Vikan


Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 22, 1947 5 ..— Framhaldssaga: ..............................\ 9 SPOR FORTÍÐARINNAR .......—..-..... ÁSTASAGA eftir Anne Duffield ...J „Það vona ég, majór,“ svaraði hún alvarleg. Hann horfði á hana — það var eins og hann ætl- aði að segja eitthvað fleira, en hann hætti við það. Hönd Lindu, sem hélt á vindlingnum, skalf lítið eitt. Hún sat alveg grafkyrr — þorði ekki að róta sér af ótta við að spilla þessum gagn- kvæma skilningi og vinsemd, sem ríkti á miili þeirra á þessari stundu. tJti í anddyrinu sló klukkan hægt nokkur högg. Majórinn spratt á fætur. „Það er orðið svona áliðið! Ég verð að fara upp og skipta um föt. Eg borða kvöldverð í Abbou- Abbas með frú Lacy. Reynið að fá Tony til að vera hér í kvöld til að hafa ofan af fyrir ykkur Sybil.“ Hann gekk inn í húsið og upp stigann — fóta- tak hann heyrðist greinilega á flísagólfinu. Linda sat kyrr. Borða kvöldverð með frú Lacy! Hvað skyldi sú kona segja um Lindu? „Æ — farðu ekki! Vertu hérna — hjá mér!“ andvarpaði hún, en hristi síðan höfuðið ákveðin á svipinn. „En þvættingurinn í mér! Er ég að verða eins og móðursjúkur telpukrakki? Nei, það skal ekki henda mig.“ Kaldur vindgustur kom allt í einu frá þeirri átt, þar sem mangotrén stóðu, svo að hrollur fór um Lindu. Henni varð litið við og sá þá hvar hár og grannur maður í hvítum kirtli og fráhnepptri, svartri kápu kom gangandi. Var það einhver fyrirboði að á undan manninum hafði komið þessi óheillavænlegi vindgustur? En þetta var Hussein, sonur Mahomet E1 Bedawi! Þetta var í fyrsta sinn, sem Linda sá þennan sérkennilega, unga mann, siðan á stöðinni í Abb- ou Abbas. „Jæja, þá það, ef þú vilt ekki sjá það —“ Sev- ering steig benzíngjafann í botn. „Það er óþarfi fyrir þig að hrista úr mér líf- tóruna, þótt þú sért í vondu skapi,“ hreytti Sybil út úr sér, þegar bifreiðin skókst öll til á holóttum veginum. „Fyrirgefðu!" Tony hægði ferðina. „Ég gáði ekki að hvað ég gerði.“ „Þú ættir að læra að hugsa og láta ekki geð- vonzku þína og æstar tilfinningar bitna á mér. Mér kemur það ekkert við.“ Tony varð skelfdur á svipinn. Þessi athuga- semd Sybil var bitur og honum sveið imdan henni. Hann varð þó að játa að hún hafði rétt fyrir sér. Það var ólíkt Sybil að tala svona. Hún gat verið hrokafull og ertin, en honum hafði aldrei fund- izt hún vera sérlega skynsöm né fljót að skilja hlutina. „Fyrirgefðu," endurtók hann og bætti síðan við: „Ég er bara í vondu skapi og —“ „Og ert skotinn í ungfrú Summers. Og það máttu gjarnan mín vegna — mér stendur á sama.“ „Ég er alls ekki ástfanginn af ungfrú Summ- ers.“ Hann roðnaði lítið eitt. „Vertu nú ekki heimsk, Sybil.“ „Það ert þú, sem ert heimskur. Þú staglast sífellt á ungfrú Summers. Ég sé ekki hvað er varið í hana —.“ „Ef þú sérð það ekki — nú, þá er bezt að hætta þessu tali.“ „Og eins og ég sagði áðan stendur mér alveg á sama um skoðanir þínar á Belindu Summers. Ef þig langar til að vera ástfanginn af ungfrúnni, þá máttu það mín vegna — en hættu þessu þvaðri um hana.