Vikan


Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 21, 1947 13 Snarráður drengur. Barnasaga eftir Jens K. Andersen. Háir skellir frá flugvélinni heyrð- ust um allan flugvöllinn við litla gullgrafarabæinn Kimberley í Vest- ur-Ástralíu. Nú hættu smellirnir, flugvélin brunaði af stað og hóf sig til flugs. Málmgljáandi skrokkur vélarinnar glampaði í sólskininu. Flugmaðurinn, Mac Smith, beygði til hliðar og tók rétta stefnu. Hann leit á tækin, en þá varð hann var við eitthvað fyrir aftan sig og sneri sér því við. Það fyrsta sem hann sá var flissandi drengjahöfuð, sem gægðist út úr farangursgeymslunni. „Hver fjárinn, ert það þú, Jim!“ hrópaði hann, svo að það heyrðist fyrir hávaðanum í vélinni. „Ég harð- bannaði þér að fara með mér þessa ferð, en þú hefir samt sem áður laumazt upp í vélina. Þú skalt fú duglega hegningu fyrir þetta.“ Jim, hinn óhlýðni sonur, brosti bara ennþá breiðara. „Ég heyri ekki orð af því sem þú segir, pabbi,“ hrópaði hann glaður, „en hérna liggja margir kassar fullir af sóda- vatni, svo að það er engin hætta á að ég þurfi að þjást af þorsta — eða varstu ekki að tala um það ? Þær eru allar í þann veginn að sprengja af sér tappann, því að það er svo heitt hérna aftur í.“ Mac Smith horfði ógnandi á hann, en samt gat hann ekki varizt því að brosa með sjálfum sér. Jim var rösk- ur strákur og það var miklu skemmtilegra að hafa hann með sér. En það var verst að auk allra sóda- vatnskassanna var flugvélin með gullfarm og ferðir með slíka vöru gátu alltaf haft hættu í för með sér. Þess vegna hafði flugmaðurinn ekki viljað hafa drenginn með sér. En nú varð þetta ekki aftur tekið, hann varð að fara úr því sfem komið var. En allt í einu beindist öll athygli Mac Smiths að einhverju niðri á jörðinni. Hann sá eldtungur og reyk leggja upp í loftið. Var þetta skóg- arbruni? Hann lækkaði flugið. Nei, nú sá hann, hvað það var. Bjálka- kofi, sem lá afsíðis á bersvæði, stóð í björtu báli. Þetta' var sennilega kofi einhvers gullgrafara, og fyrir fyrir framan hann lá maður endi- langur á jörðinni. Það hlaut að hafa viljað til slys. Mac Smith hugsaði arinnar, heyrðist barnaleg rödd: „Náðir þú hónum, pabbi? Það var ágætt, þá getum við aftur haldið áfram.“ „Já, það getum við,“ sagði Mac Smith, „en vel á minnst.hvar fannstu byssuna?“ „Byssuna!" Jim ætlaði að deyja úr hlátri, „ég hafði enga byssu! Það kom bara niður á sódavatnsbirgðun- um. Ég hefi að minnsta kosti sprengt tuttugu flöskur. Þú skilur við hvað ég á, pabbi. Þegar flöskurnar eru opnaðar snöggt, verður hvellurinn eins og þegar skoti er hleypt af byssu. Einkum þegar þær eru orðnar heitar og búnar að hristast eins og þessar.“ Flugmaðurinn leit á son sinn. „Jim, ætlarðu að segja mér, að þetta hafi aðeins verið sódavatns- flöskur, sem þú opnaðir, hverja á fætur annarri ?“ „Já, einmitt," tautaði drengurinn, „en ég hafði nóg að gera meðan á því stóð. Það freyddi út úr þeim öll- um, en má ég drekka það, sem eft- ir er?“ „Auðvitað," sagði Mac og tosaði hinum óheppna þorpara upp í vélina, „og nú skaltu sleppa við hegning- una, sem ég hótaði þér fyrir að stel- ast með.“ Skömmu seinna lögðu þeir aftur af stað og náðu ákvörðunarstað sín- um, þar sem þorparinn var settur í varðhald, en Jim var hælt á hvert reipi fyrir snarræði sitt. málið örlitla stund, en lét svo vélina stefna til jarðar.Hann varð að hjálpa manninum, hvað sem það kostaði. Lendingin heppnaðist vel, og Mac ætlaði að fara að hoppa út úr vélinni, þegar maðurinn fyrir framan kofann spratt á fætur. Skammbyssa blikaði í hönd hans og illmannlegt andlitið var skælt í viðbjóðslegu brosi. „Upp með hendurnar!" öskraði hann. „Jæja, svo að þú gekkst í gildruna. Þetta var líka ágætt bragð. Nú fer gullið til mín og ekki lengra." „Þegiðu!" hreytti Mac út úr sér, „ég er ekki einn míns liðs.