öðruvísi en follorðnir, og kalia þetta „sniðugt" eða „sætt." Ef ekki er gripið nógu snemma í taumana geta börnin þannig vanizt á ýmsa kæki eða ósiði, sem eru að vísu meinlitlir, en geta þó orðið þeim til nokkurs trafala er þau eldast. Eitt hið alvarlegasta af þessum ó- siðum, sem börnin venjast á í bernsku, er rangt málfar. Ýmsar kjánalegar setningar eða röng orð, sem brosað hefir verið að í heimahúsum, getur gert barnið að athlægi annarstaðar og það fellur flestum börnum mjög þungt. Ýms börn eru hljóðvilt eða gengur illa að segja sérstök hljóð. Bezta ráðið gegn því er að endurtaka orðið eða hljóðið skýrt og greinilega, og reyna að láta barnið herma eftir. Minnist þess að ávita ekki barnið eða hlæja að því, þótt því mistakist. Lesið fyrir barnið. Það er ágætt ráð að lesa fyrir barnið góðar sögur, en lesið þær þá skýrt, hægt og greinilega. Varist að leiðrétta villur þess, þeg- ar aðrir eru viðstaddir og heyra til. MálfræöivUlur. Ef þér talið sjálfar móðurmálið lýtalaust, þurfið þér engu að kvíða, þótt barnið tali ekki málfræðilega rétt í fyrstu. Reiðist ekki við barnið, þótt það tali rangt mál, en leiðbeinið því með þolinmæði og rósemi. Eftir því sem barnið eldist og vill fara að semja sig að siðum fullorðna fólksins, leggur það smám saman nið- ur bernskuvillurnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.