“ „Mér geðjast ekki að hvernig þú lætur.“ „En þér geðjast að henni,“ svaraði Sybil. „Já, sannarlega og það mjög vel. Hún er við- kunnanleg stúlka, en þú kemur viðbjóðslega fram við hana. Því geturðu ekki verið henni góð.“ Sybil teygði fram efri vörina, svo að neðri vör- in hvarf algjörlega. „Ég læt mér ekki lynda að þú sért að fetta fingur út í þetta, Tony. Ég kem fram við ungfrú Summers eins og hún á skilið. Þú virðist gleyma, hvað hún er í raun og veru — alveg eins og hún gerir sjálf. Kaye majór borgar henni — af mín- um peningum fyrir að vera lagsmær mín. Hún er þess vegna mér undirgefin.“ Tony rak upp hlátur. „Litli, fallegi heimskinginn þinn. Þér undir- gefin! Ef þú værir ekki svona fjári falleg, Sybil, tæki ég duglega í lurginn á þér.“ „Hvað er hún annað?“ Munnsvipur Sybil varð heldur blíðlegri við þessi orð. „Ó, jú — það er satt að henni er borgað fyrir að taka þig að sér —- og hún verðskuldar þá peninga sannarlega,“ sagði hann og hló við. „En hún — hún er mjög góð stúlka, Sybil, og meira en það. Hún stendur þér og mér miklu framar. Hún er bæði menntuð og gáfuð — maður þarf ekki annað en að horfa á hana og heyra hana tala til að finna það — „Ég er búin að hlusta nógu oft á þvættinginn í henni,“ svaraði unga stúlkan. „Hún veit ekki heldur hver. staða hennar er hér á heimilinu. Vertu ekki að hlæja, Tony. Frú Lacy var ekki lengi að sjá hvernig hún er.“ „Frú Lacy,“ tautaði Tony með fyrirlitningu. „Linda Summers stendur Eve Lacy svo miklu framar að öllu leyti.“ „Það má vera að þér finnist það,“ svaraði Sybil kuldalega. „Það finnst öllum, sem vit hafa í kollinum," svaraði Tony glaðlega. „Að minnsta kosti, ef ungfrú Summers fengi að njóta sín. „Þú kvartar undan að hún viti ekki hver staða hennar er. En það er samt skoðun mín að hún viti það of vel. Henni þykir vænt um þig og er sífellt að hugsa um velferð þina. En þú ert alveg eins og villiköttur við hana.“ „Þetta ættir þú heldur að segja við hana sjálfa.“ Sybil geiflaði munninn á ný og augu hennar urðu hörkuleg. „Það myndi gleðja hana ósegjanlega að vita hvað þú ert riddaralegur við hana.“ „Já, henni veitir ekki af að einhver taki mál- stað hennar!“ sagði Tony stuttur í spuna. Þau beygðu inn í trjágöngin, sem lágu upp að „Friðarlundi", og augnabliki síðar gengu þau upp á svalirnar..“ „Hana nú, þar er „sheikinn“ kominn,“ sagði Tony og blístraði lágt. Ungi Arabinn sat við hliðina á ungfrú Summ- ers. Kaye majór, sem var klæddur samkvæmis- fötum, stóð og hallaði sér upp að einni súlunni. Hussein stóð á fætur þegar hann sá þau koma og heilsaði hátíðlega. Tony kinkaði glaðlega kolli og majórinn sagði við skjólstæðing sinn: „Má ég kynna þig, Sybil •— Hussein Mahomet E1 Bedawi, Hussein, þetta er ungfrú Grey-Jones.“ Ungi maðurinn kinkaði aftur kolli. Sybil, sem Linda sá óðara að var í vondu skapi, sletti höfðinu örlítið í áttina til Hussein, muldr- aði eitthvað og gerði sig líklega til að fara inn. Hegðun stúlkunnar var áberandi ókurteisleg og veitti majórinn því óðara athygli. „Hvert ertu að fara, Sybil?" spurði hann höstugur. „Upp í herbergi mitt. Ég er þreytt. Tony ók svo hræðilega hratt. Ég þarf að fara í bað og hvíla mig.