“ „Nei, þú hefir sennilega lögreglu með þér, vopnaða vélbyssu," sagði þorparinn háðslega. Áður en Mac gæti svarað, kváðu við fjögur skot fyrir aftan hann. Bölvandi og ragnandi varpaði þorp- arinn sér til jarðar. Aftur kom skot- hríð frá farangursgeymslu flugvél- arinnar. Nú var hinum huglausa þorpara nóg boðið. Hann kastaði frá sér skammbyssunni og rétti upp hend- urnar. í Nú hoppaði Mac út og á skjótri svipan hafði hann bundið þorparann rammlega. Um leið og hann hrinti fanganum ómjúklega í áttina til vél- Son minn, þegar skálkar ginna þig, þá gegn þeim eigi. Þegar þeir segja: „Kom með oss! . .“ Þvi £^ð fætur þeirra eru skjótir til ills og fljótir til að úthella blóði. 2. Veg friðarins þekkja þeir ekki og ekkert réttlæti er á þeirra stig- um; þeir hafa gert vegu sína hlykkj- ótta, hver sá, er þá gengur, hefir ekki af friði að segja. 3. Þú skalt ekki morð fremja, en hver sem morð fremur, verður sekur fyrir dóminum; en ég segi yður, að hver sem reiðist bróður sinum, verð- ur sekur fyrir dóminum. 4. Látið hvers konar beizkju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður, og alla mannvonzku yfirleitt, en verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og líka guð hefir í Kristi fyrirgefið yður. Hálfur vinningur FramhálcL af bls. 4- Victory stækkaði dag frá degi, og var orðinn stór hundur, sem truflaði Miles við skriftirnar, en Miles varð aldrei gramur yfir ónæðinu. Á þriðjudögum gaf hann klukkunni nákvæmar gætur, og þegar hann vaknaði á sunnudagsmorgnana fann hann til saknaðar. Þriðjudag nokkurn hugsaði hann um málið, og komst að þeirri niðurstöðu, að eitthvað yrði að gera. Hann var í litla eldhúsinu, og útbjó lystugan kjötrétt, til þess að bjóða Victory velkorhinn. Þá datt honum gott ráð í hug. Hvernig hann ætti að framkvæma ráðagerð sína varð að bíða þangað til seinna. Þetta gat ekki lengur gengið svona, jafnvel þótt hann yrði að fórna sinni eign í hundinum. Ef Geraldine þætti í raun og veru vænt um Victory, þá skyldi hún fá hann. En ef það reyndist ekki vera rétt, þá ætlaði hann sjálfur að halda hundinum óskiptum. Hann varð að finna upp á einhverju, sem sannaði það hversu vænt henni þætti um Victory. Hann lokaði fyrir gasið, tók hatt sinn og fór, því að klukkuna vantaði einn stund- arfjórðung í sex. Það var hellirigning, þegar Geraldine fór heim með Victory í bandi. Hún gekk hægt eftir götunni og andvarpaði við og við. Á hverjum þriðjudegi fékk hún þung- lyndisköst, en var hins vegar full fagnandi eftirvæntingar á hverjum sunnudags- morgni. Allt í einu tók hún eftir því að klukkuna vantaði ekki nema 5 mínútur í 6. Hún kom of seint. Miles stóð áreiðanlega fyrir utan húsið og þá yrði hún að tala við hann. Það gat hún ekki. Hún hafði varla séð hann, en þó fannst henni eins og hún hefði þekkt hann frá ómunatíð. Við getum ekki haldið svona áfram. Þetta ástand verður að taka enda. Meira að segja, þó að ég þurfi að fórna mínum hluta í Victory. Þyki honum verulega vænt um Victory, þá skal hann fá hund- inn, en hann verður að sýna það og sanna, annars held ég Victory óskiptum. Nú var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.