Vikan


Vikan - 22.05.1947, Qupperneq 11

Vikan - 22.05.1947, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 21, 1947 11 ----------------------——------------ Framhaldssaga. - Mignon G. Eberhart: Minningar frá Melady-sjúkrahúsinu 15 SAKAMÁLASAGA í skyn, að hjónaband þeirra hefði verið hið ást- úðlegasta, og mér virtist allir í salnum trúa henni og aumkvast yfir hana, þegar hún sat þarna í sjúkrastólnum öll vafin sárabindum, í senn sorg- bitin og þjáð á svipinn. Það var talsverður af- sökunarhreimur í rödd yfirheyrandans, þegar hann þakkaði henni fyrir vitnisburðinn. Að þessu loknu var Kenwood Ladd beðinn að koma í vitnastólinn. Hann var fyrst spurður, hvort hann hefði komið í heimsókn í sjúkrahúsið • kvöldið 7. júlí. „Já,“ svaraði hann hátt og greinilega. „Hvern voruð þér að heimsækja?" „Prú Harrigan." „Eruð þér að gera teikningu að nýju húsi fyrir hana?“ „Já.“ „Hvenær fóruð þér úr sjúkrahúsinu ?“ „Ég get ekki svarað því nákvæmlega. Það var rétt eftir að unga hjúkrunarkonan kom inn og tilkynnti að heimsóknartíminn væri liðinn." „0-já,“ svaraði yfirheyrandinn. „Þér hafið sjálfsagt hitt einhvern á leiðinni heim eða heima. Getið þér ekki bent á einhvern eða einhverja, sem sannað geta, hvar þér voruð þetta kvöld eftir að þér fóruð héðan úr sjúkrahúsinu ?“ Nei, hann gat það ekki, svaraði hann, án þess að hika, þótt hann hlyti að vita, að þetta gat komið sér illa fyrir hann. Hann sagðist hafa gengið fram og aftur í skemmtigarðinum, þvl að það var svo heitt í veðri, að hann langaði ekki til að fara að sofa. Þá var hann spurður, hvar hann hefði verið um kvöldið 8. júli, og svaraði hann þvi, að hann hefði verið lasinn og haldið sig heima. Hann hafði gert boð fyrir lækni og verið ráðlagt að fara ekki út það kvöld. Þar eð ekkert sérstakt hafði komið fram, sem bent gæti til þess, að Kenwood Ladd væri bendl- aður við morðið, þá lét yfirheyrandinn hann nú fara. Að vísu sást það á áheyrendunum í salnum, að þeim fannst sambandið milli frú Harrigan og þessa unga húsateiknara vera dálítið einkennilegt og ekki var laust við, að sumir renndu augunum á þau til skiptis, eins og þeir væru að bera þau tvö saman, eða aðgæta hvernig frú Harrigan yrði við, þegar spurningamar voru lagðar fyrir Kenwood Ladd. Nú var hann kominn í sæti sitt við hliðina á Court Melady, og ég sá, aðeins ofan á kollinn á honum. Eg hafði ekki tekið eftir því fyrr en nú, hvað hann hafði ljóst hár. Mér kom skyndilega til hugar, hvort það gæti verið að gulleita hárið, sem ég geymdi uppi í herbergi mínu, gæti verið af honum. Fram að þessu hafði ég jafnan eignað það einhverjum kvenmanni, en því gæti það ekki eins verið af karlmanni ? Það var meira að segja ekki laust við, að hár hans væri örlítið liðað, og þetta gat því staðizt. Því lengur sem ég starði á hár hans, þvi sannfærðari varð ég um, að gul- leita hárið í pilluöskjunni gæti eins vel verið af honum eins og þeim Nancy eða Lillian Ash, eða jafnvel Dione Melady. Heimurinn virtist aftur fullur af ljóshærðu fólki. Nú voru nokkrar hjúkrunarkonur og starfs- menn úr öðrum deildum sjúkrahússins yfir- heyrð, en þau höfðu ekkert fram að færa, sem