Vikan


Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 12
12 VEKAN, nr. 21, 1947 mínútur yfir 12, svo Jacob Teuber hefði þá ekki átt að hafa neitt tækifæri til að myrða hann. Samt sem áður lét ég nafn Teubers standa á listanum, því mér var ekki grunlaust um, að hann vissi eitthvað um morið. Ég ákvað með sjálfri mér að leggja fyrir hann nokkrar spurn- ingar, ef ég gæti náð hann tali einslega. Nú fór ég að hugsa um, hvort ég gæti ekki fækkað nöfnunum á listanum yfir þá grunuðu. Ég var sannfærð um það meö sjálfri mér, að hvorki Ellen né Nancy gætu verið sekar um morð. Ellen var allt of barnaleg og einföld til þess að hafa framið slíkt afbrot, og ég setti því strik yfir nafn hennar. Nancy hafði viljaþrek og lík- amsþrótt til að bera, svo hún gœti þess vegna komið til greina, en það var ekkert í fari hennar og engar ytri líkur, sem bentu til þess að hún hefði framið þennan glæp. Ég ákvað því að draga einnig strik yfir nafn hennar á listanum — og mér þótti vænt um að ég skyldi geta tekið þá ákvörðun. Nafn Dione Melady var það næsta, sem mér fannst ég geta strikað út með réttu. Fyrst og fremst höfðu þær Nancy verið saman á þeim tíma, sem morðið var framið, svo ég* gat með jafn miklum rétti strikað yfir nafn hennar eins og ég hafði áður strikað yfir nafn Nancy. Við þetta bættist, að Dione Melady hafði orðið fyrir árás, og ég var sannfærð um, að árásarmaður hennar og morðinginn væru einn og sami maður- inn. Ég dró ekki strik yfir nöfn Court Melady og Kenwood Ladd, þótt þeir hefðu báðir verið fjar- verandi úr sjúkrahúsinu kvöldið, sem ráðist var á Dione Melady og tóbaksskrinið hafði verið tekið af henni. Þetta var að vísu ekki í samræmi við þá skoðun mína, að árásarmaðurinn og morðinginn væru sama persónan, en ég hugsaði sem svo, að þótt þeir þættust geta sannað, að þeir hefðu verið fjarverandi, þegar árásin var gerð á Dione Melady, þá gat vel verið að sann- anir þeir brygðust, þegar í harðbakkann slægi. Annað eins hafðí nú komið fyrir. Auk þessa •gátu þeir alls ekki gert grein fyrir hvar þeir hefðu verið um kvöldið, sem morðið var framið, það er að segja, eftir að þeir fóru út úr sjúkra- húsinu um tíu-leytið, að þeirra eigin sögn. Þá komu næst á listann nöfn þeirra Inu Harr- igan, dr. Kunce og Lillian Ash. Ég hafði í raun- inni engar líkur hvorki fyrir sekt eða sýknun dr. Kunce. Hann hafði verið niðri i skrifstofu sinni, þegar ég hringdi um nóttina, en það sann- aði í rauninni ekkert. Hann var auðvitað þaul- kunnugur í sjúkrahúsinu og ekkert athugavert við, þótt hann væri þar á ferli, hvort heldur var á nótt eða degi. Gat hann hafa ráðizt á Dione Mela- dy? Ég gat ekki skorið úr þessu og lét nafn hans því standa á listanum. Mér fannst það ekki útiloka Inu Harrigan frá því að vera grunuð um morðið, að hún var hand- leggsbrotin. Hún hafði haft tækifæri og mjög lík- legt var, að hún hefði einnig haft ástæðu til þess. En nú kom bobbi í bátinn: Hvernig hefði hún þá átt að geta náð í skurðhnífinn ? Frá því Ellen sá dr. Harrigan fara inn i lyftuna í seinna sinn- ið og þar til við komum upp í ganginn, liðu að- eins tvær mínútur. Hefði hún ekki þurft að fara upp á loft til að ná í skurðhnífinn, þá gat þetta ef til vill staðizt. Ég komst ekki að neinni niður- stöðu með þetta og sneri mér því að nafni Lillian Ash. Hér kom ég að nafni þeirrar manneskju, sem ég hafði talsverðan grun á. Ég þóttist þess full- viss að hún og enginn annar hafði þurrkað fingra- förin út af skurðhnífnum. Hvað hafði hún líka sagt við yfirheyrslurnar ? Að Jacob Teuber hefði ekið sjúkravagninum með líkinu á inn eftir gang- inum í ölmusudeildinni eftir að honum hafði mis- tekist að komast inn í almennu lyftuna með því að reyna margsinnis á hurðina, en sjálf hefði hún þá farið inn til sjúklingsins síns. En sjúklingurinn hennar hafði veriö sofandi. Hún hefði því getað verið stöðvuð milli hæða með því að þrýsta á af þessum mikilvægn tólf mínútum, sem um var að ræða. Hefði nú lyftan verið á þriðju hæð — — en hér var allt í óvissu um, hvar hún hafði verið. Það var að vísu alls ekki útilokað, að lyftan hefði getað verið á þriðju hæðinni, þótt við hefðum ekki séð það, þar eð ljósið hafði verið slökkt í henni. En hvers vegna hefði Teuber þá ekki átt að takast að opna lyftuna, þar sem ég mundi það svo greinilega að hann reyndi það hvað eftir annað? Ég áhvað að spyrja Teuber, hvort hann hefði tekið fast í hurðina á lyftunni og reynt af öllu afli að opna hana. Verið g'at, að lyftan hafi verið stöðvuð milli hæða með því að þrýsta á neyðarhemilinn. MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. 