Vikan


Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 6
6 „Það er satt. En ég ætla ekki að gera þá mér óvinveitta eða einhverjum í mínum húsum,“ sagði hann hvasst. „Eg hefi ástæðu til að reyna að halda vináttu við þá. Að minnsta kosti ættlast ég til þess, Sybil, að þú sýnir öllum gestum mín- um fulla kurteisi.“ „Var ég ekki kurteis?" Sybil hristi lokkana aftur, lyfti litlu, björtu andlitinu og horfði hálf- brosandi og hálfólundarlega á majórinn. Á þessu augnabliki var hún eins og tíu ára telpukrakki. Kaye var lítið um hana gefið, en þrátt fyrir það gat hann ekki varizt brosi. Hún var ennþá ekki annað en bam. „Nei, þú varst ekki kurteis. En ef til vill gerðir þú það ekki af ásettu ráði. En þú minnist þess að þegar þú hittir Bedawi-feðgana — sem verð- ur ekki oft — áttu að sýna þeim kurteisi." „Já, það skal ég gera." Hún brosti aftur barns- lega. Hún var hálfhrædd við fjárráðamann sinn. Það voru ólíkir menn Michael Summers og majór- inn -—- sá síðamefndi var fallegur en allt of glöggskygn og reyndur. Sybil, sem kunni á karl- mennina, hafði strax séð, hvem mann majórinn hafði að geyma og að það var vonlaust að beita við þennan rótgróna piparsvein daðri. Því eins gerði hún sig bamalega gagnvart honum — var „litla, góða stúikan," sem lét skapið stundum hlaupa með sig í gönur. „Ágætt — og nú verð ég að fara. Tony, þú verður auðvitað í kvöldverð." Hann leit á Lindu. „Eg kem ekki seint heim,“ sagði hann um leið og hann gekk niður tröppumar að bílnum. Linda fékk hjartslátt — það sem hann sagði þurfti raunar ekki að merkja neitt sérstakt, en það fyllti hana samt hamingju. Hún skyldi Sybil og Tony eftir úti á svölunum og fór inn til að líta eftir kvöldverðinum, sem hún hafði gert sér far um að yrði góður majórsins vegna og sem Tony átti nú að snæða í hans stað. Hún gat sætt sig við þau skipti, þegar henni varð hugsað til augna- ráðsins. „En góði maður, hvers vegna leggið þér á yður ekki einungis það að hafa bamið heldur einnig þessa ungfrú Summers?" Frú Lacy horfði á gest sinn yfir litla kringlótta borið. Þau voru að borða kvöldverð úti á svölunum í íbúð Eves í Abbou- Abbas. „Sybil varð að hafa lagsmær," svarað majór- inn. „Auðvitað. En að taka þær svona inn í heimil- ið, hlýtur að válda yður ónæði og erfiðleikum. Þér — með tvær konur á heimili yðar! Nei, það blessast ekki." „Hvert hefði ég átt að láta þær fara?" spurið hann og brosti framan í frítt andlit hennar. „Auð- vitað varð ég að taka þær heim í „Friðarlund." „Það hefðuð þér ekki þurft að gera. Hg á við að það hefði ekki verið nauðsynlegt að fá ungfrú Summers hingað. Þér vitið vel, að ég hefði með ánægju haft skjólstæðing yðar hér hjá mér.“ „Hjá yður? 'Ég hefði aldrei verið svo frakkur að fara fram á það.“ „Það var engin frekja," greip hún fram í fyr- ir honum. „Það er ekki sú kona til í Abbou-Abbas, sem hefði ekki með ánægju gert það fyrir yður. Auk þess viljum við allar hafa hjá okkur yfir vet- urinn unga, fallega stúlku. Það vitið þér ósköp vel.“ „Það er mjög vingjamlegt af yður að segja þetta. En mér datt það bara ekki i hug.