“ Fjárhaldsmaður hennar hrukkaði ennið, en nú miðlaði Linda málum. „Setjist þér svolitla stund hjá okkur, Sybil; það er svalt hérna. Réttið henni gosdrykki, Tony. Það eru ísmolar í skálinni." „Jæja, þá það.“ Sybil hlammaði sér niður. Hussein, sem hvorki hafði mælt orð frá vörum né brosað settist aftur. Róleg blágræn augu hans hvildu á fríðu, en fýlulegu andliti Sybil. Sybil, sem fann að hann horfið á sig, varð allt í einu upp með sér, en hristi um leið önuglega og með fyrirlitningu hárlokkana frá enninu. Hún leit upp og starði á hann yfirlætislega. Hann mætti augnaráði hennar á sama hátt og á jám- brautarstöðinni — og þau horfðu ögrandi á hvort annað. Síðan sneri Hussein sér kurteislega að majómum. „Eins og ég sagði yður, majór, kom ég fyrir föður minn. Hann biður að heilsa yður og spyr, hvort þér vilduð gera honum þann heiður að snæða hjá honum kvöldverð á laugardaginn. Hann vonar að ungfrúmar Grey Jones og Summers sýni honum þann heiður líka.“ „Ég get það að minnsta kosti ekki. Ég ætla sjálf að hafa boð hjá mér á laugardaginn,” sagði Sybil áður en þau gátu gripið fram i fyrir henni. „Við höfum bara boð þitt á föstudaginn," sagði majórinn. „Ég þakka kærlega fyrir, Hussein, okk- ur er sönn ánægja að koma.“ „Það er vingjamlegt af yður!“ Ungi maðurinn var kurteis, en rödd hans var hörkuleg. Linda þóttist verða vör við hæðni hjá honum, þegar hann sneri máli sínu að Sybil. „Mér þykir leitt að boð föður míns skyldi koma í bága við áform yðar, ungfrú Grey Jones. Ég vona samt að þér getið unnt föður minum þeirrar ánægju að fá ykkur til sín — það er ekki svo margt sem gleður hann.“ „Auðvitað,“ svaraði Sybil. Hún starði um stund á hann og leit svo hirðuleysislega undan. Fram- koma hennar sýndi ljóslega fyrirlitningu hennar á Hussein og Mahomet, föður hans. Hún var ókurteis, og það af ásettu ráði, en í raun og veru stafaði þetta illskukast hennar fremur af reiði hennar við Tony og afbrýðisemi gagnvart Lindu, en af fyrirlitningu hennar á unga Araban- um. Hún var viti sínu fjær af reiði, gleymdi öll- um áminningum Lindu og notaði tækifærið til að svala sér á Hussein. En það var ekki viturlega gert. Bifreið Kayes majórs ók upp að tröppunum. Majórinn leit á úr sitt. „Ég er hræddur um að ég sé neyddur til að fara núna.“ Hussein stóð óðara á fætur. „Ég verð líka að fara.“ Kurteis og án þess að brosa kvaddi hann þau og hvarf inn á milli mango- trjánna, þar sem þjónn beið með hest hans. „Eigum við í raun og veru að borða hjá þeim?“ spurði Sybil. Majórinn sneri sér snöggt að henni. „Já, það gerum við. Og þú, stúlka min, gjörir svo vel að haga þér sómasamlega. Ég var búinn að segja þér að umgangast þá með kurteisi." „En þetta eru Arabar! Þér sögðuð sjálfur um daginn að þér mátuð þá ekki mikils —“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.