1. Raggi: Hvað á það að þýða að borða svona mikið rétt fyrir mat? Maggi: Sérðu umslagið, sem liggur þarna of- an á bókunum? 2. Maggi: Það er frá kennslukonunni til afa ¦— Raggi: Og hvað stendur í því? 3. Maggi: Eg veit það ekki, en ef það er eitt- hvað, sem veldur því, að ég verð rekinn í rúmið fyrir mq.t, þá ætla ég að vera búinn að fá mér eitthvað í gogginn — 4. Maggi: — það er erfitt að fara svangur í rúmið. Nú kom ég að síðasta nafninu á lista mínum. Það var nafn Péturs Melady. Hvaða þátt hafði hann átt í þessu morði ? Atti hann kannske engan þátt í því? En aðalatriðið var, hvað hann áhrærði: Hvar var Pétur Melady? Eftir því sem Lamb fulltrúi hafði tilkynnt, hafði lögreglunni ekki tekízt, þrátt fyrir ýtar- lega og skipulagsbundna leit, að finna Pétur Melady, eða komast að nokkru því, er bent gæti til þess, hvar hann væri, eða hvernig honum hefði tekizt að komast burt. Ég gat heldur ekki skilið, að hann hefði getað komizt burt úr sjúkrahúsinu af eigin rammleik, því heilsu hans var .þannig farið, að hann var ekki til átakanna líkamlega. Af sömu ástæðu taldi ég útilokað, að hann hefði myrt dr. Harrigan — þótt ég yrði að játa, að al- menningi væri það vorkunn, þótt hann setti Pétur Melady í samband við morðið, þar eð hann hafði horfið með öllu um leið og morðið var framið. Pétur Melady virðist hafa horfið á meðan dr. Harrigan fór niður aftur, en þá var það sem Ellen sá hann síðast allra á lífi. Hvers vegna fór dr. Harrigan niður aftur? Ellen hafði komizt svo að orði, að hann virtist hafa „gleymt" einhverju og hún sá hann fara inn í lyftuna úr þeirri för klukkan 18 mínútur yfir 12. Var dr. Harrigan þá að leita að kínverska tóbaksskríninu með for- múlunni fyrir slæpanlyfinu ? Vissi dr. Harrigan um formúluna og hvar hún var geymd? Hafði honum tekizt að finna skrinið? Ef Pétur Melady hafði grunað, að dr. Harrigan hefði farið niður til að leita að kínverska skríninu, þá gat verið, að hann hefði setið fyrir dr. Harrigan í lyftunni, slökkt ljósið og —-----Nei, þetta gat ekki staðizt, því lögreglan fullyrti að ljósaperan í lyftunni hefði verið skrúfuð laus og að fingraför dr. Harri- gan sjálfs hefðu verið á henni. Nú var hringt úr herbergi Dione Melady og ég lagði af stað að herbergi hennar. Um leið og ég kom í dyrnar, bað Dione mig að kveikja á ljósinu í loftinu. Ég gerði það og sá þá, að Dione sat uppi í rúminu sínu náföl og óttaslegin. Hún sagði mér að það hefði verið „gestur" í herberg- inu hjá sér núna rétt áðan og hún hefði orðið mjög hrædd. Ég sagði henni, að þetta gæti alls ekki verið rétt hjá henni, því ég hefði verið frammi í ganginum í langan tíma, en hefði samt engan mann séð. „Ég á ekki við það," svaraði Dione. „Þetta var gestur frá öðrum heimi. Hann gekk yfir þvert gólfið og blaðaði í dagblöðunum þarna. Þetta var hann pabbi, ég er viss um það. Og hann var að lesa dagblöðin." Ég reyndi að sannfæra Dione um, að hana hefði verið að dreyma. Það væru engar slíkar verur til. „Og þó þær væru til," bætti ég við, „þá mundu þær ekki geta lesið blöð í myrkri." „Því ekki það?" spurði Dione, og þessi spurn- ing hennar kom mér á óvart. „Vegna þess — að — að — það er útilokað," stamaði ég. „Nú skal ég laga koddana hjá yður og reynið þér svo að vera rólegar og sofna aft- ur." „Hann er dáinn," sagði hún hugsandi. „Ég1 veit, að bann er í rauninni dáinn. Hann hefir kom- ið hingað til að reyna að segja mér eitthvað. Hvað viltu segja mér, pabbi?" Hún sagði þetta svo blátt áfram, rétt eins og faðir hennar stæði við rúmstokkinn hjá henni. Ég verð að játa, að mér var nóg boðið, en ég sagði aðeins: „Hættið nú þessari vitleysu og reyn- ið að sofna sem fyrst." Þegar ég kom fram á ganginn, fann ég að ég var með óvenju hraðan hjartslátt og að hendur mínar voru þvalar og kaldar. Hvar yar Pétur Melady, þegar öllu var á botninn hvolft? Ég settist við skrifborðið í ganginum og fór að athuga spjöld sjúklinganna. Mér datt í hug að líta á spjald Péturs Melady til þess að ganga úr skugga um, hvort líkamlegu þreki hans mundi ekki hafa verið þannig farið, eins og ég hafði gert ráð fyrir, eftir sjúkdómslýsingu hans að dæma. Ég tók fram spjaldið og leit á það. Sá ég þá, að það var ritað með hendi dr. Harrigan —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.