“ „Mér finrist það hlægilegt að þér, majór, sem emð rótgróinn piparsveinn og viljið vera frjáls allra ferða yðar, skulið vera að íþyngja yður með tveimur kvenmönnum—“ augu frúarinnar minntu á kattaraugu í miklu sólskini, þegar hún talaði. „Fólkið fær nóg til að tala um. En hvers vegna gerðuð þér þetta, mér er spum ? Þetta var algjör óþarfi." „Það er komið sem komið er,“ svaraði Kaye. „Það er hægt að breyta þessu,“ sagði hún. „Ég skil yður ekki,“ svaraði hann og nú brosti hann ekki lengur. „Ég ætla að hjálpa yður,“ hélt hún áfram. „Sjáið þér nú til. Þér skulið koma með Sybil til mín. Ég verð glöð yfir að hafa hana hjá mér. Hún er yndislegt bam — ég var strax hrifin af henni. Ég skal hafa eins strangar gætur á henni og þér viljið og sjá samt um að hún skemmti sér — og sjá henni fyrir mannsefni." „Þetta er vingjamlega mælt af yður,“ svaraði hann. „En Sybil er undir umsjá ungfrú Summers. Ég get ekki — hefi enga ástæðu til að gera nein- ar breytingar þar á.“ „Þér ætlið þó ekki að segja mér að þér viljið VIKAN, nr. 22, 1947 hafa þær báðar á heimili yðar. Þér hafið aldrei fyrr óskað eftir neinu slíku. Blessuð unga stúlk- an hlýtur að vera umsetin af piltunum — ég get vel ímyndað mér hvílíkur hávaði og gauragangur fylgir því. Mér þætti sjálfri bara gaman af því,“ bætti hún við í flýti. „En ég get ekki hugsað mér að slíkt eigi vel við yður." „Ég er farinn að venjast því,“ sagði hann kuldalega. „Það er furðulegt hvað hægt er að venja sig við á einum mánuði.“ Frú Lacy beit á vörina. „Þér eigið við, að þér sættið yður við þetta. Hví eruð þér að því. Er ekki betra að bæta ung- frú Summers þetta upp á einhvern hátt — auð- vitað má hún ekki bíða tjón við það. Borgið henni bara hæfilega háa upphæð og sendið hana aftur heim til Englands. Sybil yrði miklu ánægðari hjá mér, og þér verðið feginn að komast úr þessari þreytandi og hlægilegu aðstöðu yðar.“ „Hlægilegu ?“ „Já, góði majór! Þér vitið ekki hvað allir hlæja að -þessu." „Það væri mjög fjarri mér að svipta fólkið í Abbou-Abbas þeirri ánægju." Rödd Kaye var glettnisleg, en augu hans aðvömðu hana. Eve sá óðara eftir að hafa sagt þetta og breytti um að- ferð. Hún var hál eins og áll og vissi hvað hún átti að segja. „Majór —.“ Hið litla andlit hennar varð allt í einu alvarlegt og gulbrúnu augun stór og blíðleg. „Mér þykir leitt að valda yður áhyggjum, en í hreinskilni sagt held ég að ungfrú Summers sé ekki heppilegur félagi fyrir Sybil." „Þar er ég ekki sammála yður,“ svaraði hann stuttlega. „Þér verðið að láta mig einan um að dæma um það. Eigum við ekki að tala um eitt- hvað annað en þetta?" Hún hristi höfuðið. „Nei — nei, þér megið ekki ganga svona á snið við þetta. Ég ber velferð yðar og Sybil litlu fyr- ir brjósti. Þér emð vinur minn — og Georgs sál- uga — ég held að ég hafi rétt til að biðja yður að hlusta á mig.“ „Sjálfsagt," svaraði hann og var auðsjáanlega í versta skapi. „Út af hverju hafið þér áhyggjur, Eve?" Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Ég ætla að fara með Lilla útúr herberginu, elskan mín, Forstjórinn: Seglð honum, að fara varlega með sig, fyrst þú ert lasinn. fyrirtækið fer ekki á hausinn, þó hann vanti nokkra Lilli: Go. daga! Pabbinn: Þakka þér fyrir ástin mín, en viltu hringja í forstjórann og segja honum, að ég sé veikur. Konan: Má ég ekki skilja drengina mína hér eftir Drengimir skemmta sér, en Lilli grætur. Pabbinn: Ég er kominn til að vinna, ég með ég fer í búðir, þeir em afskaplega þægir. ímynda mér, að mér fari að batna. Mamman: Sjálfsagt! Forstjórinn: Þér hafið svei mér þroskað Lilli: Ga- ga! ímyndunarafl!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.