nokkra þýðingu hafði fyrir málið. Yfirheyrsla þeirra tók samt alllangan tíma, og ég býst við, að flestir hafi verið fegnir, þegar henni var lokið og yfirheyrslumar vom á enda. Allir risu snögg- lega á fætur og flýttu sér sem mest þeir máttu út úr salnum. Þegar ég kom fram á ganginn mætti ég Lilli- an Ash, og spurði hún mig, hvort ég yrði henni ekki samferða niður til kvöldverðar. Ég svaraði því auðvitað játandi, því ég var orðin svöng og hafði sannarlega þörf fyrir einhverja hressingu. „Ég vona að hjúkrunarneminn hafi nú staðið sig vel við að gæta sjúklingsins míns á meðan ég var við yfirheyrsluna," sagði Lillian. „O-jæja, ekki sem bezt. Honum líður illa I þessum mikla hita og er því nokkuð órór. Ég er á sífelldum þönum fyrir hann.“ „Heyrðu annars, Lillian," sagði ég eins blátt áfram og ég gat, „varst þú nokkurn timan við hjúkmn hjá einhverjum af sjúklingum dr. Harri- gans ?“ „Nei,“ svaraði hún. „En þú?“ „Já, margsinnis," svaraði ég. „Þekktir þú hann þá ekkert?“ Hún yppti öxlum. „Ég kannaðist auðvitað við hann eins og hina læknana hér. Þú veizt, að ég er ekki búin að vera lengi hérna og ég þekkti engan læknanna vel.“ „Hvar áttir þú heima áður en þú komst hing- að?,“ spurði ég kæruleysislega. „Ég man ekki til þess, að þú hafir sagt mér frá því.“ Hún leit snöggt á mig og svaraði engu í nokk- ur augnablik. Mér fannst eins og hún væri að velta því fyrir sér, hvað hún ætti að segja. Síð- an sagði hún hreykin: „1 Hollywood." „Nú — þar,“ svaraði ég undrandi. Ég fann, að hún hafði sagt þetta til að gera mér erfiðara fyrir að komast að, hvort hún hafði sagt satt eða ekki. Hollywood skipti oft um íbúa, og hver gat fylgst með því, hvort ein kvenpersóna hafði dvalið þar stuttan tíma eða ekki. Ég tók því upp léttara hjal, því ég hafði í rauninni enga ástæðu til að halda, að Lillian Ash væri morðingi. X. KAFLI. Þegar við vomm aftur komnar á næturvakt- ina þetta kvöld reyndi ég að sæta lagi og ná Nancy Page tali einslega. Þetta tókst áður en langt leið, og spurði ég Nancy þá, hvað hún hefði verið lengi inni hjá frú Melady um nóttina, þegar morðið var framið. Hún svaraði mér, að hún hefði farið inn til frú Melady strax eftir að við komum upp á þriðju hæðina eftir kvöldverð- inn og dvalið þar óslitið þangað til hún heyrði mig kalla, er ég hafði rekizt á lík dr. Harrigans I lyftunni. „Ég var svona lengi inni hjá henni,“ sagði hún að lokum, „af þvi frú Melady var í svo æstu skapi." Svo hún hafði þá verið inni hjú frú Melady allan þennan tíma. „Sástu þá engan fara inn í eða út úr lyftunni meðan þú dvaldir þama?" spurði ég. „Dyrnar á herbergi frú Melady vita næstum beint út að lyftunni." „Nei, ég sá engan á ferli þar og heyrði heldur ekki í neinum. Dymar em ekki beint hvor á móti annarri, ekki alveg beint, og svo varð ég næstum strax neydd til að loka dyrunum á her- bergi frú Melady, því hún var orðin svo æst og talaði svo hátt, að ég óttaðist að hún mundi vekja sjúklingana í næstu herbergjum." Hún þagnaði skyndilega og leit á mig döpur á svip. „Heldur þú, Sarah, að þeir muni ætla sér að taka ein- hvern fastan, sem gmnaðan um morðið ?