Vikan


Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 14

Vikan - 22.05.1947, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 21, 1947 Irsk kona kyssir son sinn í kveðjuskyni, eftir að kviðdómur hefir úrskurðað hana seka um að hafa skotið mann sinn. Var konan gift amerískum hermanni og varð honum að bana með slysaskoti. Hlaut hún nokkurra ára fangelsisdóm. bara eftir að finna upp, hvernig hún ætti að fara að því, að reyna hann. Hún hraðaði för sinni og litlir regn- dropar glitruðu í rauðgylltu hárinu. Miles, sem gekk á eftir henni, sá hvernig það lið- aðist í bylgjum niður herðarnar á henni. Hann reyndi árangurslaust að finna orð til þess að lýsa því sem hann sá. Nú vissi Miles hvað gera skyldi. Hann yrði að láta hvolpinn lenda í hættu, — samt ekki of mikilli hættu — til þess að sjá, hvað Geraldine mundi gera. Honum fannst þetta þjóðráð. Hann fylgdi henni með augunum, þegar hún kom að gatnamótunum. Hún gekk enn hraðara en áður. Svo sá hann að hún reigði höfuðið, leit á Victory og brosti, eins og henni hefði dottið eitthvað skemmtilegt í hug. Hann flýtti sér og ætlaði að ná henni. En Geraldine gekk út á akbrautina, hnar- reist og með bros á vörum. Hún virtist ekki taka eftir því, að umferðarljósmerk- in voru rauð og gáfu til kynna, að bifreið- arnar mættu aka eftir götunni. Þegar bifreiðin rakst á hana, sleppti hún bandinu, sem hún teymdi Victory í. Eitt augnablik varð allt svart fyrir aug- um hennar og hávaðinn ætlaði að æra hana. Rétt á eftir fann hún, að strokið var blíðlega um hár hennar, og hún heyrði Miles segja: „Hafið þér meitt yður, Geraldine? Geraldine eruð þér meiddar?" Nú urðu henni allir málavextir ljósir, og hún komst að þeirri niðurstöðu, að til- raun hennar hafði misheppnazt, því að Miles hafði átt að sanna ást sína á hund- inum, en þetta var hið gagnstæða. Henni fannst það ráðlegast, að halda augunum lokuðum á meðan hún væri að átta sig á þessum ósköpum. „Talaðu við mig, elskan mín!" sagði Miles. Hún opnaði augun lítið eitt, til þess að sjá, hvort þau væru ein. En hópur áhorf- 375. krossgáta Vikmmar Lárétt skýring: 1. fóðra. — 2. erfið í samskiptum. — 13. tindi. — 15. árendar. — 16. heiti. — 17. kringlan. — 18. neitað. — 20. greinir. — 21. leiðbeint. — 24. flón. — 27. hug- Ijúf. — 29. spaklátur. — 31. fornafn. — 32. frændi. — 33. heppnar með fé. — 35. geislanir. — 36. sjór. — 38. tónn. — 39. atviksorð. — 40. á fæti. — 41. samstæðir. — 42. ráp. — 44. tældar. — 47. í húsið. — 48. svelgur. 49. erfiða. — 50. skoð- aður. — 52. fætt. — 53. hugsunarsemi. — 55. gangur. — 57. bílífis. — 59. silungar. — 61. stilla. — 62. runnagróður. — 63. kviki. — 64. veit ekki stefnu (lo. ef. eint.). — 65. sorti. Lóðrétt skýring: 1. barnagamans. — 2. kaup. — 4. breytinga á sólargangi. — 5. fiýtir. — 6. lirfu. — 7. sam- hljóðar. — 8. orðaðir. — 9. kvenheiti. — 10. fáar. — 11. hreyft. — 12. samhljóðar. — 14. óslétta. — 18. galla. — 19. trappa. — 22. hólmi. — 23. óvild út af eignum. — 25. óblandað hár. — 26. sagnmynd (Bh.). — 28. rengjum. — 30. haf- bræla. — 34. draup. — 35. lasti. — 37. óska. — 40. kunnáttumenn í vinnu. — 43. látið í reikning. — 44. hærðri. — 45. álpast. — 46. seilaði. — 48. flog. — 51. samhljóðar. '— 54. tómt. — 56. leggja saman. — 57. gagn. — 58. eira. — 60. kyrr- látur. — 61. hvíldi. — 62. sk.st. Lausn á 374. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. um. — 3. skautafaldur. — 13. nag. — 15. akra. — 16. árna. — 17. drellir. ¦— 18. sættin — 20. áki. — 21. aftna. — 24. lóss. — 27. bækurnar. — 29. tvisvar. — 31. Rut. — 32. aka. — 33. neitanir. — 35. hrun. — 36. km. — 38. ið. — 39. kál. — 40. úr. — 41. r.n. — 42. náin. — 44. baráttan. — 47. inn. — 48. ból. — 49. telpuna. — 50. naglafar. — 52. Kain. — 53. gaula. — 55. nóa. — 57. satans. — 59. móabarð. — 61. mýla. — 62. fern. — 63. Nói. — 64. endur- minning. — 65. R.R. Lóðrétt: — 1. undantekning. — 2. mark. —• 4. kallsvið. — 5. aki. — 6. urra. — 7. t, a. — 8. frænkur. — 9. lát. •— 10. drifnar. — 11. unn. — 12. Ra. — 14. geilin. — 18. stærilát. — 19. taut. — 22. F. B. — 23. órannsakaðir. — 25. ósein. — 26. sat. — 28. akur. — 30. rakalaus. — 34. nár. — 35. hrapi. — 37. mána. — 40. útlagann. — 43. Ingjald. — 44. bófanum. — 45. tek. — 46. nunnan. — 48. baga. — 51. rl. — 54. amen. — 56. órór. — 57. sýn. — 58. tau. — 60. óri. — 61. me. — 62. fn. enda hafði safnazt saman í kringum þau, svo að hún lokaði augunum strax. Einhver úr hópnum sagði: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera alvarlegt." 1 sömu andránni heyrði hún Miles segja með hótunarhreim í röddinni: „Ef þið hafið skert eitt hár á höfði hennar, þá . ." Geraldine fannst það hyggilegast að láta eitthvað á sér bæra, áður en Miles hlypi á sig. „Sjáið þið, nú lifnar hún við," sagði maðurinn úr hópnum. Og allir horfðu á hana. Roskinn maður — augsýnilega bifreið- arstjórinn, sem ók bifreiðinni — sagði: „Já, nú get ég haldið áfram." „Þakkið þér forsjóninni fyrir það," svaraði Miles. Fólkið fór að hlæja, en skildi að nú væri skemmtunin búin, og dreifðist í all- ar áttir. Miles hjálpaði Geraldine til að rísa á fætur, og hún dustaði af sér eins vel og hún gat. Við það datt happdrættis- miðinn, sem hún hafði geymt í kápuvas- anum, á götuna. Á honum stóð 989, en hún hafði sagt 686. Svör við „Veiztu —1" á bls. 4: 1. Undirforingjatign í sjóhernum samsvarar höfuðsmannstign í landhernum. 2. Nei, komið úr grisku: elæmosyne, sem þýð- ir miskunn. 3. Arið 1320 fyrir Krist. 4. Arið 1682. 5. 7039 m. Ameríku. 6. 175 millj. ferkílóm. 7. Frægur málari, fæddur í Antwerpen 1599, dó í London 1641. 8. TJr Völuspá. 9. 1783, í Hrappsey. 10. Hollenzkur heimspekingur, dó 1677. Miles horfði lengi á hana, og flýtti sér svo að fela miðann með því að stíga ofan á hann. Lítill drengur kom þar að með Victory. „Eigið þér hundinn?" spurði hann Ger- aldine. Hún kinkaði kolli. „Já," svaraði hún, „hann tilheyrir . . ." Hún var að því komin að segja „mér", en hikaði andartak. „Hann tilheyrir okkur," sagði Miles. Og þau fundu bæði að þetta var rétta svarið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.