“ „Já, ég býst við því — innan skamms," svar- aði ég, en þagnað skyndilega, því Kenwood Ladd kom nú þjótandi upp stigann og stefndi I áttina til okkar. Það var einkennilegt, hvað við öll vorum fús til að leggja á okkur það erfiði í þess- um mikla hita að ganga upp allan stigann í stað þess að nota lyftuna. Það fór varla nokkur mað- ur I henni milli hæða. Nancy snéri sér að Kenwood Ladd og fylgdi honum að herbergi frú Harrigan. Þegar Nancy kom aftur, spurði hún: „Finnst þér hann ekki laglegur og aðlaðandi?" „Hver?,“ spurði ég utan við mig, en tók mig svo á og svaraði: „Áttu við þennan Kenwood Ladd? Jú hann er bara snotur." Eftir nokkra mlnútna þögn spurði hún aftur: „Heldur þú, að hann sé nokkuð að draga sig eftir frú Harrigan, eða kæri sig nojtkum um hana?“ „Heldur þú, að hún sé þá að draga sig eftir honum?,“ spurði ég brosandi. Mér kom það á óvart að Nancy roðnaði upp I hársrætur og svaraði önugt: „Þú þarft ekki að brosa að því. Ég held að þetta sé einmitt eins og þú segir. Það væri henni líkt.“ Kenwood Ladd dvaldi ekki lengi hjá frú Harri- gan þetta kvöld. Það vildi svo til að ég var stödd frammi I ganginum, þegar hann fór. Ég tók eftir þvi, að hann virtist nokkuð órólegur og skimaði I kring um sig rannsakandi. Mér virtist hann meira að segja líta rannsóknaraugum á mig. Hafði hann ekki góða samvizku, eða hvað ? Eftir að við höfðum búið sjúklingana undir nóttina og gengið frá öllu nauðsynlegu, fékk ég fyrst tíma til að hugsa um það, sem fram hafði komið við yfirheyrslurnar. Og einnig um það, sem ekki hafði komið fram. Það var til dæmis einkennilegt,' að kínverska tóbaksskrínið og slæpanlyfið skyldi ekki vera nefnt einu einasta orði. Eftir að hafa hugsað um þetta nokkra. stund, komst ég þó að þeirri niðurstöðu, að rétt hefði verið hjá lögreglunni að minnast ekkert á þessi atriði. Ef þá grunaði að þessir hlutir værú í vörzlum morðingjans, gat það komið sér vel að láta hann ekkert vita um, að þeir væru að leita að þeim og mundu telja þann vera morð- ingja, sem þessa hluti hefði undir höndum. Af svipuðum ástæðum taldi ég að þeir hefðu heldur ekkert minnzt á tyggigúm-plötuna. Ég vissi, hvers vegna ekki hafði verið minnzt á ljósa hárið. Ég tel víst, að Lamb lögreglufulltrúi hafi litið rannsóknaraugrum á alla ljóshærða menn og all- ar ljóshærðar konur I salnum, en hann hefir ekki þorað að minnast á gulleita hárið, sem stolið hafði verið frá honum. Ég tók upp vasabókina mína og fór að virða fyrir mér það, sem ég hafði áður skrifað í hana. Ég vissi nú, að ungfrú Jones gat ekki komið til greina sem morðinginn, en ég hafði heldur aldrei ímyndað mér að hún væri sek. Ellen, Lillian Ash — þar þurfti engu að breyta eða bæta við. Orðið „tækifæri,", sem ég hafði sett við nafn Jacobs Teubers, varð ég nú að strika út. Hann hafði að vísu verið I námunda við lyftuna á tímabilinum frá klukkan fimm mínútu yfir tólf og þar til klukkan tiu mínútur yfir tólf, en síð- an fór hann inn í ölmusudeildina og var þar, þangað til ég kom upp og mætti honum 1 gangin- um með líkið af blökkumanninum á sjúkravagn- inum. Dr. Harrigan hafði sést á lifi klukkan 18

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.